13.des 2019
Í morgun fékk ég bréf frá RSK þar sem samþykkt var umsókn mín vegna tvísköttunarsamninga milli landanna. Þetta gerist á hverju ári og fær RSK hrós dagsins frá mér fyrir skjóta afgreiðslu eins og venjulega.
Ein setning í bréfi frá RSK gladdi mig sérstaklega.
Nú verða sendar upplýsingar til Portúgalskra yfirvalda um tekjur mínar á Íslandi samkvæmt tvísköttunarsamningi milli landanna.
Þetta er mikið gleðiefni fyrir mig þar sem ég veit að einhverjir hafa tekið þann pólinn í hæðina að greiða ekki skatta hér og halda að þeir sleppi líka við skatta á Íslandi.
Húrra fyrir RSK.
Bestu fréttir sem ég hef fengið í þó nokkurn tíma. Að flytja til fátæks lands og ætla sér að nota þjóðfélagslega þjónustu án þess að leggja sitt af mörkum með sköttum er eitthvað það aumasta sem ég sé.
Nú þegar Brexit verður að veruleika gæti ýmislegt breyst hjá skattaundanskotsliðinu!
Þegar ég hef látið gera mína skattskýrslu hér, sem endurskoðandi gerir, byggjast tekjur mínar á Íslenskri skattskýrslu að sjálfsögðu, en reiknaðar yfir í evrur.
Skattamál útlendinga hér í Portúgal eru að komast í rétt horf. Svíarnir búnir að gera nýjan samning þar sem ekki verður hægt að skjóta sér undan sköttum með því að flytja til Portúgal.
Allt gott um þetta að segja og ég er í skýjunum.
Þeir sem hafa fengið sér ómerkilega lögfræðinga í Lissabon verða í vondum málum og hafi bílar verið fluttir til landsins frá Íslandi verða þeir sektaðir séu þeir ekki komnir á Portúgölsk númer eftir 6 mánuði. Svona á að gera þetta.
Hulda Börnsdóttir