Veistu hver réttindi þín til eftirlauna eru þegar þú verður 65 ára?

3.júlí 2020

Ef þið eruð 60 ára eða um það bil gæti verið fróðlegt að skoða hvað bíður ykkar eftir örfá ár.

65 ára gætuð þið farið að taka eftirlaun og þá breytist ýmislegt.

Þið gætuð líka hugsanlega beðið fram til 67 ára að fengið þá aðeins betri laun frá almannatryggingakerfinu.

Varðandi réttindi er hér úrdráttur af síðum Tryggingastofnunar:

„Þeir sem eru 65 ára og eldri og hafa búið á Íslandi í minnst þrjú ár eiga einhvern rétt á ellilífeyri.“

“Tekjuáætlun er forsenda greiðslna frá TR. Til að lífeyrisþegar fái réttar greiðslur er mikilvægt að skila inn tekjuáætlun. Allar skattskyldar tekjur eru skráðar á tekjuáætlunina:

  • Atvinnutekjur, lífeyrissjóður, tekjur frá stéttarfélagi og fjármagnstekjur eins og t.d. vextir af innistæðum, leigutekjur o.s.frv.
  • Greiðslur úr séreignasjóðum og vegna félagslegrar aðstoðar hafa ekki áhrif
  • Allar upphæðir þurfa að vera heildartekjur fyrir skatt (brúttó)”

Heildargreiðsla eftirlauna frá TR miðað við 100% réttindi er 256.789 kr. (fyrir skerðingar, innskot mitt)

Tekjur maka hafa almennt ekki áhrif á lífeyri frá TR. Hér er þá átt við tekjur t.d. frá atvinnu eða lífeyrissjóði.

Fjármagnstekjur eru hins vegar sameiginlegar með hjónum/sambúðarfólki og því hafa fjármagnstekjur maka áhrif á greiðslur frá TR. Heildar fjármagnstekjum er skipt til helminga á milli hjóna/sambúðarfólks.

Endurreikningur á greiðslum fer fram einu sinni á ári þegar tekjur frá fyrra ári liggja fyrir í staðfestu skattframtali.

Í endurreikningi er gerður samanburður á síðustu tekjuáætlun sem greiðslur voru reiknaðar út frá og tekjum samkvæmt skattframtali.

Ef tekjur hafa verið vanáætlaðar í tekjuáætlun myndast krafa við endurreikning greiðslna og ef tekjur hafa verið ofáætlaðar í tekjuáætlun myndast inneign.

Endurreikningur tryggir að allir fái rétt greitt frá TR.

Fylgiskjöl með umsókn

Þegar sótt er um ellilífeyri þarf að skila inn umsókn en auk þess þarf að skila inn eftirtöldum gögnum:

  • Staðfesting á að sótt hafi verið um hjá lífeyrissjóði
  • Tekjuáætlun
  • Upplýsingar um nýtingu skattkorts

Hægt er að skila inn öllum gögnum í gegnum Mínar síður. “

Það sem mig langar til þess að vekja athygli á er að fólk geri sér grein fyrir hvað bíður þegar það hættir að vinna.

Margir gætu haldið að greiðslur frá lífeyrissjóði komi til viðbótar við það sem greitt er frá TR en svo er ekki alveg. Tekjur frá lífeyrissjóði skerða greiðslur TR þannig að ef þú færð greitt frá lífeyrissjóði færðu ekki 256,789 krónur, það er alveg öruggt.

Ég hef áður hvatt fólk til þess að kynna sér málin fyrr en seinna. Það er ekki gott að sitja uppi með fjárhaginn í rúst þegar á að fara að hægja á vinnu og kannski njóta ávaxtar ævistarfsins.

Þið getið skoðað hvernig ykkar staða mundi vera með því að fara inn á reiknivél TR og setja þar inn upplýsingar um ykkur. Einnig hvet ég ykkur til þess að hafa samband við lífeyrissjóð sem þið hafið greitt í og athuga hvað þið munduð fá þaðan.

Varðandi þá sem hafa lagt í Séreignasjóð þá er ekki endilega nauðsynlegt að taka hann allan út í einu og lenda í geðveikum skatti sem étur upp mikinn hluta sparnaðarins. Ef hugað er að því í tíma þá er hægt að taka út séreignasparnað áður en farið er að taka eftirlaun frá TR og kannski að nota persónuafslátt í séreignina.

Það eru ýmsar leiðir en þær liggja ekki alltaf alveg efst í upplýsingabunkanum hjá stofnunum.

Það virðist vera sem eldri borgarar séu nú að fá baráttufólk í forystusveitina sem er gott mál því forysta Landssambandsins hefur verið fyrna léleg í mörg herrans ár og ætla ég ekki að fara út í þá sálma núna.

Kynnið ykkur endilega tímalega hvað bíður ykkar.

5 ár eru fljót að líða og hægt að nota þau til þess að taka eitthvað af kúfi erfiðleika sem hellst geta yfir þegar farið er út af vinnumarkaði og yfir á eftirlaun.

Eins og ég hef sagt áður þá er að sjálfsögðu til fólk sem hefur það fínt á eftirlaunum og á þessi pistill minn ekki erindi við það fólk.  Ég hef ekki áhyggjur af fyrrverandi alþingismönnum, bankastjórum, forstjórum og fleirum sem hafa komið sér vel fyrir og þurfa ekki að hafa áhyggjur af efri árum.

Ég sé ekki betur en að stjórnvöld á Íslandi líti svo á að eldri borgarar sem hafa það slæmt eigi ekki að hafa það neitt betra og séu einfaldlega í þeirri stöðu sem þeir eiga skilið að vera. Haldið áfram að lepja dauðann úr skel því peningarnir þurfa að fara í annað hljómar stundum hjárómlega frá strjórnarherrunum, kannski ekki alveg nákvæmlega með þessu orðalagi en meiningin er skýr.

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: