Kostnaður Almannatryggingakerfisins þegar notaðar eru nettó tölur er sannleikurinn – brúttó tölur segja hálfan sannleikann

28.nóvember 2019

Góðan daginn

Ég ætla aðeins að röfla yfir því hvernig alltaf er talað um brúttótölur þegar nefndur er kostnaður vegna greiðslna frá TR til eldri borgara og öryrkja.

Tugir milljarða eru greiddir á ári hverju í gegnum TR. Þær tölur sem þar birtast eru brúttótölur.

Fái ég greiddann ellilífeyri frá stofnuninn er dreginn af honum skattur, staðgreiðsla.

Staðgreiðslan sem er skattur rennur til baka í ríkissjóð.

Síðan nota ég stærstan part eftirlauna minna til þess að kaupa í matinn, borga rafmagn og húsaleigu ásamt fleiri nauðsynjm. Flest af því sem ég versla er með virðisaukaskatti.

Svona er þetta líklega hjá flestum sem fá greitt frá Tryggingastofnun og hér á eftir er uppgjör vegna október 2019 af vef Tryggingastofnunar:!

“Tæpir 13 milljarðar greiddir í október

  1. nóvember 2019

Greiðslur Tryggingastofnunar í október námu um 12,7 milljörðum króna, þar af um 2,5 milljarðar vegna staðgreiðslu skatta. Um er að ræða mánaðarlegar greiðslur vegna lífeyris og annarra greiðslna.

Fjöldi viðskiptavina TR sem fékk greiðslur í október er 67.955, þar af karlar 25.464 og konur 42.491.

Fjölmennasti hópur viðskiptavina TR sem fengu greiðslur í október eru ellilífeyrisþegar 34.779 en næst stærsti hópurinn eru örorkulífeyrisþegar 18.564. Greiðslur TR í október voru um 6,7 milljarðar kr. vegna ellilífeyris, tæpir 4,6 milljarðar kr. vegna örorku og tæpur 1,4 milljarður kr. vegna annarra greiðslna.”

 

Samtals greiðslur 6,7 milljarðar + 4,6 milljarðar + 1,4 milljarður = 12,7 milljarðar brúttó

Af 12.7 milljörðunum voru greiddir skattar um 2,5 milljarðar þannig að niðurstaðan er 10, 2 milljarðar sem greiddir voru nettó til þeirra sem fengu greiðslur frá Tryggingastofnun.

Mér finnst þetta skipta máli.

Síðan á fólk eftir að nota þessa 10,2 milljarða til brýnustu nauðsynja því ekki fær ríkasta liðið greitt frá Tryggingastofnun. Nei, þeir sem fá greiðslur frá stofnuninni eru öryrkjar og eldri borgarar sem lepja dauðann úr skel mestan hluta ársins.

Fyrst er tekinn staðgreiðsla

Svo er tekinn skattur af nauðsynjunum í formi virðisaukaskatts og fleiri gjalda sem renna í ríkissjóð þannig að þegar upp er staðið eru útgjöldin langt frá því að vera brúttótalan.

Í venjulegu bókhaldi eru bæði debet og kredit tölur.

Í umræðunni um bókhald TR eru aldrei 2 dálkar. Nei það eru bara kredit tölurnar, tölurnar sem sýna hvað ægilega dýrt er að halda upp fólkinu sem hefur jú haldið þjóðfélaginu uppi í gegnum starfsævina og er nú komið í þá aðstöðu að eiga að fá greitt til baka!

Ég held að ALLIR sem skrifa um kostnaðarauka og núverandi kostnað Almannatryggingakerfisins tali ávalt um brúttó tölur.

Ef einhver hefur skrifað um nettó tölur þá þætti mér vænt um að sjá þau skrif.

Ég ætla að leyfa mér að leggja til að þeir sem eru að fjalla um greiðslur frá Tryggingastofnun skipti um gír og fari að tala um nettó tölur. Það eru konkret nettotölur gefnar upp á vef stofnunarinnar þar sem fram kemur hve mikið er greitt í mánuði og þar af séu skattar tiltekin upphæð.

Mér finnst þetta fremur einfalt og er sannfærð um að væri þetta gert mundi umræðan breytast.

Ég er reyndar hissa á því þeir flokkar sem eru í stjórnarandstöðu og tala um bætt kjör hinna lægst launuðu skulu ekki nota þessa aðferð!

Við erum vön því að stjórnin ljúgi til um eitt og annað og hækki til dæmis eftirlaun frá TR um rúm 60 þúsund við hátíðleg tækifæri í ræðu og riti. Við vitum að þessi ríkisstjórn sem nú situr er ríkisstjórn hinna ríku og til þess að hampa þeim skiptir sannleikurinn ekki ýkja miklu máli hjá stjórnarherrunum. Það er bara þannig.

Hitt er alvarlegra þegar forystumenn í stórum félögum eldri borgara falla í gryfjuna með ríkisstjórninni og annaðhvort vita ekki hvað eftirlaun eru há eða kæra sig ekki um að tala um hvað þau eru lág. Forysta eldri borgara, alls staðar á landinu, þarf að muna að eftirlaun eru ekki þrjúhundruð þúsund.

Þau rétt slefa yfir 248 þúsund árið 2019 og munu líklega hækka um 3,5 prósent á árinu 2020.

Ég get auðvitað ekkert ætlast til þess að fólki finnist þetta skynsamleg tillaga, þ.e. að tala um nettókostnað í stað brúttókostnaðar.

Það geta komið rök þar sem ekki sé hægt að reikna út nákvæmlega hve miklu fólk eyði í nauðsynjavörur og slíkt og þess vegna sé ekki gerlegt að tala um nettó tölu.

Hah

Staðgreiðsla skattanna er borðleggjandi.

Notið þá tölu og færið í debet dálkinn.

Auðvitað ætlast ég ekki til þess að ALLIR sem skrifa um málefni eldri borgara og öryrkja kunni muninn á debet og kredit.

Ef einhver velkjist í vafa þá er auðvelt að gúggla og koma ábygggilega skýringar þar um þetta fyrirbæri!

Ekki meiri hryllingsskrif um brúttó tölur, snúið ykkur við og notið nettó tölur. Þær segja nefninlega sannleikann en ljúga ekki.

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: