Er Sjálfstæðisflokkurinn kominn til valda hjá FEB í Reykjavík og nágrenni?

17.júni 2020

Er Sjálfstæðisflokkurinn búinn að taka yfir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni?

Þessi spurning kemur til vegna ummæla sem ég sá á Facebook.

Aðalfundur félagsins var haldinn í gær og var fjölmenni eins og vera ber í félögum sem gegna jafn mikilvægu hlutverki og FEB.

Ummælin sem vöktu mig til umhugsunar vour að Sjálfstæðisflokkurinn hefði smalað á fundinn til þess að koma til valda konunni sem kosin var sem formaður.

Ég ætla aðeins að segja mína skoðun á þessu en þar sem allir sem vita vilja þá er ég ekki aðdáandi núverandi Sjálfstæðisflokks, þó svo að í upphafi væri hann hið besta mál.

Núverandi ríkissjtórnarherrar eru ekki fyrir  almenning og maka krókinn eins og frekast er unnt.

Hins vegar ætla ég að leyfa mér að efast um að Ingibjörg hafi verið eða sé innsti koppur í búri flokksklíkunnar, eins og einhverjir vilja halda fram.

Ég hef séð hvernig Ingibjörg, Finnur og Wilhelm hafa barist áfram við að koma á stofn Málssóknarsjóði Gráa hersins, til þess að hægt væri að hefja málssókn gegn ríkinu varðandi skerðingar og hvernig farið er með lögbundinn sparnað í Lífeyrissjóði.

Ég hef hreint ekki hugmynd um hvaða stjórnmálaflokki allir sem kosnir voru í stjórn FEB í gær tilheyra. Ég hef þó sterkan grun um að sumir tilheyri ekki Sjálfstæðisflokki.

Mér finnst að við ættum að gefa Ingibjörgu tækifæri til þess að sýna okkur hvað hún gerir í starfi formanns stærsta félags eldir borgara á Íslandi.

Það verða ábyggilega margar einkennilegar raddir sem kveða sér hljóðs á næstunni og hengja alla stjórnina inn á sama spottann, spotta Sjálfstæðisflokksins.

Til þess að ný stjórn fái vinnufrið og tækifæri til þess að sýna hvaða stefnu hún ætlar að taka þætti mér eðlilegt að bíða með stóru yfirlýsingarnar í nokkrar vikur, alla vega.

Ef fólk heldur að nýr formaður félagsins tilheyri hálaunastéttinni þá efast ég stórlega um að svo sé. Hún er ein af þremur sem sækja málið gegn ríkinu og ég þykist vita að ekki hafi verið valinn fulltrúi sem veður í peningum!

Ég ætla að leyfa mér að biðja fólk um að sýna aðeins stillingu og bíða með dóminn yfir stjórninni í smátíma.

Standi stjórn FEB sig ekki í stykkinu er lítil hætta á því að ég þegi. Mér finnst hins vegar sanngjarnt að bíða og sjá hverju fram vindur og ég er vongóð um að við höfum fengið sterka baráttujaxla í forystu. Við þurfum svo sannarlega á þeim að halda.

Ég trúi því statt og stöðugt að barátta sé hafin fyrir bættum kjörum eldri borgara og að réttlæti komi í kjölfarið. Ég hef trú á Ingibjörgu og þeim sem verða með henni í baráttunni. Þurfi ég að éta trú mína ofan í mig þá geri ég það, en núna, á þjóðhátíðardegi árið 2020 ætla ég að leyfa mér þann lúxus að trúa á úrbætur.

Hér að neðan eru upplýsingar um hverjir voru kosnir í stjórn og varastjórn FEB í gær, 16.júní 2020

“Á fundinum var einnig kosið í stjórn og varastjórn, samtals sjö menn
Til tveggja ára í aðalstjórn voru kjörnir:
• Kári Jónasson með 313 atkvæði
• Sigurbjörg Gísladóttir með 300 atkvæði
• Viðar Eggertsson með 299 atkvæði
• Ingibjörg Óskarsdóttir var kosin í aðalstjórn til eins árs með 295 atkvæðum
Þrír voru kosnir í varastjórn til eins árs en þeir eru:
• Finnur Birgisson með 223 atkvæði
• Haukur Arnþórsson með 184 atkvæði
• Sverrir Örn Kaaber með 173 atkvæði”

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: