Mér er svo hjartanlega sama hvað fólki finnst um mig !

24.mars 2020
Ég ætla ekki að leggjast svo lágt að vera reið við þá sem líta niður á okkur sem byggðum upp landið fyrir nútímasukkið.

Nei ég ætla að bara að hafa óendanlega skömm á skítapakki sem heldur að fólk sem eru öryrkjar og að ég tali nú ekki um þá sem eru svo ósvífnir að vera eldri borgarar séu eitthvað minna virði en braskarar sem stela frá þjóðinni milljörðum á milljarða ofan ár eftir ár og eru stikk frí ef þeir brosa nógu breitt.

Ég ætla ekki að leggjast svo lágt að hafa skömm á þessu pakki.

Ég fyrirlít það heitt og innilega og er þakklát fyrir að þurfa ekki að horfa á ógeðsleg smettin sem brosa framan í þjóð sem sveltir þegna sína í stórum stíl.

Þeir sem kjósa þetta gráðuga pakk yfir sig aftur og aftur eru jafn viðbjóðslegir og panamapakkið.

Skammastu þín ekki fyrir að láta svona út úr þér manneskja? gæti einhver sagt.

Nei, ég skammast mín ekki, ég er löngu hætt að skammast mín fyrir að segja það sem mér finnst.

Ég er löngu hætt að hafa áhyggjur af því hvað öðrum finnst um mig og það sem ég segi. Mér sárnar stundum en ég skammast mín ekki fyrir mig eða mínar skoðanir.

Ég er löngu búin að missa allt álit á jakkafatapakki sem þykist stjórna með hag almúgans að leiðarljósi og setur fram áætlanir til þess að mafían geti haldið áfram að græða.

Ég er löngu búin að sjá í gegnum plottið og ef ég drepst ekki úr veirunni núna þá held ég áfram að rífa kjaft. Það er skylda mín og annarra sem sjá út fyrir jakkafatakassana viðbjóðslegu.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: