Veistu hvað hálfur ellilífeyrir er, og fyrir hverja hann er ?

4.júlí 2020

Áfram um réttindi eftir að eftirlaunaaldri er náð og spurning hvort þú sem ert 60 ára eða meira hefur kynnt þér framtíðina sem blasir við.

Hvað í veröldinni er hálfur lífeyrir frá TR á móti hálfum lífeyri frá Lífeyrissjóði? Ég hvet ykkur til þess að lesa þetta af athygli. Hér eru upplýsingar beint af vef Tryggingastofnunar og ekkert fer á milli mála, eða þannig. Spurningar og svör sem kannski uppýsa málið eitthvað. Á morgun og næstu daga ætla ég að halda áfram að koma með svona upplýsingar og halda mig við eitt málefni í hverjum pistli.

“Hálfur ellilífeyrir

Mögulegt er að taka 50% ellilífeyri hjá TR á móti 50% lífeyri frá lífeyrissjóðum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Sé þessi leið valin hafa tekjur ekki áhrif á greiðslur hálfs ellilífeyris frá TR.

Skilyrði:

  • Vera 65 ára eða eldri
  • Að allir skyldubundnir lífeyrissjóðir, innlendir og erlendir, sem viðkomandi á rétt í hafa samþykkt töku á hálfum lífeyri
  • Að samanlögð réttindi frá öllum lífeyrissjóðum og TR séu að lágmarki jöfn fullum ellilífeyrir hjá TR
  • Að greiðslur frá lífeyrissjóðum og TR hefjist samtímis

Ef valið er að taka hálfan ellilífeyri frá TR við 65 ára aldur lækkar sá helmingur varanlega. Hægt er að fresta töku þess helmings sem eftir er gegn varanlegri hækkun greiðslna. Einnig er hægt að sækja um fullan ellilífeyri við 67 ára aldur.

Sækja um á Mínum síðum

Spurt og svarað

Er hægt að flýta eða fresta töku hálfs lífeyris?

Meginreglan er að taka ellilífeyris hefjist við 67 ára aldur. Ef hálfum ellilífeyri er flýtt eða frestað þarf sérútreikningur á réttindunum að koma til.

Töku flýtt: Greiðslur geta hafist við 65 ára aldur. Þá kemur til lækkun á þann hluta sem er tekinn og frestaði hlutinn hækkar ef honum er frestað fram yfir 67 ára aldur.

Töku frestað: Hægt er að fresta töku ellilífeyris allt til áttræðs. Þá kemur til hækkun á þann hluta sem tekinn er eftir 67 ára aldur og frestaði hlutinn heldur áfram að hækka þar til fullur ellilífeyrir er tekinn. 

Reiknivél lífeyris.

Til að réttindi myndist við snemmtöku þarf réttur hjá lífeyrissjóðum og Tryggingastofnun að ná að lágmarki fullum ellilífeyri almannatrygginga.

Fyrstu 12 mánuðina lækka greiðslur um 6,6% (0,55*12)

Næstu 12 mánuði lækka greiðslur um 6,0% (0,5*12)

Umsækjandi sem flýtir töku um 24 mánuði er með 87,4% greiðslurétt.

Fullur ellilífeyrir 2020 er 256.789 kr. á mánuði.

Hálfur lífeyrir er 128.395 kr. á mánuði.

Greiðsla frá Tryggingastofnun er því 112.217 kr.

Greiðslur úr lífeyrissjóði verða því að vera 144.572 kr.

Hvar finn ég réttindi mín hjá lífeyrissjóðum?

  • Hægt er að fá yfirlit yfir réttindi hjá allflestum skyldubundnum lífeyrissjóðum innanlands á lifeyrisgattin.is. 
  • Hægt er að reikna áætlaðar greiðslur frá TR á reiknivél á tr.is
  • Umsækjendur um töku hálfs ellilífeyris þurfa að  kanna rétt hérlendis og erlendis hjá öllum skyldubundnum lífeyrissjóðum sem hann gæti átt rétt í.  

Er hægt að fá heimilisuppbót með hálfum lífeyri?

  • Já. Þeir sem eru einhleypir og búa einir geta átt rétt á heimilisuppbót.
  • Með hálfum ellilífeyri greiðist hálf heimilisuppbót.
  • Heimilisuppbót með hálfum ellilífeyri er ekki tekjutengd.
  • Ef lífeyrisþegi er ekki í eigin húsnæði þarf að skila inn húsaleigusamningi. 
  • Sækja þarf um heimilisuppbót.

Eru einhver tengd réttindi með töku hálfs ellilífeyris?

Sömu tengdu greiðslur fylgja töku hálfs lífeyris hjá TR og töku fulls lífeyris s.s. barnalífeyrir og uppbót vegna reksturs bifreiðar. 

Hvernig sæki ég um?

Get ég dregið umsóknina til baka?

Hægt er að draga umsókn um ellilífeyri til baka innan 30 daga eftir að niðurstaða um réttindi hjá TR liggur fyrir. Þannig getur fólk metið hvort það vill byrja að fá greiðslur frá TR eða njóta frestunar og fá þá hækkun á greiðslur.  Ef greiðsla hefur átt sér stað þarf að endurgreiða TR að fullu ef umsókn er dregin til baka. Tilkynnt er um afturköllun umsóknar á Mínum síðum, undir „Umsóknir“.

Tekjur hafa ekki áhrif á greiðslur hálfs lífeyris því þarf ekki að skila inn tekjuáætlun.  Það gildir um allar skattskyldar tekjur, s.s. atvinnutekjur, lífeyrissjóðstekjur og fjármagnstekjur.

Já, því tekjur hafa ekki áhrif á greiðslur hálfs ellilífeyris frá TR.

Get ég farið af hálfum ellilífeyri á fullan ellilífeyri?

  • Já, hvenær sem er en aðeins er hægt að færa sig á milli leiða einu sinni.
  • Allar skattskyldar tekjur hafa áhrif á útreikning fulls ellilífeyris og því mikilvægt að skila tekjuáætlun til TR.
  • Skila þarf umsókn um ellilífeyri og tekjuáætlun af Mínum síðum á tr.is. 

Get ég farið af fullum ellilífeyri á hálfan ellilífeyri?

  • Já, það er hægt einu sinni á tímabilinu  1. janúar 2018 – 31. desember 2019 svo framarlega sem lífeyrissjóðirnir samþykki töku á hálfum lífeyri og að samanlögð réttindi frá öllum lífeyrissjóðum og TR séu að lágmarki jöfn fullum ellilífeyrir hjá TR.
  • Ef farið er af fullum ellilífeyri yfir á hálfan kemur ekki til hækkunar á ellilífeyri vegna frestunar.” Tilvitnun í vef TR lýkur

Enn og afturt hvet ég ykkur til þess að kynna ykkur málin fyrr en seinna.

Þetta fyrirkomulag, þ.e. hálfur lífeyrir er líklega ekki fyrir þá sem verr eru settir en full ástæða til þess að vita af möguleikanum og skoða hann vandlega.

Ég segi fyrir mína parta að mér finnst þetta fyrirkomulag vera hugsað fyrir hina betur stæðu og verð alltaf dálítið mikið pirruð þegar ég sé setninguna “ekki tekjutengt”

Við sem erum bara venjulegir ekki einu sinni hálfdrættingar á við suma megum sætta okkur við skerðingar upp á tugi prósenta af örfáum krónum frá Lífeyrissjóðum sem við höfum greitt í alla okkar hundstíð samkvæmt lögum í landinu.

Auðvitað á ég ekkert að vera að ybba mig yfir smámunum en við hverju er að búast frá útlaganum?

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: