22.apríl 2020
Hótel gætu byrjað að opna hér í landinu mínu í júlí, takið eftir, GÆTU byrjað…..
State of emergency mun líklega verða framlengt eftir 17. maí
Við erum að leggja ótrúlega mikið á okkur þessa dagana og sumum á Íslandi finnst einkennilegar myndir af mér með maska þegar ég fer út að ganga.
Þessa dagan er mér oft hugsað til móður minnar sem fékk lungnaberkla þegar hún var ung, löngu áður en ég fæddist. Hún beið þess aldrei bætur og ég þurfti að lifa við stöðugan ótta hennar og fleiri við að allt blossaði upp að nýju. Það tókst að finna bóluefni við berklunum og ég fékk þá mjög veika en fékk þá þó.
Bróðir minn veiktist einnig af berklum og bar þess merki alla sína ævi, eftir þær aðferðir sem á þeim tíma voru notaðar til þess að lækna sóttina. Hann var miklu eldri en móðir mín.
Þetta eru aðeins 2 dæmi úr minni fjölskyldu.
Þessi 2 lifðu veikina af en fjöldinn allur dó.
Þegar ég horfi á lífið út um gluggann hjá mér og hugsa um framtíðina kemur alltaf upp í hugann hvað vísindin eru dásamleg.
Það mun finnast bóluefni gegn veirunni sem nú drepur heiminn rétt eins og þegar læmingjarnir taka á rás þegar þeir eru orðnir of margir og þeir ganga fyrir björg.
Bóluefni tekur tíma að þróast.
Við verðum að vera þolinmóð og halda okkur við þær varnir sem tiltækar eru, eins og til dæmis þessa einkennilegu maska sem við hér í landinu mínu berum með stolti.
í gær gekk ég um þorpið mitt eins og venjulega og mætti einni manneskju. Þessi manneskja var maður sem ég þekki ekki neitt en hann brosti til mín þegar við buðum hvort öðru Boa tarde og það bros var eitt það fallegasta sem ég hef séð um ævina.
Eitt bros getur breytt öllu.
Ég veit ekkert hver þessi maður var en ég mun aldrei gleyma brosinu sem hann skildi eftir handa mér.
Við skulum halda í vonina og halda áfram að vera varkár.
Hérna í litla landinu mínu erum við farin að sjá nýjar gerðir af möskunum því konurnar sem áður framleiddu fyrir markaði eru að sauma það sem við þurfum allra mest á að halda núna.
Ein vinkona mín sagði frá því að hjarta hennar er brotið í dag. Hún er sjálfstæður atvinnurekandi og hefur engin laun og rekur litla búð sem nú er lokuð. Engar tekjur og hún veit ekki hvernig hún á að komast af næstu daga.
Það er erfitt að vera þolinmóður í svona ástandi.
Við megum ekki bregðast og eyðileggja það sem hefur áunnist með lokunum og vörnum.
Hulda Björnsdóttir