Þá hefja hinir bjartsýnu upp raust sína og garga ÚLFUR ÚLFUR !

18.júní 2020

ÉG ER BÆÐI REIÐ OG VONSVIKIN

Aðalfundur FEB í Reykjavík og nágrenni var þann 16.júní 2020
Þar var kosinn formaður og stjórn.
Formaðurinn var kosin Ingibjorg Sverrisdottir með yfirgnæfandi meirihluta.
Nú logar Facebook og segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé búinn að taka yfir Félagið!
Ha?
Þeir sem arga nú hæst um yfirtöku gætu hugsanlega sagt mér, fávísri og auðtrúa konunni, hverjir af þessum lista nýrrar stjórnar FEB eru í ríkisstjórn eða valdastöðum innan Sjálfstæðisflokksins?
Hverjir af þessum stjórnarmönnum hafa staðið í fararbroddi fyrir framkomu þeirra sem hafa verið og eru í ríkisstjórn?
Og svo þetta:
Haldið þið í alvöru og trúið því að ALLIR sem kjósa eða hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn, séu glæpamenn?

OFSTÆKIÐ GETUR GENGIÐ OF LANGT
OG
BARÁTTA FYRIR GÓÐUM MÁLSTAÐ GETUR TAPAST ÞEGAR ARGAÐ ER ÚLFUR ÚLFUR LÖNGU ÁÐUR EN HÆTTAN ER YFIRVOFANDI

Þá er það spurningin til ykkar.
Hverjir þessara nýju stjórnarmanna í FEB eru í valdastöðum innan SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS?

“Á fundinum var einnig kosið í stjórn og varastjórn, samtals sjö menn
Til tveggja ára í aðalstjórn voru kjörnir:
• Kári Jónasson með 313 atkvæði
• Sigurbjörg Gísladóttir með 300 atkvæði
• Viðar Eggertsson með 299 atkvæði
• Ingibjörg Óskarsdóttir var kosin í aðalstjórn til eins árs með 295 atkvæðum
Þrír voru kosnir í varastjórn til eins árs en þeir eru:
• Finnur Birgisson með 223 atkvæði
• Haukur Arnþórsson með 184 atkvæði
• Sverrir Örn Kaaber með 173 atkvæði”

Ég hef trú á þessari nýju stjórn. Ég þekki ekki alla sem þar eru en ég þekki suma og treysti þeim til þess að berjast fyrir leiðréttingu með kjafti og klóm.
Kannski ættuð þið að kynna ykkur hverjir hafa barist hvað harðast fyrir því að nú er farin af stað lögsókn gegn ríkinu vegna skerðinga TR.

Ég gæti gargað núna, og af allt öðru tilefni en vanalega.
Hættið að troða niður af ykkur skóinn!

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: