Fólkið sem við ættum að elska meira en allar aðrar stéttir

3.4.2020

Í dag var ég með maska á mér í tæpa 2 klukkutíma samfleytt.

Ég hugsa um heilbrigðisstarfsmennina sem þurfa að vera með maska allan daginn.

Mér fannst ég vera að kafna annað slagið og erfitt að anda með þetta fyrir andlitinu.

Venjulega nota ég svona maska yfir sumarið þegar eldar loga og ólíft verður fyrir reyk en annars liggja þeir í kassa og bíða.

Ég er að tala um þetta til þess að benda á hvað hjúkrunarfólkið og starfsfólk spítalanna gengur í gegnum þessa dagana og vikurnar.

Prófum að setja okkur í þeirra spor rétt aðeins og horfum á myndirnar þar sem för eftir maskana eru á andlitunum.

Þetta fólk eru hetjur þessa tíma eins og svo oft áður.

Þetta er fólkið sem við eigum að búa vel að alltaf og hrósa alla daga.

Ég varð vör við það þegar ég lá á spítala hér í Portúgal fyrir nokkrum árum hvað hjúkrunarfólkið fékk í raun lítið hrós og var litið á eins og sjálfsagðan hlut.

Við hér í Portúgal erum að læra á mikilvægi þessara stétta. Vonandi læra íslensk stjórnvöld á það og muna að þetta fólk leggur sig allt fram alla daga í hvaða aðstæðum sem er, ekki bara þegar BB og Lilja R. þurfa á aðstoð að halda.

Þetta dásamlega fólk sem hjúkrar er til staðar fyrir ALLA ALLTAF.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: