Tæknin er dásamleg ef við kunnum að nota hana

1.júlí 2020


Ég var að hugsa um hvað við erum í raun heppin í ástandinu sem varir víðast hvar um heiminn, Covid brjálæðinu.
Við getum haft samband við vini og kunningja í gegnum netið.
Við getum talað saman með vídeó símtölum út um allan heim og séð fólkið sem okkur þykir vænt um
Við getum sent heilu bækurnar á netinu og lesið þær á Símunum okkar!
Ég hef Kindle með mér og ef ég þarf að bíða einhvers staðar opna ég símann og er komin með góða bók til að stytta mér stundir.
Það er þó galli á gjöf njarðar.
Ekki eru allir með síma sem hægt er að nota eins og ég lýsti hér að ofan.
Ekki eru allir sem komnir eru til ára sinna tæknisinnaðir.
Við megum ekki gleyma því fólki, og verðum að finna lausn fyrir það fólk á Covid einangrunartíma.
Ég er ein af þessum heppnu
Hef unnið við tölvur frá því að ég var ung og get leyft mér að fara ótroðnar slóðir þegar mér dettur í hug.
Ég get talað við fólkið mitt í Ástralíu og Kína án þess að blikna, þarf bara að muna að við erum ekki á sama tímabelti.
Ég get jafnvel talað við fólk sem mér þykir vænt um á Íslandi og haft kær andliti þeirra fyrir framan mig á skjánum á tölvunni eða á símanum.
Ég get jafnvel ferðast um staði á Íslandi sem mig langar til þess að heimsækja og þarf ekki annað en að vera boðin í Videó samtal.
Tæknin hefur líka komið sér vel fyrir mig hér í landinu mínu. Ég þarf ekki að fara á staðinn til þess að greiða reikninga sem ekki eru millifærðir beint.
Allt er núna í gegnum netið.
Í dag þurfti ég reyndar að fara til lögreglunnar hér í þorpinu mínu og ræða við þá alvarlegt mál.
Ég kom að dyrnum læstum!
Hringdi bjöllunni og eftir nokkra stund var opnað fyrir mér og elskulegir lögregluþjónar hlustuðu á erindi mitt og sögðu mér hvað ég ætti að gera og hvað ég ætti ekki að gera.
Í bæ eins og mínum er lögreglan dásamleg. Þeir þekkja alla og við þekkjum þá flesta.
Ég get flandrast út á land í frí og beðið þá að fylgjast með að allt sé í lagi heima hjá mér á meðan.
Þegar ég var á spítalanum fyrir 3 árum eða eitthvað svoleiðis leystu þeir fyrir mig mál sem kom upp og þegar ég kom heim færðu þeir mér lykilinn með bros á vör.
Í gær var ég hálf óróleg út af máli sem ég komst að fyrir tilviljun en í dag er ég róleg.
Ég held mínu striki, nota netið og nútíma tækni fram í fingurgóma.
Lífið er bara dásemd og ekkert annað.
Ætli þetta hafi ekki verið hugvekja dagsins frá fréttaritarnum í Penela. Ég gæti trúað því.
Sjáumst
Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: