Getur verið að þingmenn séu með aðra greindarvísitölu en almenningur?

16.janúar 2020

Þá er mánuðurinn hálfnaður og ég veit ekki hvort ég á að vera sár, reið eða öskureið.

Helgi Hrafn spurði hvað mundi kosta að hækka ellilífeyrir og heimilisuppbót!

Hvenær í veröldinni ætli það komist inn í hausinn á þingmönnum að heimilisuppbót er EKKI OG HEFUR ALDREI VERIÐ partur af ellilífeyri.

Heimilisuppbót er félagslegur pakki sem settur var á laggirnar til þess að hjálpa þeim sem búa einir og eru annað hvort öryrkjar eða komnir á eftirlaun.

Er eitthvað erfitt að skilja þetta?

Eru skilningarvit þingmanna eitthvað öðruvísi en hins sauðsvarta almúga?

Hvers vegna er endalaust verið að berja þessu tvennu saman, heimilisuppbót og ellilífeyri?

Af hverju nota men ekki styrk til bifreiðakaupa í svona samanburði eða húsnæðisbætur eða bara eitthvað ?

Félagslegur stuðningur hefur EKKERT með ellilífeyri að gera, ekki nokkurn skapaðan hlut og þeir sem tugga þetta aftur og aftur hafa ekki hundsvit á því hvernig kerfi Almannatrygginga er byggt upp.

Það er ekki von að hægt sé að laga kerfi sem þeir sem eiga að setja  lögin skilja ekki!

Þeir sem ekki vita hvaða munur er á félagslegri aðstoð og lögbundnum réttindum ættu líklega að fá sér eitthvað annað að gera en að sitja á Alþingi.

Ég efast ekki um að Helgi Hrafn hefur ætlað sér að vera almennilegur við eldri borgara með þessari fyrirspurn sinni. Ég efa það ekki. En hann hefur fallið í sömu grifjuna og allir þeir sem ég hef séð senda svona fyrirspurnir.

Helgi Pétursson sagði í viðtali á Bylgjunni fyrir skömmu að þegar hann og fleiri voru að funda með þingheimi hafi hann oftar en ekki skilið að þingmenn höfðu ekki snefil af skilningi um hvernig málið væri vaxið!

Ætli það sé algjörlega vonlaust að fá fólk til þess að hætta að blanda saman rugli og staðreyndum?

Er einhver von til þess að eitthvað breytist á meðan þekkingin er á stigi 5 ára barna?

Ég er hífandi reið og það verður að hafa það.

Ég þoli ekki endalaust að þurfa að lesa um og hlusta á heimsku þjóðkjörinna þingmanna sem þykjast geta bjargað þjóðinni frá því sem úti frýs!

Þetta dugar á þessu augnabliki en líklega heldur áfram að sjóða á mér, því miður, því ekkert breystist á meðan þingmenn nenna ekki að setja sig inn í mál af fullri alvöru!

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: