2.apríl 2020
Hvað á ég sameiginlegt með Lilju Rafney Magnúsdóttur?
Ekki neitt.
Nákvæmlega ekki neitt.
Fyrir tilviljun hef ég nú lent í sama hóp og frúin og er ekki par hrifin af því.
Þingfrúin, einn argasti stuðningsmaður Ríkisstjórnar sem hatar eldri borgara og öryrkja og nú er hún búin að troða sér í hvelli inn í nýstofnaðann hóp sem ætlar að berjast fyrir bættum kjörum öryrkja og eldri borgara.
Hræsnin í frúnni er ómæld.
Ég hef horft á hana tala fjálglega í ræðustól um að fátækt skuli útrýmt og síðan gerir hún allt annað þegar á hólminn er komið.
Það er auðvelt að sjá hvernig launakjör hinnar skilningsríku eru með því að skoða vef alþingis og ætla ég að setja það inn í örfáum aðalatriðum.
árið 2019 leit þetta svona út
Laun 13.214.328
álag á þingfararkaup 1.982.148
Aðrar launagreiðslur 181.887 (jólabónus)
Launagreiðslur samtals 15.378.363
Húsnæðis og dvalarkostnaðargreiðslur 2.251.884
Fastur ferðakostnaður í kjördæmi 360.000
Samtals Fastar greiðslur 2.611.884
Starfskostnaður endurgreiddur 276.000
fastur starfskostnaður 204.000
Samtals Starfskostnaður 480.000
Ferðakostnaður innanlands
á eigin bifreið 520.652
með bílaleigubíl 955.220
flugferðir og fjargjöld innanlands 1.214.905
Gisti og ferðakostnaður innanlands 93.662
eldsneyti 53.882
Ferðakostnaður innanlands samtals 2.838.321
Ferðakostnaður utan lands
flugferðir utan lands 490.608
Gisti og fæðiskostnaður utan lands 99.708
Dagpeningar 570.773
Ferðakostnaður samtals utan lands 1.161.089
Síma og netkostnaður 288.517
Ef þið skoðið þessar tölur þá hljótið þið að sjá af hverju ekki er hægt að hækka laun öryrkja og eldri borgara og af hverju dúsu upp á 20 þúsund er helt í öryrkjana núna.
Það þarf jú að hafa næga peninga fyrir svona baráttujaxla á hinu háæruverðuga.
Ég ætla ekki að eyða fleiri orðum í þessa frú.
Hún hefur fyrir löngu unnið sér inn innilega fyrirlitningu mína ásamt þeim sem nú sitja við kjötkatla ríkisstjórnarinna og leifa genginu að æða til fjandans á meðan auðmenn koma peningum í skjól og rísa svo upp að gjörningnum loknum og græða á tá og fingri á meðan almúginn svelti og deyr.
Svívirðilegt að troða sér inn í hóp venjulegs fólks sem ætlar að berjast fyrir bættum kjörum þeirra sem nú eru að drepast úr hungri.
Ég eyði ekki fleiri orðum í frú vestfirði. Það er ekki fyrirhafnarinnar virði.
Hulda Björnsdóttir
Þetta tek ég undir Lilja Rafney er sú ómerkilegasta sem setið hefur á þingi.
LikeLike