Bannvæn ást ?

31.maí 2020

Bannvæn ást

Forboðin ást

Eitruð ást

Ást og ofbeldi

Lífið er stundum ótrúlegt.

Ég á góða vini í Danmörku og við drekkum stundum síðdegis kaffi eða te saman á Skype. Við höfum þekkst lengi, hún er kennari við háskóla og hann er rithöfundur.

Síðdegiskaffið okkar er skemmtilegt og við hlæjum mikið og tölum um allt milli himins og jarðar.

Fyrir nokkrum dögum  sá ég að eitthvað var í gangi, þau voru bæði svo íbyggin á svip. Við tölum auðvitað saman á dönsku og ég fæ þarna gott tækifæri til þess að halda við talmálinu.

Eftir nokkra stund sagði hann : Ég er að skrifa sögu og langar til þess að biðja þig til þess að lesa yfir nokkra kafla og segja mér hvað þér finnst!

Ég varð auðvitað hissa og glöð, þetta var spennandi og auðvitað sagði ég já um leið.

Nú hef ég lesið nokkra kafla og get varla lagt frá mér söguna. Hún er bæði spennandi og ákaflega vel skrifuð en það sem kemur mest á óvart er hvernig hann skrifar af svo miklu næmi um tilfinningar konunnar í sögunni.

Auðvitað skil ég frekar lítið hvernig tilfinningalíf karla virkar þar sem ég er frá allt annari plánetu en þeir og stundum öfunda ég þá óstjórnlega af því hvernig þeir geta sagt það sem segja þarf í einni setningu á meðan ég og mínir líkir þurfa hálfa blaðsíðu að minnst kosti.

Þessi vinur minn, rithöfundurinn er líklega frá minni plánetu, alla vega skilur hann vel hugsanagang okkar á Plánetunni VENUS !

Þá að sögunni:

Þau, söguhetjurnar, eru par. Hún heldur að þau muni giftast og  lifa í hamingjusömu hjónabandi.

Hún er einlæg  í ást sinni og hann lítur á hana sem hóru!

Sjokkerandi, ekki satt?

Hún elskar hann heitt og innilega en leifir honum að lítillækka sig á ýmsan hátt, meðal annars með því að gefa í skyn að hún sé leikfang sem hann noti þegar honum hentar og þess á milli gefur hann í raun skít í hana.  Þegar ég las þetta þá hrökk ég í kút. Hvað var maðurinn eiginlega að tala um? Þetta átti að vera eldheit ástarsaga. Var þetta ekki frekar saga um óendurgoldna ást?

Hann lýsir samtölum á svo snilldarlegann hátt að stundum hlær maður og stundum renna tárin.

Ég er nokkuð viss um að þessi saga á eftir að valda einhverju fjaðrafoki þegar hún kemur út. Þessi danski rithöfundur stingur á kíli sem  er ekki mikið talað um.

Ég  fékk ekki nema helming bókarinnar og bíð spennt eftir því að sjá hvernig þessi vinur minn lætur ástina enda.

Vinur minn bað mig að koma með tillögu að nafni á söguna en vinnuheitið hjá honum er” forboðin ást”. Ég er eiginlega engu nær um hvað ætti að kalla sögun. Mér finnst “eitruð ást” passa nokkuð vel en samt veit ég það ekki!

Í raunveruleikanum eru mörg sambönd nákvæmlega eins og hann lýsir.  Annað er yfir sig ástfangið og hitt dinglar bara með svona rétt itl þess að hafa eitthvað fyrir stafni þar til betra leikfang dettur inn í lífið.

Það kom aftur og aftur upp í hugann á mér við lesturinn hvers vegna hún er að halda í svona misnotkun? Hún hlýtur að sjá hvað er í gangi. Ástin getur ekki verið svo blind hjá henni. Hvað veldur því að hún segir ekki “farðu og láttu aldrei sjá þig aftur”?

Er ástin hjá söguhetjunni eins og eiturlyf sem hún getur ekki sleppt?

Hvað með hann? Er hann vondur maður eða er hann einfaldlega að nýta sér tækifæri fíkilsins, ef ást hennar er eiturlyf?

Eins og við vitum þá eru oft sambönd, þar sem líkamlegt ofbeldi er, þau sem virðast ekki geta slitnað endanlega. Sá sem verður fyrir ofbeldinu telur sér trú um að hann eða hún séu ekki fórnarlömbin og reyna að finna skýringar á því hvernig hægt sé að vera “þægari” og gera til hæfis. Margir úr ofbeldissamböndum þekkja þetta.

Þegar ég les söguna sem vinur minn bað mig að skoða hvaflar að mér að ást hennar, sem greinilega er ekki endurgoldi, sé á sömu leið og hjá fórnarlambi ofbeldis. Er það ekki viss tegund ofbeldis að halda henni? Ætti hann ekki að vera maður og sleppa tökunum og gefa henni frelsi til þess að lifa án hans?

Góðar skáldsögur eru dásamlegar. Þær fá lesandann til þess að velta fyrir sér lífinu og tilgangi þess. Ég hlakka til að sjá hvernig vinur minn, skáldið, vinnur úr flækjunni, því heljarinnar flækja er þarna. Ég sé eina lausn og hann sér ábyggilega einhverja aðra.

Ég hlakka til að hitta dönsku vini mína aftur á Skype í næstu viku og segja þeim frá pælingunni sem sagan vakti hjá mér.

Það er Hvítasunna í dag og líklega ekki sérlega kristilegar pælingar í þessu bloggi. Mér fannst þetta bara þurfa að komast frá mér svo ég geti áfram notið lestursins og ekki síður hins dásamlega lífs sem ég er svo þakklát fyrir.

Stundum eru sögur eins og konfekt – þú vilt ekki að þeim ljúki og finnur bragðið löngu eftir að lestrinum er lokið.

Ef þú hefur lesið þetta til enda þakka ég þér fyrir. Ef þú nenntir ekki alla leið þá er það líka allt í lagi. Ég óska þér gleðilegrar hátíðar.

Hulda Björnsdóttir

Ps, ég ætla að snúa þessu yfir á ensku líka seinna í dag.

 

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: