4.mars 2020
Bestu fréttir sem ég hef séð í dag að Ingibjorg Sverrisdottir skuli bjóða sig fram sem formann hjá Félagi Eldri borgara í Reykjavík og nágrennis.
Hún hefur verið í fararbroddi með Wilhelm Wessman og Finni Finnur Birgisson í baráttumáli sem skiptir okkur eldri borgara meira máli en nokkuð annað sem hefur komið fram undanfarin ár. Vinnist málið varðandi skerðingarnar vegna tekna frá Lífeyrissjóðum væri það engin smá kjarabót fyrir okkur sem komin eru á eftirlaun.
Ég trúi því að Ingibjorg Sverrisdottir verði farsæll formaður sem hafi kjör okkar í forgrunni. Hún þekkir þessi mál út í gegn og getur staðið í kolvitlausum pólitíkusum og ekki látið þá vaða yfir sig á skítugum skónum.
Ég hef ekki kosningarétt í þessu félagi frekar en öðrum á Íslandi en ég vona svo sannarlega að allir vinir minir sem vetlingi geta valdið smali nú saman fólki og sjái til þess að við fáum formann í þetta stærsta félag eldri borgara sem þorir og getur og vill.
Ég efast ekki um að hinir frambjóðendurnir séu besta fólk en ég treysti Ingibjörg best.
Mikið væri það dásamlegt að þurfa ekki að sitja undir því að vera hinn minnsti bróðir eða sjá páskahugvekjur sem slykjan vellur út úr. Það væri ólíkt farsælla og uppbyggilegra að fá hressilegar greinar frá formanni sem þekkir málin út í gegn. Þannig formaður trúi ég að Ingibjörg yrði.
Hún er baráttujaxl og það þurfum við í baráttu eldri borgara.
Kæru vinir mínir, sem lesið þetta.
Ef þið eruð eldri borgarar og getið farið á aðalfundinn, í guðanna bænum gerið það og kjósið Ingibjörgu. Ekki láta atkvæði ykkar detta dauð niður.
Ef þið eruð ekki eldri borgarar en þekkið einhvern eða einhverja sem eru í félaginu, bið ég ykkur að hvetja það fólk til þess að sækja fundinn og kjósa konu sem mun berjast fyrir okkur.
Ég er í útlöndum og kem aldrei til Íslands svo ég get ekki farið og biðlað til fólks, ekki nema hér.
Þess vegna treysti ég á ykkur kæru vinir og ykkar vini að reka erindi mitt á landinu og sjá til þess að við fáum almennilegann formann í stærsta félag eldri borgara.
Ég styð Ingibjörgu heilshugar.
Ég veit að þið styðjið hana líka en það er atkvæðið á fundinum sem ræður.
Með kærri kveðju
Hulda Björnsdóttir