27.apríl 2020
Málssókn Gráa hersins
Þá er stóra stundin að renna upp.
Málið er að fara fyrir dóm og skref eitt verður tekið á morgun þegar þingfesting fyrir Héraðsdómi gerist.
3 eldri borgarar í mismunandi aðstæðum eru sækjendur.
Ég hvet ykkur til að skrá nafn ykkar á póstlista Gráa Hersins svo þið getið fylgst með málinu.
Svo vil ég einnig hvetja ykkur til að lesa stefnurnar.
Allt þetta er aðgengilegt og opið.
Að síðustu er það svo stuðningur okkar allra við málssóknarsjóðinn.
Gert er ráð fyrir að málið taki 2 til 3 ár og kostnaðurinn verður mikill.
Ég legg inn í hverjum mánuði og millifærist greiðslan mín sjálfvirkt.
Auðveldara getur það ekki verið og munum að margt smátt gerir eitt stórt.
Mikill gleðidagur er að renna upp þar sem loksins er látið reyna á hvort ríkið hafi heimild til þess að láta þig og mig niðurgreiða það sem við fáum frá Tryggingastofnun Ríkisins.
Ég ætla í lokin að segja þetta: Vinur minn Björgvin Guðmundsson væri ánægður núna en hann lifði ekki að fá að sjá kraftaverkið gerast en kannski horfir hann niður til okkar og er harla glaður.
Hulda Björnsdóttir