Er ég minna virði af því að ég bý ekki á Íslandi?

23.mars 2020
Nokkur orð í tilefni dagsins.

Í dag eru 8 dagar eftir af þessum mánuði.

8 langir dagar fyrir marga öryrkja og eldri borgara sem annað hvort búa á Íslandi við sult og seyru eða hafa kosið að leita að betri stað utan landssteinanna og ef til vill í aðeins betri aðstæður.

Í morgun sá ég comment á Facebook sem vakti mig til umhugsunar.

Þar var spurt hvort þeir sem hefðu flutt erlendis ættu rétt á bótum eins og þeir sem enn búa á Íslandi. Ég sé ekki betur en verið sé að tala um björgunarpakka ríkisstjórnarinnar og þetta comment semsagt í telfni þeirrar umræðu.

Ég spurði sjálfa mig hvort mitt framlag til íslensks þjóðfélags með sköttum og skyldum frá unga aldri, væri minna virði af því að ég bý ekki núna á landinu, en framlag þeirra sem enn búa á Íslandi?

Erum við sem höfum flutt frá landinu, í mörgum tilfellum til þess einfaldlega að drepast ekki úr hungri og vosbúð, minna virði en þeir sem lepja dauðann úr skel á Íslandi?

Mér finnst þetta viðhorf einkennilegt.

Mér sárnar svona comment þó ég eigi auðvitað ekki að láta það hafa áhrif.

Gengið á krónunni hefur ekki einungis áhrif á okkur sem búum erlendis, það hefur ekki síður áhrif á þá sem eru á Íslandi. Hækkanir dynja nú yfir. Hvenær hafa gengisfellingar ekki farið út í íslenskt verðlag?

Hefur það einhvern tíman gerst?

Það eru ekki bara öryrkjar og eftirlauna fólk sem býr erlendis sem er skilið eftir í aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar.

Þeir sem búa á landinu fá ekkert!

Það er ekki hægt að sakast við þá um heimtufrekju, er það?

Kannski erum við sem höfum flúið annrs flokks Íslendingar í augum sumra. Getur það verið?

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: