Við eigum ekkert val! Það er bara þannig. Við erum landflótta vegna fátæktar!

26.ágúst 2020

Ein ágæt kona á Íslandi sagði:  

Já, já, eftirlaun/ellilífeyrir er of lítill en að það þurfi að gera eitthvað sérstaklega fyrir það fólk sem kýs/kaus að búa erlendis, það skil ég ekki. Það hlýtur að vera val hvers og eins.

Ég hef ekki trú á því að þessi ágæta manneskja sem ég þekki ekki neitt, en fletti upp á facebook profile hennar, sé með lág eftirlaun.

Það bregður oft við þegar ég skrifa um bág kjör þeirra sem komnir eru í þá stöðu að þurfa að velja á milli hvort þeir búi á Íslandi og komast ekki af, eða hvort þeir taki þann kost að flytja til ódýrari landa og búa erlendis þar sem hugsanlega er hægt að eiga fyrir mat alla daga ársins og hafa þak yfir höfuðið og þurfa ekki að vera eins og niðursetningur á Íslandi bara af því að fólk er annað hvort fátækt, öryrkjar eða eldri borgarar sem hafa verið millistétt eða neðar í skalanum á starfsævinni, að upp rísa nokkrir sem tala um þetta val sem blessað fólkið á.

Staðreyndin er þessi: Það er ekkert val.

Það er ekki val að þurfa að horfa á diskinn sinn tómann síðustu daga mánaðarins.

Það er ekki val að eiga ekki fyrir mat handa börnunum.

Það er ekki val að geta ekki farið til læknis af því það eru ekki til peningar fyrir þjónustunni eða lyfjunum.

Það er ekki val að horfa fram á að annað hvort svelti maður eða fari.

Það er ekki val að hröklast í burtu frá ættingjum og vinum til þess að geta dregið fram lífið og ekki dáið úr hungri.

Það er ekki val að geta ekki valið hvar maður býr vegna peninga.

Það er bláköld staðreynd hjá mörgum að annaðhvort er að duga eða drepast og eina ráðið er að fara.

“Rúm­lega 47 þúsund Íslend­ing­ar eru bú­sett­ir er­lend­is og 44 þúsund er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar eru bú­sett­ir hér á landi, að því er fram kem­ur í yf­ir­liti Þjóðskrár yfir skrán­ingu ein­stak­linga. Þá var fjöldi ein­stak­linga sem bú­sett­ir voru á Íslandi 356.789 þann 1. des­em­ber 2018.

Norður­lönd­in eru enn vin­sæl­asti áfangastaður Íslend­inga og eru um 62% allra ís­lenskra rík­is­borg­ara sem búa er­lend­is bú­sett­ir þar. Tæp­lega 11 þúsund Íslend­ing­ar eru bú­sett­ir í Dan­mörku, 9,5 þúsund í Nor­egi og 8,7 þúsund í Svíþjóð.

Næst á eft­ir þess­um ríkj­um eru Banda­rík­in og eru 6.492 ein­stak­ling­ar með ís­lenskt rík­is­fang bú­sett­ir þar. Þá eru rúm­lega tvö þúsund bú­sett­ir í Bretlandi og um sex­tán hundruð í Þýskalandi, en mun færri ann­ars staðar.”

Líklega hefur þeim sem búa erlendis fjölgað á þessum 2 árum sem liðin eru frá því að ofangreindar tölur birtust.

Ég þekki ótal marga Íslendinga sem vildu miklu heldur búa á Íslandi og geta heimsótt vini og vandamenn reglulega og átt eðlileg samskipti við þá sem þeir hafa alist upp með.

Ég þekki líka ótal marga Íslendinga sem geta ekki hugsað sér að flytja brott af landinu og yfirgefa æskustöðvarnar.

Báðir þessir hópar standa frammi fyrir því að gengi krónunnar stjórnar lífi þeirra og getur kippt undan þeim fótunum á augnabliki, eins og nú er að gerast.

Það er hart að velstæðir Íslendingar skuli ekki bara halda sig til hlés í þessari umræðu og láta okkur hinum eftir að kvarta yfir óréttlæti því sem okkur finnst vera í gangi.

Það er ekki þannig að ég skrifi aldrei um betri líðan okkar sem búum erlendis þegar krónan er í jafnvægi. Sú staða fær alveg jafn mikla umfjöllun hjá mér en núna, akkúrat núna og undanfarna mánuði er gjaldmiðillinn ekki í jafnvægi og ekkert gott sem ég get sagt um krónuna, eða stjórn sem stýrir henni. Það er bara þannig núna.

Ég gleðst með ykkur sem hafið það flott og þurfið aldrei að spá í matarbita næsta dags eða næstu viku. Ég veit að það er þó nokkuð stór hópur ykkar og það er vel. Samt breytist ekkert við þessa gleði mína varðandi líðan okkar sem eigum ekki auðæfi til þess að halla okkur upp að. Við erum og verðum á meðan ekkert breytist öreigar Íslands sem er ýtt út úr landinu og okkur ekki gefinn kostur á því að vera þar sem mörg okkar helst vildu vera.

“Já, já, eftirlaun/ellilífeyrir er of lítill en að það þurfi að gera eitthvað sérstaklega fyrir það fólk sem kýs/kaus að búa erlendis, það skil ég ekki. Það hlýtur að vera val hvers og eins”

Virðulega frú sem lést OFANGREINT út úr þér í dag, Ég fullvissa þig um að það er EKKERT VAL það er bara NEYÐ SEM REKUR OKKUR Í BURTU.

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: