Hvað er ég nú að rífa mig?

17.janúar 2020

Í fyrsta lagi:

Ellilífeyrir er krónur 256.789 á mánuði.

Allir fá ellilífeyri sem hafa unnið sér rétt til hans með búsetu á Íslandi í 40  ár

Tekjur yfir 25 þúsund skerða ellilífeyri um 45%

Atvinnutekjur mega vera 100.000 krónur áður en skerðing hefst.

Séstakt frítekjumark atvinnutekna bætist við almenna frítekjumarkið.

Þetta er um ellilífeyrinn og hvað hann er hár.

Í öður lagi:

Hægt er sækja um sérstaka heimilisuppbót sem fellur undir félagslega aðstoð og er hún krónur 64.889

Heimilisuppbót skerðist um 11,9% vegna tekna yfir frítekjumörkum (tekna yfir 25 þúsund)

Síðan er hægt að fá uppbót v.reksturs bifreiðar og er hún krónur 17.781 á mánuði. Þessi uppbót er greidd vegna hreyfihömlunar og er skattfrjáls greiðsla

Ráðstöfunarfé að upphæð krónur 77.084 er hægt að sækja um og þar er skerðingarhlutfall 65%.

Í þriðja lagi:

Heimilisuppbót er ekki fyrir alla en það er ellilífeyririnn hins vegar. Þeir sem búa á Íslandi og búa aleinir geta átt rétt á heimilisuppbót. Þeir sem eiga fullan rétt á ellilífeyri og búa erlendis fá einungis strípaðan lífeyri og hvorki heimilisuppbót eða aðrar uppbætur.  Við það að flytjast úr landi eftir 40 ára búsetu á Íslandi eða meira missir fólk allan rétt til aukagreiðslna frá TR sem heyra undir félgaslega aðstoð og þar á meðal heimilisuppbót.

Þegar Ríkisstjórn Bjarna Ben og fleiri eru að tala um fjárhæð ellilífeyris á tillidögum nota þeir oftar en ekki samtölu úr ellilífeyri og heimilisuppbót sem er alrangt.

Það lítur betur út að segja að ellilífeyrir frá Almannatryggingum sé krónur 321.678 en 256.789

Það sem ég er að gera athugasemd við aftur og aftur er að þessum tveimur greiðslum sé slengt saman og sagt að ellilífeyrir sé samtalan 321.678 en ekki hinn raunverulegi ellilífeyrir sem er 256.789 á mánuði fyrir árið 2020.

Í fyrirspurn Helga notar hann heimilisuppbót sem part af ellilífeyri og það er ekki rétt.

Ég er ekkert að gera lítið úr því hvað hafi vakað fyrir Helga. Ég er hins vegar að mótmæla því að notaðar séu rangar tölur. Ég ætlast til þess að þegar verið er að tala um ellilífeyri sé ekki verið að blanda öðru inn í hann.

Ef einhverjum finnst það vera vanþakklæti af minni hálfu þá verður að hafa það. Lögin eru skýr. Ellilífeyrir er krónur 256.789 á mánuði og hann er sá sami fyrir alla en skerðist mismikið eftir því hvort fólk hefur atvinnutekjur eða tekjur frá Lífeyrissjóði og minni ég á að tekjur frá lífeyrissjóði byggjast á áratuga sparnaði, skyldusparnaði einstaklinga á vinnumarkaði, þar sem þeir eru skikkaðir til þess að greiða ákveðna prósentu af launum sínum í sparnað.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: