Er formaður stjórnmálaflokks valdalaus?

24. febrúar 2021

Er Samfylkingin hliðholl eldri borgurum?

Mér datt þetta í hug enn einu sinni í morgun þegar ég las á Facebook svar Loga, sem er formaður fylkingarinnar.

Spurt var:

„Verður afnám tekjutenginga eldri borgara á stefnuskrá Samfylkingarinnar fyrir haustkosningarnar?“

**********

Svar Loga:

“Nú er grunnstefna Samfylkingarinnar til umræðu og vinnslu í málefnanefndum og aðildarfélögum flokksins um allt land, þar bera almennir flokksmenn hitann og þungann af þeirri vinnu.

Hún verður síðan lögð fram, rædd og samþykkt á flokkstjórnarfundi þann 13. mars næst komandi.

Í framhaldi af því munum við síðan móta kosningastefnu og áherslur flokksins út frá samþykktri stefnu.

Þær áherslur verða síðan kynntar í framhaldinu.”

Þetta svar kom mér alls ekki á óvart. Ég hef fylgst með Formanninum þó nokkuð og ekki fengið á tilfinninguna að hann væri æstur baráttumaður fyrir bættum kjörum eldri borgara.

„En hann er jú bara formaður og ræður ekki einn“ gæti einhver sagt.

Það er alveg rétt en allir þeir sem hafa einhvern tímann starfað í einhverjum félagsskap vita að formenn félaga hafa ansi mikil áhrif.

Nú er fylkingin komin með eldri borgara frekar hátt á lista og einhverjir vongóðir um að eitthvað fari að gerast í málefnum þessa hóps !

Bjartsýni mín er nú ekki upp á marga fiska. Þó að einn eða tveir eldri borgarar komist á þing og talsmaður hersins í formannssæti LEB er björninn langt frá því unninn.

Ég ætla ekkert að efast um góðan vilja þeirra sem setjast í þægilegu sætin við Austurvöll eftir næstu kosningar. Auðvitað vill þetta fólk allt öllum vel en forgangsröðin er líklega ekki alveg á pari við það sem ég vildi að hún væri en auðvitað kemur mér þetta ekkert við, hef ekki kosningarétt á landinu.

Ég er hætt að skrifa um kjör eldri borgara og öryrkja og fátækra á Íslandi. Ég er búin að játa mig sigraða. Einhver spurði hvað ég ætlaði að gera í þessum málum. Mér fannst ég ekki alveg vera með á nótunum og spurði til baka hvað maðurinn ætlaði að gera? Svarið sem ég fékk var „ég er að spyrja þig“

Eftir að hafa upplýst gaurinn um að ég hefði skrifað undanfarin 4 ár um þessi mál, sent bréf til þingmanna, talað við þingmenn og kvartað, sagði blessaður að ekkert þýddi að skrifa, þingmenn svöruðu aldrei bréfum !  Ég nennti ekki að halda áfram umræðunni við gaurinn en hefði getað sagt honum að ég hefði stundum fengið svör !

Það er nú hálf snúið að GERA eitthvað annað í málinu þegar ég bý erlendis!

Ég er ekkert að eltast við svona athugasemdir enda hætt að reyna nokkurn skapaðan hlut til þess að hafa áhrif.

Mér fannst hins vegar ástæða til þess að setjast niður við tölvuna eftir að ég sá svar formanns Samfylkingarinnar.

Hann veit vel sjálfur að hann hefur þau áhrif sem hann vill. Það hefði verið heiðarlegra að segja bara eins og er í stað þess að pota svarinu til grasrótarinnar.

Ég er auðvitað grútspæld yfir því að uppáhalds þingmaðurinn minn í Samfylkingunni verði ekki lengur í aðstöðu innan flokksins til þess að halda á lofti áhugamálum mínum, þ.e. kjörum eldri borgara, öryrkja og fátækra á Íslandi. Ég er eiginlega í sannleika sagt öskureið.

Ef það er eitthvað sem fer í taugarnar á mér þá eru það loforð stjórnmálamanna, loðin svör þeirra og „ekki neitt“ svör.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: