21. apríl 2002
Hvað varð um 158.000 krónu greiðsluna sem ég fæ frá Lífeyrissjóði? Jú, hún er komin niður í 63.371 þegar búið er að draga frá skatt og lækka það sem ég fæ frá Tryggingastofnun.
63.371 krónur eftir af 158.000 krónum
Er þetta eðlilegt?
Er þetta í lagi?
Á sama tíma og BB vill ekki hætta við hækkun hjá sér og þingliðinu er ég og aðrir eftirlaunaþegar látin niðurgreiða það sem kemur frá TR.
Á sama tíma og BB segir að hjúkrunarfræðingar og aðrir eigi að gefa eftir af kröfum sínum gefur hann nákvæmlega EKKERT eftir af sínum kröfum og lætur handstýra gengi gjaldmiðilsins svo þeir ríku verði ríkari og hinir fátæku fátækari.
Ég arga út í loftið og enginn hlustar
Ég vara þá við sem eru komnir yfir 60 ára aldurinn.
Þegar þið farið á eftirlaun þá er andskotinn kominn í bankabækurnar ykkar og hann étur upp það sem þið hélduð að þið ættuð að fá fyrir lögbundinn sparnað í lífeyrissjóði.
Andskotinn sleppir ekki af ykkur takinu og krumlan teygir sig lengra og lengra inn í líf ykkar og hann veit að þið munið deyja úr hungri eða örvæntingu og þá getur hann, andskotinn, hlegið hátt og glaðst með þeim sem með honum búa.
Ég arga og arga og ekkert breytist.
Hulda Björnsdóttir