25. apríl 2021
Ég sá samanburð á launum þingmanna á mánuði og greiðslum til öryrkja.
Talað var um að þingmenn hefðu á mánuði það sem öryrkjar hefðu á ári.
Það er auðvelt að fara inn á vef Alþingis og sjá þar hver laun þingmanna, hvers og eins, eru og bera þau saman við það sem greitt er frá TR áður en skurðarhnífur stofnunarinnar tekur til hendinni.
Ég ákvað að afrita reikning frá reiknivél apparatsins og birti það hér fyrir neðan. Þar getið þið séð hvernig búið er að öryrkjum og eldri borgurum og það sem ég verð alltaf jafn undrandi yfir þegar ég skoða þetta er að öryrkinn lækkar, já ég sé ekki betur en hann lækki, þegar hann fer á eftirlaun.
Ég hvet ykkur til þess að fara inn á vef TR og skoða þar allt mögulegt sem þar er gefið upp. Hægt er að gefa sér ýmsar forsendur við útreikning, til dæmis hvort fólk býr eitt eða ekki og í þessum dæmum mínum býr fólkið eitt og hefur ekki aðrar tekjur.
Hugsanlega má skoða hvernig tekjur frá lífeyrissjóði breyta upphæðinni.
Áhugavert er líka að sjá skattprósentu vegna fjármagnstekna.
Svo er hægt að hugsa sér að setja einstaklinginn inn sem flytur til lands þar sem hann borgar ekki skatta af eftirlaunum, eða mjög litla skatta og sjá hvernig sá kemur út og spyrja sig hvar réttlætið sé !
Hvers vegna lætur íslenska ríkið suma komast upp með að borga enga skatta eða mjög litla en þrælpínir svo aðrar í nákvæmlega sömu stöðu?
Réttlætið er óskiljanlegt oft á tíðum.
Hér kemur svo afritið af vef TR:
“ORORKULÍFEYRIR 2021
Greiðslur frá Tryggingastofnun á mánuði á ári
Örorkulífeyrir 49.840 598.080
Aldurstengd örorkuuppbót 47.348 568.176
Tekjutrygging 159.604 1.915.248
Heimilisuppbót 53.948 647.376
Orlofs- og desemberuppbætur 0 106.776
Framfærsluuppbót 54.172 650.064
Samtals: 364.912 4.485.720
Frádreginn skattur (1. og 2. skattþrep) 115.798 1.389.576
Persónuafsl. (nýting skattkorts 100%) 50.792 609.504
Samtals frá TR eftir skatt: 299.906 3.598.872
Tekjur frá öðrum á mánuði á ári
Tekjur af atvinnu 0 0
Greiðslur frá lífeyrissjóðum 0 0
Greiðslur úr séreignarsjóðum 0 0
Aðrar tekjur 0 0
Skattskyldar bætur sveitarfélaga 0 0
Frádregin iðgjöld í lífeyrissjóði 0 0
Samtals: 0 0
Samtals: 0 0
Persónuafsl. (nýting skattkorts 0%) 0 0
Samtals frá öðrum eftir skatt: 0 0
Fjármagnstekjur á mánuði á ári
Fjármagnstekjur 0 0
Frádreginn fjármagnstekjuskattur 22% 0 0
Samtals fjármagnstekjur eftir skatt: 0 0
Tekjur samtals á mánuði á ári
Greiðslur frá Tryggingastofnun 364.912 4.485.720
Tekjur frá öðrum 0 0
Fjármagnstekjur 0 0
Tekjur samtals: 364.912 4.485.720
Frádregin staðgreiðsla 65.006 780.072
Frádreginn fjármagnstekjuskattur 0 0
Afborganir krafna hjá TR: 0 0
Samtals ráðstöfunartekjur eftir skatt: 299.906
ELLILÍFEYRIR 2021
Greiðslur frá Tryggingastofnun á mánuði á ári
Ellilífeyrir 266.033 3.192.396
Heimilisuppbót 67.225 806.700
Orlofs- og desemberuppbætur 0 100.315
Samtals: 333.258 4.099.411
Frádreginn skattur (1. skattþrep) 104.810 1.257.720
Persónuafsl. (nýting skattkorts 100%) 50.792 609.504
Samtals frá TR eftir skatt: 279.240 3.350.880
Tekjur frá öðrum á mánuði á ári
Tekjur af atvinnu 0 0
Greiðslur frá lífeyrissjóðum 0 0
Greiðslur úr séreignarsjóðum 0 0
Aðrar tekjur 0 0
Skattskyldar bætur sveitarfélaga 0 0
Frádregin iðgjöld í lífeyrissjóði 0 0
Samtals: 0 0
Samtals: 0 0
Persónuafsl. (nýting skattkorts 0%) 0 0
Samtals frá öðrum eftir skatt: 0 0
Fjármagnstekjur á mánuði á ári
Fjármagnstekjur 0 0
Frádreginn fjármagnstekjuskattur 22% 0 0
Samtals fjármagnstekjur eftir skatt: 0 0
Tekjur samtals á mánuði á ári
Greiðslur frá Tryggingastofnun 333.258 4.099.411
Tekjur frá öðrum 0 0
Fjármagnstekjur 0 0
Tekjur samtals: 333.258 4.099.411
Frádregin staðgreiðsla 54.018 648.216
Frádreginn fjármagnstekjuskattur 0 0
Afborganir krafna hjá TR: 0 0
Samtals ráðstöfunartekjur eftir skatt: 279.240 3.350.880 “
Hulda Björnsdóttir