Ómerkilegir íslenskir flottræflar sem ekki borga skatta í búsetulandi ?

25. september 2020

Þessi mánuður er alveg að verða búinn og ég get varla beðið.

Erfiðasti mánuður í mínu minni, eða allavega í langan tíma hefur ástandið ekki verið eins slæmt og núna.

Gengið er að drepa mig og þá sem búa erlendis og auðvitað líka þá sem búa á Íslandi en ég ætla að tala um útlagana núna.

Hvers vegna er ég að drepast úr einhverju núna af því að gengið er svo óhagstætt?

Jú, það er einfaldlega þannig að ég sinni skyldu minni og greiði skatta í Portúgal, þar sem ég bý og hef búið undanfarin tæp 10 ár. Við greiðum skatta eftirá og þegar gengið fór til helvítis var ég ekki búin að safna fyrir öllum þúsundunum sem ég á að borga, átti fyrir helmingnum og er nú að streða við standa við mitt.

Vinkona mín sagði mér að ég ætti ekki að borga skatta af eftirlaunum þar sem ég byggi í Portúgal!

Þessi vinkona mín veit líklega betur en ég sem bý hérna en hún hefur sína kunnáttu frá óprúttnu fólki sem hefur fengið ómerkilega glæpa lögfræðinga til þess að fiffa fyrir sig málin þannig að litið sé á eftirlaunin sem auðæfi auðkýfinga og þar af leiðandi hægt að komast undan því að greiða til þjóðfélagsins hér.

Það gerðist hér fyrir nokkrum árum að yfirvöld ákváðu að búa til kerfi til þess að laða að milljónamæringa til þess að fjárfesta og bæta hag þjóðarinnar. Þetta kerfi var fyrir milljónamæringa en eins og alltaf er í öllum kerfum geta óprúttnir glæponar fundið smugur og nýtt sér. Bretar hafa til dæmis verið einkar duglegir við að nota lögfræðinga sem sjá sóma sinn í glæpum.

Það eru nokkrir Íslendingar sem mér er kunnugt um sem búa hér og borga ekki til samfélagsins.

Ég verð að segja eins og er að mér finnst þetta fólk ómerkilegt og tala nú ekki um þar sem sumir hafa verið háværir að gagnrýna mafíuna á Íslandi sem neitar að hækka eftirlaun hjá hinum almenna borgara.

Ég bý í frekar fátæku landi þar sem lágmarkslaun eru rétt um 700 evrur á mánuði. Á því þarf fólk að lifa og margir vinna margfalda vinnu til þess að ná endum saman.

Íslensku skattsvikararnir nýta sér heilsugæslu og alla opinbera þjónustu í landinu sem þeir þykjast of góðir til þess að borga skatta í.

Þvílík skömm að tilheyra þeim. Ég reyni að láta Portúgalska vini mína ekki vita af því að ég þekki eitthvað af svona fólki. Ég skammast mín þegar ég sé vini mína streða við að ná endum saman á sama tíma íslenskir AUÐKÝFINGAR láta ekki svo lítið að greiða til samfélagsins en þyggja án þess að blikna heilsugæslu og kvarta jafnvel yfir því að hún skuli ekki vera frí.

Það er varla hægt að leggjast lægra en að láta fátæka Portúgala sjá fyrir þeirri opinberu þjónustu sem íslenskir eftirlaunaþegar nýta sér í landinu, því það er það sem gerist ef ekki eru greiddir skattar til samfélagsins.

Sumir hafa flutt fínu drossíurnar frá Íslandi með sér og hafa fengið glæpalögfræðinga í Lissabon til þess að redda því máli og þessum flottu Íslendingum þykir þetta bara flott fyrirkomulag.

Íslensk skattayfirvöld ættu líklega að skoða þessa brottfluttu íslensku flottræfla en það er væntanlega borin von.

Svíar stoppuðu upp í þennan leka og kannski ættu íslensku skattayfirvöldin að gera það líka.

Frá því í mars hafa reglur breyst þannig að nú þurfa flottræflar sem flytjast á framfæri Portúgala að greiða að minnsta kosti 10 prósent af innkomu sinni í skatta til samfélagsins.

Þeir sem hafa komist inn í svikamylluna eru reyndar ekki á framfæri Portúgala nema í 10 ár og þá þurfa ræflarnir að borga eins og ég og aðrir heiðarlegir borgarar, skatta á hverju ári.

Það eru aumingjar sem gagnrýna íslenskt kerfi og hamast í því hvað það sé óréttlátt og fari illa með þá sem hafa minna, en leggjast svo á garðinn hjá fátækum löndum úti í heimi og láta fátæka íbúa landanna sjá fyrir sér.

Ég fyrirlít heitt og innilega svona tvískynnung.

Útlagarnir í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og ef til vill fleiri löndum þurfa margir að borga skatta í báðum löndum. Ég borga alla mína skatta hér í Portúgal en þeir eru hreint ekki lægri en á Norðurlöndum, einfaldlega þar sem eftirlaun á Íslandi eru hærri en hér í Portúgal og flokkast undir háa skattprósentu.

Einhverjir af flottræflunum verða líklega reiðir þegar þeir sjá þessi skrif mín og mér er nokk sama um það. Það er borin von að þeir sjái að sér og sinni skyldu sinni en það gæti hugsast að til dæmis bílasvindl kæmist upp og yrði dýrt fyrir viðkomandi. Það er nefninlega þannig að glæpagengið í Lissabon er undir smásjá og yfirvöld að taka það ásamt viðskiptavinum í gegn smám saman. Sektirnar eru ekkert til þess að hlæja að, það veit ég fyrir víst.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: