Það er rándýrt að vera fátækur á Íslandi

30.04.2021

Núna þegar farið er að styttast í kosningar á Íslandi vakna ýmsar spurninga og fátt um svör.

Hvað er eiginlega að fólki sem ætlar að kjósa sömu ríkisstjórn aftur með BB þá væntanlega aftur í forsætisráðuneyti?

Hvað þrælslund er þetta eiginlega?

Ég hef mínar hugmyndir um hvað er að, og sú sem efst trónir er að smáu framboðin hjálpi sjallaliðinu eins og venjulega.

Gerir fólk sér ekki grein fyrir því að smáframboð eiga ekki möguleika á að komast í ríkisstjórn?

Getur fólk ekki litið til fortíðar, bara síðustu kosninga til dæmis, og séð hvernig litlu framboðin sem þá voru komu engu að og að t.d. FF er nú í andaslitrunum og ég sé ekki að þau hafi komið átakanlega miklu í gegn þessi síðustu 4 ár.

Ég held því fram og hef alltaf haldið því fram að valdagræðgi ráði þessum smáflokkum.

Það er svo flott að vera í forsvari og enn flottara að geta fengið sæmilega laun við að búa til reglur sem ráðuneytin móta að mestu leyti.

Vonin um að búa til reglur fýkur auðvitað út um gluggann jafnóðum því litlu kóngarnir komast ekkert áfram, nema þá helst að arga úr ræðustól Alþingis og skemmta skrattanum þar.

Mér kemur þetta auðvitað ekkert við þar sem ég nenni ekki að garfa í því að komast aftur inn á kjörskrá á landinu sem ég hef yfirgefið fyrir fullt og allt.

eða hvað?

Jú það kemur mér við hvernig málum er stjórnað á Íslandi af því að ég vann mér inn réttindi til eftirlauna þar með því að starfa í meira en 40 ár á vinnumarkaði landsins og borgar skatta og safna í lífeyrisjsóð.

Já, en þú kýst ekki!Nei, ég geri það ekki, ég sé ekki að mitt atkvæði breyti neinu. Þeir ágætu kjósendur sjallamafíunnar og smáflokka traðakið sjá um að mitt atkvæði dytti dautt og einskis virði hvernig svo sem ég hamast við staurinn.

Ein af þeim spurningum sem vöknuðu hjá mér í morgun, að gefnu tilefni, var hvort fólk almennt, venjulegt fólk í efri lögum þjóðarinnar, fatti hvað það er ferlega dýrt að vera fátækur á landi eins og Íslandi.

Fattar til dæmis BB hvernig það er að vera svo fátækur að maður á ekki fyrir mat á diskinn í marga daga í hverjum einasta mánuði?

Fattar Kata hvernig ræða hennar úr stól þingsins árið 2017 vakti vonir hjá fólki sem á ekki til hnífs og skeiðar þegar hún sagði að þetta fólk gæti ekki beðið?

Fattar frúin að það er ekki nóg að geifla sig í sjónvarpi og skæla andlitið upp á við þegar þeir sem ekki gátu beðið hafa beðið í mörg ár eftir því að hún GERÐI EITTHVAÐ Í MÁLINU?

Að vera fátækur þýðir að það er ekki hægt að spara.

Það er ekki hægt að spara í innkaupum með því að kaupa inn á hagstæðara verði stærri pakkningar.

Það er ekki hægt að kaupa hollasta matinn því oftast er hinn allra óhollasti og oft ógeðslegasti maturinn það sem hinn fátæki hefur efni á.

Þetta eru bara 2 dæmi um hvernig ekki er hægt að vera fátækur og lifa heilsusamlegu lífi og með því spara til dæmis læknisþjónustu.

Það er svo skemmtilegt að hugsa til þess að ríkið gæti hugsanlega sparað stórar fjárhæðir í heilsugæslu ef vel væri búið að öllum þegnum þjóðfélagsins en ekki bara makað undir hina ríkustu.

Nei nú á að spara í heilsugæslu með því að lækka laun þeirra sem vinna á heimilum fyrir þá sem eru veikir eða kannski svo ósvífnir að vera gamlir!

Hvað er að svona þjóðfélagi?

Hvaða bananlíðveldi er þetta land?

Vinkona mín segir oft að FÓLK SÉ FÍFL, og ég er eiginlega sammála henni varðandi þá sem láta þrælsóttann, græðgina og eiginhagsmunapot ráða því hvernig þjóðfélag Ísland er orðið.

Land sem gæti búið vel að öllum þegnum, hvaðan svo sem þeir kæmu, fer fremst í flokki spillingar og ógeðs og aftur verður sama sukkið við stjórnvölinn eftir haustið!

Er þetta ekki dásamlegt?

Ég skil hvorki upp né niður í þessu öllu saman en mikið verð ég reið þegar ég sé yfirlýsingar frá ráðherrum þar sem þeir tala um hvað allir hafi það ofboðslega gott á landi græðginnar og eiginhagsmunapots fárra á kostnað hinna fátækustu!

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: