Mr. ARG á háu nótunum á sunnudegi

20. júní 2021

Góðan daginn

Stundum er lífið alveg ótrúlega skemmtilegt, það er að segja ef maður leyfir því að vera það.

Ég er búin að fá nýja nágranna yfir hausinn á mér, sem þýðir að þau búa í íbúðinni fyrir ofan mig.

Áður hafði ég verið með einn undir mér algeggjaðann en sem betur fer kemur hann sjaldan í íbúðina.

Semsagt, fyrir ofan mig er kominn Mr. Arg.

Hann geggjast í garginu á krakkann og kelluna sérstaklega eftir miðnætti á föstudögum!

Nú brá hins vegar svo við að Mr Arg gargaði á einhvern í símann áðan og gerði eiginlega alla hér í hverfinu kjaftstopp.

Hann lét sér ekki nægja að garga inni hjá sér heldur stóð hann í svaladyrunum og argaði yfir hverfið!

Ég er farin að hallast að því að hann hafi girt fyrir svalirnar hjá sér allan hringinn, ekki til þess að krakkinn dytti ekki niður, heldur til þess að hann sjálfur ætti erfiðara með að henda sér yfir svalirnar í reiðikasti!

Ég tók gaurinn upp og ætlaði að vera svo sniðug að leyfa ykkur að heyra en svo er auðvitað ekki hægt að deila svona símaupptöku svo næst þegar hann tekur roku verður það life á Facebook, ekki spurning.

Semsagt, niðurstaða mín vegna þessa sunnudags gargs Mr. Args er að ég sé komin á það stig að þegar ég eignast peninga muni ég byggja mér hús þar sem ég get ráðið því hverjir búa fyrir ofan mig og hverjir fyrir neðan. Ég er alveg komin með upp í kok af þessum gargandi köllum í kringum mig í fjölbýlinu.

Nú þarf ég bara að finna jörð eða land á fallegum stað einhvers staðar hérna í miðjunni þar sem ég get séð fjöll og verið í friði fyrir Mr Arg og slíkum. Húsið verður að vera nægilega stórt til þess að ég geti annað hvort leigt part, eða það sem væri auðvitað enn betra er að fá land þar sem ég byggi eitt hús fyrir mig og svo annað lítið til þess að leigja. Þetta er auðvitað svo dásamlegt plan að það getur ekki brugðist.

Ég verð auðvitað að eiga fyrir þessu öllu og það kemur bráðum.

Stundum er lífið svo dásamlegt að maður getur ekki annað en hlegið og haft gaman af öllu ruglinu.

Nú er semsagt komið áform, ekki alveg fullmótað en timburhús verða þessi 2, það er alveg klárt. Almennilega einangrað fyrir vetur og sumar og ekki lengur skjálfandi rándýr upphitun yfir veturinn.

Svo gifti ég mig og lifi í sælu og æsandi ævintýrum það sem eftir er af ævinni.

Eins og þið sjáið þá hefur Mr. Arg fyrir ofan mig komið mér á fleygiferð með garginu.

Kallinn keyrir bíl sem er rúmlega einn og hálfur minn og þó er ég ekkert á neinni druslu. Nágranni minn kvartaði við kallinn því hann lagði í 2 stæði og við erum ekki neitt syndandi í bílastæðum hérna. Núna hefur Mr, Arg fært sig yfir götun með bílinn og leggur þar áfram í ca 2 stæði en það dásamlega gerðist einmitt í dag að stelpan í blokkinni á móti kom heim og lagði sínum bíl þétt við Mr. Args bíl og minn bíll er fyrir framan Argarann. Mér dettur ekki í hug að færa minn og nú er kallinn lokaður inni því hann kann ekki að keyra út úr portúgölskum stæðum, he he he.

Lífið er svo dásamlegt að ég ætla að hætta núna en verið viss að næst þegar gaurinn tekur sig til mun hann fara Life á Facebook.

Kallinn niðri notaði tækifærið og færði suma blómapottana mína í vikunni. Þeir voru víst fyrir honum þétt upp við vegginn og betra fyrir hann að hafa þá frá veggnum. Ég er svo sem ekki að spá í hvort kallinn ætli sér að setja sjálfan sig eða eitthvað annað á vegginn en eitthvað hlýtur að vaka fyrir honum.

Þar sem ég er að ná mér eftir uppskurðinn þá get ég ekki fært pottana því ég má ekki lyfta neinu þyngra ein kílói í nokkrar vikur í viðbót svo gaurinn er öruggur um að pottarnir færi sig ekki aftur upp að veggnum.

Sumir eru bara hreinlega ekki í lagi.

Jæja, þá er semsagt sunnudagurinn alveg að renna sitt skeið og aftur kemur ný vika með nýjum ævintýrum því það er aldrei leiðinlegt í Huldukoti.

Huldu Bjornsdottir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: