Hvaðan koma skúffupeningarnir

22.september 2021

Skúffupeningar ráðherra

Hvað er nú það? Spyr einhver.

Jú, skúffupeningar eru fé sem almenningur leggur ráðherrum til svo að þeir geti sinnt gæluverkefnum sínum eins og til dæmis að styrkja bæjarfélög til hátíðahalda, bara svo eitt dæmi sé nefnt.

Peningar sem ráðherrar og aðrir þingmenn ásamt aðstoðarliði og bílstjórum fá eru okkar peningar, þínir og mínir.

Það er ekki þannig að peningar vaxi á trjánum og birtist allt í einu í ríkiskassanum.

Ó nei, peningar sem notaðir eru í opinberum geira, eins og alþingi og allt sem því tilheyrir er, koma frá þér og mér og við leggjum þessa peninga til með því að greiða skatta og skyldur til þjóðfélagsins.

Vasarnir eru misdjúpir sem geyma þessa peninga fyrir sukkið og svínaríið sem við erum líklega mörg sammála um að margt sem fram fer í nafni þjóðarinnar sé.

Sumir vasar eru með göt og aðrir eru svo litlir að þeir geta ekki haft nema nokkrar krónur í sér.

Svo eru gildu vasarnir þar sem OKKAR FÉ er mokað ofaní.

Gildu vasarnir og þeir sem virðast gjörsamlega botnlausir tilheyra til dæmis fólki sem getur verið forsætisráðherra og fjármálaráðherra til skiptis í ríkisstjórn eftir ríkisstjórn.

Vasar svona fólks fyllast jafnóðum og eitthvað er tekið af auðnum, það gerist bara sjálfkrafa og engum dettur í hug að breyta þessu fyrirkomulagi.

Íslendingar eru svo hundhollir þrælahaldinu að þeir horfa bara stóreygir og brosandi á risann sem gnæfir yfir kelluna sem trónir á forsætisráðherra stallinum þessa stundina og vill endilega bara halda áfram á sömu braut enda allt svo ægilega gott í landinu þar sem hún liggur á jötunni.

Það gefur auðvitað enginn eftir svona flotta jötu, eða hvað?

Það hefur auðvitað enginn VENJULEGUR Íslendingur neitt með það að segja hvert skattapeningarnir fara, eða hvað?

Á hundruðum heimila situr fólk nú og reynir að finna út hvað sé hægt að borða þangað til næsta útborgun kemur þann fyrsta næsta mánaðar.

Þetta sama fólk hefur setið við eldhúsborðið í mörg ár og spáð og spekúlerað hvernig það eigi að lifa af mánuðinn.

Núna, já akkúrat núna eftir örfáa daga er valdið í höndum þessa soltna fólks.

NÚNA, EKKI Á MORGUN EÐA HINN, HELDUR NÁKVÆMLEGA NÚNA, er tækifæri til þess að breyta og henda risanum og hans fylgifiskum út úr ríkisstjórn.

NÚNA, er tækifæri til þess að gefa öðrum tækifæri til þess að snúa á drepsóttina og leggja áherslu á LÍF.

Hægt og sígandi eru núverandi stjórnvöld að murka lífið úr okkur, hinum verr stöddu.

Stjórnvöld eru harla glöð og vita að ekkert breytist þegar komið er inn í kjörklefann og fólk stendur þar með sinni samvisku.

ÞAÐ KÝS ÞAÐ SAMA OG ALLTAF AF ÞVÍ AÐ ÞAÐ ER SVO ÞÆGILEGT.

HIÐ ÓÞEKKTA GETUR VERIÐ HÆTTULEGT, OG ÞAÐ GETUR MEIRA AÐ SEGJA BÆTT LÍÐAN ÞRÆLANNA.

NEI, endilega breytið ekki. Talið bara við eldhúsborðið og fallið svo á kné í tilbeiðslu og lotningu fyrir þeim sem eru að drepa ykkur hægt og rólega.

Látið enn eitt tækifæri renna ykkur úr greipum vegna hugleysis og ótta við það óþekkta.

Það er auðvitað miklu betra að halda áfram í sama kassanum og þar veit fátæka fólkið sem kýs auðvaldið nákvæmlega hvað það hefur og hvaða máli skiptir svo sem að áhætta margborgar sig en hún krefst kjarks.

Skúffupeningarnir skila sér áreiðanlega ekki í vasa þeirra sem þurfa á þeim að halda.

Það er engin þörf á því að eyða slíkum fjársjóði í sauðsvartan almúgann.

Ert þú þessi sauðsvarti almúgi?

Ert þú svo mikill þræll í þér að þú ætlir að krossa við sama ástand um helgina?

Eða

Ert þú kannski einn af þeim sem hefur kjark og þor til þess að rísa upp og mótmæla því að vera drepinn hægum hungruðum sársaukafullum dauða?

Kannski ættir þú að setjast niður og hugleiða málið og stjórna svo puttunum þegar þú kemur í kjörklefann og kjósa ekki sama andskotans sukkið og svínaríið enn eina ferðina.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: