Réttindi fyrir þá sem eiga ENGIN EÐA TKAMÖRKUÐ réttindi frá almannatryggingum á íslandi

20. 11. 2020

Afritað af vef TR

Félagslegur viðbótarstuðningur við aldraða

Nýtt úrræði sem er ætlað að styrkja framfærslu 67 ára og eldri sem búsettir eru hér á landi og eiga engin eða takmörkuð lífeyrisréttindi í almannatryggingum kemur til framkvæmda 1. nóvember 2020.

Einstaklingar sem eru 67 ára og eldri með engin eða takmörkuð lífeyrisréttindi í almannatryggingum og með tekjur undir 231.110 kr. á mánuði geta átt rétt á viðbótarstuðningi við aldraða.

Hægt er að sækja um á Mínum síðum TR. Réttindi eru ákvörðuð í 12 mánuði í senn og þarf þá að sækja um að nýju.

Samhliða umsókn um viðbótarstuðning þarf umsækjandi að koma í þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar eða umboð stofnunarinnar og staðfesta dvöl sína hér á landi.

Skilyrði:

  • Að vera 67 ára eða eldri.
  • Að hafa fasta búsetu og skráð lögheimili hér á landi og dvelja hér varanlega.
  • Ef um erlendan ríkisborgara er að ræða þarf hann að hafa ótímabundið dvalarleyfi hér á landi eða rétt til ótímabundinnar dvalar.
    • Við sérstakar aðstæður er heimilt að veita undanþágu frá ótímabundnu dvalarleyfi. T.d ef erlendur ríkisborgari er með dvalarleyfi sem getur verið grundvöllur ótímabundins dvalarleyfis. Gerð er krafa um búsetu og lögheimili hér á landi í tvö ár.
  • Að hafa sótt um og tekið út að fullu öll réttindi sem hann kann að eiga eða hafa áunnið sér.
  • Að mæta í eigin persónu í þjónustumiðstöð Tryggingastofunar að Hlíðasmára 11 eða til umboða um allt land til að staðfesta dvöl hér á landi.

Sækja um á Mínum síðum

Hvar finn ég lögin?

Spurt og svarað

Er hægt að sækja um aftur í tímann?

Hægt er að sækja um þrjá mánuði aftur í tímann.

Fram til 31. janúar 2021 er hægt að sækja um frá gildistöku laganna, 1. Júlí 2020.

Hvaða önnur réttindi fylgja viðbótarstuðningi?

Ef umsækjandi er einhleypur og býr einn er hægt að sækja um heimiliuppbót.

Hver er upphæð viðbótarstuðningsins?

Réttindi viðbótarstuðnings við aldraða getur mest numið 90% af ellilífeyri og 90% af heimilisuppbót.

Upphæð fulls viðbótarstuðnings er 231.110 kr.

Upphæð fullrar heimilisuppbótar viðbótarstuðnings er 58.400 kr.

Forsendur miðast við árið 2020

Hver eru áhrif tekna og frítekjumarka á viðbótarstuðning?

Viðbótarstuðningur er tekjutengdur og almennt frítekjumark er 25.000 kr. á mánuði. Tekjur umfram frítekjumark dragast frá greiðslum.

Þarf að sækja um réttindi annars staðar?

Umsækjendur verða að sækja um öll réttindi áður en sótt er um viðbótarstuðning frá Tryggingastofnun s.s. launatengd réttindi, greiðslur almannatrygginga, félagslega aðstoð ríkisins sem og innlendar og erlendar lífeyrissjóðsgreiðslur.

Hafa eignir áhrif?

Ef eignir í peningum og verðbréfum eru meiri en sem nemur 4.000.000 kr. er ekki réttur til greiðslna.

Hvaða gögnum þarf að skila með umsókn?

Auk umsóknar, sem best er að skila inn á Mínum síðum, þarf að skila inn tekjuáætlun.

Kallað er eftir öðrum gögnum til að staðfestingar á rétti til viðbótarstuðnings

Get ég ferðast erlendis samhliða viðbótarstuðningnum?

Greiðsluréttur fellur niður ef dvalið er lengur en 90 daga á hverju 12 mánaða greiðslutímabili.

Hverjir geta ekki sótt um?

Einstaklingar sem ekki eru búsettir hér á landi og lífeyrisþegar með 90% réttindi eða meira í almannatryggingakerfinuValmynd

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: