23.apríl 2020
Eins og margir vita þá er ég undir afar ströngu og frábæru eftirliti hér vegna heilsunnar.
Ég ætla að segja ykkur frá því hvernig kerfið virkar hér í litla landinu mínu á þessum ógnar tímum.
Ég átti að fara í næstu heimsókn á spítalann í rannsókn og fleira seinni partin í maí.
Í morgun hringdi ritarinn frá spítalanum og sagði mér að þegar dagurinn rynni upp mundi læknirinn hringja í mig á þeim tíma sem við hefðu átt að hittast og þá mundum við ræða ástandið á mér!
Auðvitað var ég viðbúin því að þetta yrði svona en það sem kom mér eiginlega á óvart var hvað þær hringdu snemma.
Ég þekki ritarana þarna eftir margra ára samskipti og við ræddum aðeins saman og mér fannst gott að geta þakkað þeim fyrir að standa vaktina og passa upp á okkur.
Við skulum muna að fólkið, allt fólkið, sem starfar við spítalana og heilsugæsluna, í hvaða stöðu sem þau eru, er fólkið sem nú á þakklæti okkar svo sannarlega skilið.
Ég veit ekki hvernig þetta er á Íslandi en svona er þetta í litla landinu mínu sem ég elska svo heitt og innilega.
Þegar þetta ástand gengur að hluta til baka þá verður lífið ekki samt. Við þurfum að búa okkur undir það eftir bestu getu.
Núna er sumar að koma og ég er þakklát fyrir veturinn. Á ýmsu hefur gengið en hann hefur fært mér fjársjóð reynslu sem ég get nýtt í framtíðinni og fyrir það er ég óendanlega þakklát.
Ef við látum gremjuna ná yfirhöndinni þá erum við glötuð.
Við verðum að ríghalda í þakklætið fyrir veturinn og hlakka til sumarsins.
Í dag á að vera 22 stiga hiti í litla landinu mínu en er núna þegar ég skrifa þetta rétt fyrir klukkan 11 ekki nema 10 stig og ósköp grátt.
Vetrarfötin halda á mér hita á morgnana.
Central htinn fer af stað þessa dagana af því að það er svo kalt.
Öll stefnumót eru sett á HOLD
Til þess að halda í þakklætið þarf kannski að spenna vöðvana aðeins meira en það er hægt og við skulum láta það verða einkunnarorð okkar í dag.
Ég sendi ykkur knús og koss yfir hafið í tilefni dagsins.
Hulda Björnsdóttir