- maí 2020
Það er ótrúlegt að sjá fjármálaráðherra láta út úr sér að draga þurfi úr félagslegri þjónustu á sama tíma og fyrirtæki eru að greiða tugi eða hundruði milljóna arð til eigenda.
Hvernig getur þetta gerst?
Hvað er það sem slævir svo velsæmiskennd fólks í stjórnarstöðum?
Hvað er það sem stýrir því að pólitíkin er á annari plánetu að því er virðist?
Hvaða máli skiptir hvort Björn Levý er í jakkanum eða ekki?
Miðflokkurinn sem niðurlægir konur á almannafæri berst fyrir því að allir séu í jakka í sölum alþingis!
Hvað getur hræsnin gengið langt?
Frú Vestfirðir birtir af sér nýja prófíl mynd í góðærinu, brosandi og fín! Einhver ómerkilegasti þingmaður allra tíma en hvaða máli skiptir það? Myndin er flott, ég neita því ekki, en hins vegar fæ ég ónotahroll þegar ég minnist umræðu um fátækt þar sem frúin setti upp helgisvip og talaði fagurlega um að nú þyrfti að laga þetta og fátækt ætti ekki að líðast.
Fólk fellur í þunglyndi og svartsýni núna þegar ætti að vera farið að birta til.
Hvernig líður öryrkjunum mínum núna? Spá þingmenn eitthvað í það, og þá meina ég þeir sem hafa völd til þess að breyta?
Að vera í stjórnarandstöðu og geta ekki haft nein áhrif á hvað verið er að sukka núna hlýtur að vera hrikalegt. Ég er einfaldlega svo bjartsýn að ég held að margir þeirra sem eru í stjórnarandstöðu vilji koma í veg fyrir sukkið og svínaríið.
Ég hef hins vegar áhyggjur, og það miklar, af fólki sem eru öryrkjar, eldri borgarar á lúsaeftirlaunum og fátækum á Íslandi.
Ég hef áhyggjur af því til hvaða ráða þetta blessaða fólk grípur í örvæntingunni.
Það ætti ekki einn einasti maður að fá milljónatugi fyrir það eitt að hætta starfi. Hvað er eiginlega að íslensku þjóðfélagi? spyr ég enn einu sinni.
Bjarni segir okkur veruleikafyrrt sem viljum að fólk hafi mat á diskinum alla daga mánaðarins
Já, einmitt, veruleikafyrringin er auðvitað hjá þeim sem maka krókinn og greiða úr sameiginlegum sjóðum landans til vina og vandamanna. Það er veruleikafyrring og spilling eins og hún gerist best í vanþróuðum löndum.
Ég á þó nokkuð af vinum sem eru að kikna undan andlegu álagi og sjá ekki fram á neitt annað en dauðann!
Árið 2020, getur það verið?
Já auðvitað, það er sko veira og allur heimurinn á hvolfi og allir þurfa að taka þátt, allir nema BB og ættingjar og vinir!
Ég er æf enn eina ferðina og ég er líka gjörsamlega vanmáttug.
Að hugsa sér að fara þurfi í mál við ríkið til þess að jafnræðisregla sé virt, eins og Öryrkjabandalagið er að gera núna, er þjóðarskömm, en samt er þetta staðreynd.
Katrín og Bjarni, hvar er réttlætið sem þið talið svo fjálglega um? Týndist það á miðri leið eða viltist í vasa hinna ríku? Nei, það getur ekki verið, eða er það?
Bíddu annars, Bjarni sagðir þú ekki að þingmenn mundu EKKI fá launahækkunina?
Ha?
Misskildi ég Facebook færsluna frá þér herra fjármálaráðherra?
Hulda Björnsdóttir