Eru íslenskir þingmenn almennt með um 3-4 milljónir í laun á mánuði?

25.April 2021

Vegna fullyrðingar um laun þingmanna set ég hér inn athugun á málinu og upplýsingar fengnar af vef Alþingis.

Fullyrðingin sem ég er að reyna að finna út hvernig er rökstudd var þessi:

ÖRYRKI FÆR 2,5 – 3,0 MILLJÓNIR KRÓNA FRÁ ÍSL. RÍKINU Á ÁRI!

ALÞINGISMENN OG RÁÐHERRAR ERU MEÐ UM 3-4 MILLJÓNIR Á MÁNUÐI Í LAUN!

Það er ekki okkur til framdráttar sem erum að berjast fyrir bættum kjörum eldri borgara og öryrkja að fullyrðingar séu ekki réttar.

Ég er ekkert endilega að segja að Valgeir Matthías Pálson fari með rangt mál, ég er einfaldlega að fara fram á að hann sýni mér hvernig þessar tölur hans eru byggðar upp !

Hann hefur ekki svarað mér enn og ég hlakka til að heyra frá honum. Hann getur til dæmis látið comment hér fyrir neðan þar sem ég mun deila blogginu á Facebook, en þaðan er fullyrðing hans komin.

HÉR ER ÞAÐ SEM ÉG AFRITAÐI AF VEF ALÞINGIS INNAN GÆSALAPPA

“Laun og kostnaðargreiðslur þingmanna

Á þessari vefsíðu eru birtar upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra. Hægt er að skoða fyrir hvern þingmann m.a. hver laun hans eru (þ.m.t. álagsgreiðslur), hverjar eru fastar kostnaðargreiðslur til hans (t.d. húsnæðis- og dvalarkostnaður) og hvað hann hefur fengið endurgreitt fyrir útlagðan kostnað (t.d. ferðakostnaður innanlands).

Nöfn þingmanna eru birt í stafrófsröð. Þegar smellt er á nafn þingmanns birtast upplýsingar um hann. Þar er hægt að smella á einstaka kostnaðarþætti, t.d. húsnæðis- og dvalarkostnað, og fá upplýsingar um hvað felst í þeim kostnaðargreiðslum.

Venjulegur þingmaður eða þannig hefur í laun þingfararkaup og lítið annað samkv. þessu yfirliti.

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir

Laun (þingfararkaup)      1.210.368 kr.

Fastar mánaðarlegar kostnaðargreiðslur

Húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðsla    134.041 kr.

Álag á húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslu       53.616 kr.

Fastur ferðakostnaður í kjördæmi             30.000 kr.

Fastur starfskostnaður  40.000 kr.

Fastar mánaðarlegar launagreiðslur Brynjar Nielsen

Laun (þingfararkaup)      1.210.368 kr.

Álagsgreiðsla sem varaforseti Alþingis     181.555 kr.

Álagsgreiðsla sem 2. varaformaður nefndar          60.518 kr.

Samtals launagreiðslur   1.452.441 kr.

Fastar mánaðarlegar kostnaðargreiðslur

Fastur ferðakostnaður í kjördæmi             30.000 kr.

Fastur starfskostnaður  40.000 kr.

Fastar mánaðarlegar launagreiðslur Inga Sæland

Laun (þingfararkaup)      1.210.368 kr.

Formaður stjórnmálaflokks sem ekki er ráðherra 605.184 kr.

Samtals launagreiðslur   1.815.552 kr.

Fastar mánaðarlegar kostnaðargreiðslur

Fastur ferðakostnaður í kjördæmi             30.000 kr.

Fastur starfskostnaður  40.000 kr.

Bjarni Benediktsson  (Allar aðrar greiðslur eru greiddar af ráðuneyti viðkomandi ráðherra og koma ekki fram hér á vef Alþingis

Fastar mánaðarlegar launagreiðslur

Laun (ráðherra- og þingfararkaup)            2.007.333 kr.

Fastar mánaðarlegar kostnaðargreiðslur

Fastur starfskostnaður  40.000 kr.

Steingrímur J. Sigfússon

Fastar mánaðarlegar launagreiðslur

Laun forseta Alþingis      2.007.333 kr.

Fastar mánaðarlegar kostnaðargreiðslur

Húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðsla    134.041 kr.

Fastur starfskostnaður  40.000 kr.”

Eftir því sem ég best fæ séð eru þingmenn almennt EKKI með 3 til 4 milljónir á mánuði en það getur svo sem vel verið að mér sé að förlast og ég komi ekki auga á eitthvað sem aðrir sjá.

Ef ég hef misst af einhverju þá endilega bætið úr vanþekkingunni því ekki vil ég gera þingmenn illa launaða, eða verr launaða en þeir eru í raun og veru.

Ég veit að það eru einhverjar aukagreiðslur sem þeir fá en hvort þær nemi milljón eða meiru á mánuði get ég ekki séð.

Hér að neðan eru svo reglur um greiðslur til þingmanna afritaðar af vef Alþingis ef einhver nennir ekki að fletta upp á vef þingsins:

“Þingfararkaup og þingfarar­kostnaður alþingismanna

Kveðið er á um laun og önnur kjör alþingis­manna í lögum um þingfararkaup alþingis­manna og þingfarar­kostnað, nr. 88/1995, með síðari breytingum. Samkvæmt 15. grein laganna skal þingfararkaup taka breytingum 1. júlí ár hvert. Hagstofa Íslands reiknar og birtir fyrir 1. júní hlutfallslega breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næstliðið almanaksár. Við launaafgreiðslu fyrir júlí uppfærir Fjársýsla ríkisins krónutölufjárhæð til samræmis við tölur Hagstofunnar.

Forsætisnefnd Alþingis ákveður aðrar greiðslur samkvæmt lögum þessum og setur nánari reglur um þær.

Ferðakostnaður innan lands

Auk fastrar greiðslu fyrir ferðakostnað í kjördæmi eiga þingmenn rétt á að fá endurgreiddan ferðakostnað milli heimilis og Alþingis á eigin bifreið, bílaleigubíl, eða með almenningsfarartækjum. Sérstakt ákvæði er um þingmenn sem búa utan Reykjavíkur og aka daglega til og frá vinnustað. Samanber reglur um þingfararkostnað og vinnureglur um ferðakostnað innanlands.

Húsnæðis- og dvalarkostnaður

Þingmaður fyrir kjördæmi utan Reykjavíkur­kjördæma suður og norður og Suðvestur­kjördæmis fær fasta upphæð mánaðarlega til að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði í Reykjavík. Búi hann í Reykjavík eða nágrenni er fjárhæðin ætluð til að standa undir sams konar kostnaði í kjördæmi. Þá getur þingmaður, sem þarf að halda tvö heimili, sótt um 40% álag. Reglur um álagið er að finna í reglum um þingfarar­kostnað, sbr. 3. mgr. 2. gr. Sérreglur eru um greiðslur til þingmanna er búa utan Reykjavíkur­kjördæma- suður og norður og Suðvestur­kjördæmis og aka daglega milli Alþingis og heimilis, sbr. 3. mgr. 4. gr. reglna um þingfarar­kostnað.

Símakostnaður

Samkvæmt 9. gr. laga um þingfararkaup á alþingismaður rétt á að fá endur­greiddan símakostnað sem tengist þingstörfum hans.

Þingmaður getur fengið endurgreiddan kostnað við kaup á GSM-síma, allt að 80 þús. kr.

Ferðakostnaður erlendis

Almenna reglan er að ferðakostnaður er greiddur í samræmi við reglur um greiðslu ferðakostnaðar á vegum ríkisins sem ferða­kostnaðar­nefnd gefur út og birtar eru opinberlega. Alþingismenn eiga þó rétt á að fá greiddan gistikostnað (hótelherbergi) og 50% fullra dagpeninga til viðbótar. Þá er tekin staðgreiðsla skatta af hluta greiðslunnar samkvæmt ákvörðun ríkisskattstjóra.

Þingmaður skal greiða ferðir til og frá flugvöllum heima og erlendis af dagpeningum. Starfsfólk fjármálaskrifstofu gerir ferðareikning í lok ferðar.

Starfskostnaður

Samkvæmt 9. gr. laga um þingfararkaup eiga alþingismenn rétt á að fá endurgreiddan kostnað sem hlýst af starfi þeirra. Hámark slíkrar greiðslu er nú 480.000 kr. á ári.

Í 8. gr. reglna um þingfararkostnað eru nánari upplýsingar um starfskostnað og hvað fellur þar undir.

Fundir, ráðstefnur, námskeið o.fl. á eigin vegum

Þingmaður getur sótt fundi, ráðstefnur, námskeið o.fl. án þess að slíkt sé beinlínis á vegum Alþingis. Starfskostnaði er m.a. ætlað að standa undir slíkum útgjöldum.”

Ég vona að þetta sé aðgengilegt fyrir einhverja en bendi enn og aftur á að ALLAR upplýsingar um kjör almennra þingmanna er hægt að finna á vef Alþingis en ráðherrakjörin eru að því er mér sýnist leyndarmál af því að sérgreiðslur eru greiddar af viðkomandi ráðuneyti.

Kannski er hægt að finna greiðslur frá ráðuneytum en ég nenni ekki að leita að þeim.

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: