STÆRSTU BÓTAÞEGAR landsins, ríku fyrirtækin sem fengu covi bætur !

3.júní 2020
Þetta er gangurinn á genginu núna.
Í gær var dagurinn sem margir útlagarnir millifærðu af íslenska reikninginum yfir á þann sem þeir eiga í því landi sem þeir búa.
Það er aldrei hægt að stóla á gengið um mánaðamót. Það er þó hægt að treysta því að annaðhvort fer það UPP eða NIÐUR.
Mér er hugsað til öryrkjanna núna, þessa hóps sem hefur flúið land til þess að geta dregið fram lífið á peningum sem engan vegin duga fyrir allra nauðsynlegustu þörfum þeirra hvað þá að þeir eigi afgang og geti hugsanlega láitð sig dreyma um smá frí í sumar, rétt eins og venjulegt fólk.
Mér er hugsað til fátæka fólksins á Íslandi sem nú dregur fram lífið, lífið sem er ekkert líf, engin tilbreyting, ekki neitt annað en áhyggjur.
Mér er hugsað til eftirlauna fólksins sem hefur þrælað allt sitt líf hörðum höndum og bundið vonir við að einn góðan veðurdag kæmi dagurinn þar sem þau gætu lokið ævinni með reisn eftir vel unnin störf. Þetta fólk þarf nú að svelta hálfu hungri.
Allir þessir hópar horfa líklega til sunnudagsins þegar sjómannadagurinn rennur upp og hugsa: Gaman væri að geta veitt sér til dæmis betri mat en aðra daga.
Nei, það er ekki hægt, þeir sem gera sér dagamun eru STÆRSTU BÓTAÞEGAR landsins, fyrirtækin sem fengur covi bætur og greiddu út milljóna arð til eigenda áður en sótt var um bæturnar og sum voru svo farmsýn að falsa launaseðla!
Þetta eru BÓTAÞEGARNIR sem eru baggi á íslensku þjóðfélagi, fyrirtæki sem greiða sér arð og fá svo styrk frá ríkinu fyrir til að greiða fólkinu laun.
Hulda Bjornsdottir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: