Borga þingmenn 25% í skatt af tekjum sínum? Þessu var haldið fram og mig langar til að fá svör frá einhverjum sem veit!
26.04.2021
Ef ég skoða laun almenns þingmanns þá gæti þetta verið útkoman:
Skattskylda
Að frátöldu þingfararkaupi og starfskostnaði eru allar greiðslur til þingmanna fyrir kostnaði sem hlýst af þingsetu undanskildar tekjuskatti. Ef útgjöld, sem tengjast starfskostnaði, eru studd reikningum koma þau til lækkunar á skattstofni.
Inga Sæland
Laun (þingfararkaup) 1.210.368 kr.
Formaður stjórnmálaflokks sem ekki er ráðherra 605.184 kr.
Samtals launagreiðslur 1.815.552 kr.
Fastar mánaðarlegar kostnaðargreiðslur
Fastur ferðakostnaður í kjördæmi 30.000 kr.
Fastur starfskostnaður 40.000 kr.
Ég tók Ingu sem dæmi af því að hún er formaður stjórnmálaflokks og ekki ráðherra en fyrir það fær hún hærri laun.
Hinn almenni þingmaður
Þingfararkaup er 1.210.368 á mánuði sýnist mér, Fastur starfskostnaður er 30 – 40 þúsund á mánuði hjá þeim sem ég skoðaði. Einhverjir eru með hærri upphæðir.
Þegar venjulegur þingmaður með tekjur (þingfararkaup) 1.210.368 plús 70.000 er búinn að greiða staðgreiðslu sýnist mér hann borga í skatta 437.365 og eftir eru þá krónur 843.003
Það gleymist oft í umræðunni þegar talað er um há laun að þeir sem eru hærra launaðir borga líka hærri skatta !
Hulda Björnsdóttir