- nóvember 2019
UPPKAST
Ég er að velta fyrir mér framkomu þingheims sem stýrir því hvernig fjármunum þjóðarbúsins er varið. Þetta er uppkast og vafalaust einhverjar villur sem leiðrétta má. Ég þigg allar góðar ábendingar og held áfram að þróa þetta plagg.
Ég ætlaði að skerða laun þingmannsins um 45% eins og gert er við eftirlaunin mín!
Hvernig kemur það svo út?
Eftir að hafa skoðað laun Klaustursfrúarinnar þá er ég eiginlega á báðum áttum með hvernig ég get hugsanlega verið svo andstyggileg að skerða gullið um 45% og ætla að láta það bíða aðeins.
Ég ætla að leyfa mér að hvetja þá sem hafa tölvur til að fara inn á vef alþingis og skoða einstaka þingmenn. Það kemur ýmislegt fróðlegt í ljós.
Ráðherrar hafa lækkað verulega í launum samkvæmt vefnum eftir að þeir urðu ráðherrar.
Hver eru svo laun frúarinnar fyrir árið 2019 á mánuði? Þar er ég að tala um fastar mánaðargreiðslur sem hún þarf að greiða skatt af:
Svo laun Klaustursfrúarinnar eru á mánuði svona:
Laun (þingfararkaup)1.101.194 kr.
Fastur starfskostnaður per mán er kr 40.000
Fastur ferðakostnaður í kjördæmi er 30.000
Frúin er ekki formaður nefndar eða þingflokks og hefur þar af leiðandi ekki nema þetta í föst mánaðarlaun. Þar með er ekki sagt að hún lepji dauðann úr skel því eitt og annað fellur til fyrir hina háttsettu !!!!!!
Þingkona Miðflokksins hefur til dæmis fengið þetta greitt í ferðakostnað innanlands það sem af er árinu 2019:
Ferðir á eigin bifreið | 47.740 | ||
Ferðir með bílaleigubíl | 525.764 | ||
Flugferðir og fjargjöld innan lands | 1.130.166 | ||
Gisti- og fæðiskostnaður innan lands | 82.822 | ||
Eldsneyti | |||
Ferðakostnaður innan lands samtals | 1.786.492 |
Svo hefur frúin auðvitað ferðast erlendis
Þær tölur koma síðar í skjalinu |
Skattfrjálsar greiðslur það sem af er árinu 2019 til Miðflokksdömunnar eru
1.786.492 + 983.455 = 2.769.947 + 59.083 = 2.829,030
Já, ekki mátti gleyma síma og netkostnaði en hann hefur verið á árinu samtals krónur 59.083 og bætti ég honum við hér fyrir ofan.
Samtölur þessa eina þingmanns fyrir það sem er af árinu 2019 í skattfrjálsar tekjur eru 2.829.030
Tekjur mínar í fyrra fyrir allt árið voru rétt rúmlega 3 milljónir. Frúin, þessi miðflokkspía fær í skattfrjálsar tekjur meira árið 2019 en ég fékk fyrir allt árið í skattskyldar tekjur. Auðvitað er ég komin á eftirlaun og þarf svo sem ekkert að vera að ybba mig.
Svo fékk frúin 80 þúsund fyrir nýjum síma í fyrra. Auðvitað!
Hér kemur bil sem hægt er hugsa sér að ég sitji og hugleiði framhaldið en fyrir neðan heldur svo málið áfram!
Hver eru svo laun frúarinnar fyrir árið 2019 á mánuði? Þar er ég að tala um fastar mánaðargreiðslur sem hún þarf að greiða skatt af:
jú
Laun (þingfararkaup)1.101.194 kr.
Nú skulum við setjast niður og reikna þingfararkaupið sem hún fær greitt ef við skerðum hana eins og eldri borgarar þurfa að sætta sig við alla mánuði ársins.
45% skerðing af 1.101.194 krónum er 495.554
Launaseðillinn sem ég vil að frúin fái er svona:
Laun krónur 1.101.194
Mínus 4% lífeyrissjóður kr. 44.048
Staðgreiðsluskyld laun kr. 1.057.146 (vegna þess að framlag í Lífeyrissjóð er skattfrjálst þar til farið er að taka út lífeyrinn)
Staðgreiðsla : 402.605 mínus persónuafsláttur 56.447 = 346.158
Útborguð laun ef ekki er skert: 710.988
ÚTBORGUÐ LAUN MEÐ 45% SKERÐINGU eru krónur 1.101.194 mínus 495.554 = 215.434 krónur á mánuði hjá frú Klaustursdömu,
en auðvitað fær frúin fullt af fíniríi sem er ekki skattskylt þannig að hún fengi líklega aðeins meira en þessar rúmar tvöhundruð þúsundkrónur.
Hér að neðan eru allar greiðslur sundurliðaðar eftir mánuðum:
Laun (þingfararkaup) 2019
Mánuður Upphæð
Janúar 1.101.194
Febrúar 1.101.194
Mars 1.101.194
Apríl 1.101.194
Maí 1.101.194
Júní 1.101.194
Júlí 1.101.194
Ágúst 1.101.194
September 1.101.194
Húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðsla 2019
Mánuður Upphæð
Janúar 134.041
Febrúar 187.657
Mars 187.657
Apríl 187.657
Maí 187.657
Júní 187.657
Júlí 187.657
Ágúst 187.657
September 187.657
Fastur ferðakostnaður í kjördæmi 2019
Mánuður Upphæð
Janúar 30.000
Febrúar 30.000
Mars 30.000
Apríl 30.000
Maí 30.000
Júní 30.000
Júlí 30.000
Ágúst 30.000
September 30.000
Fastur starfskostnaður 2019
Mánuður Upphæð
Janúar 40.000
Febrúar 40.000
Mars 40.000
Apríl 40.000
Maí 40.000
Júní 40.000
Júlí 40.000
Ágúst 40.000
September 40.000
Ferðir á eigin bifreið 2019
Mánuður Upphæð
Ágúst 47.740
Ferðir með bílaleigubíl 2019
Mánuður Upphæð
Janúar 68.778
Febrúar 69.216
Mars 68.972
Apríl 69.087
Maí 69.396
Júní 69.615
Júlí 56.100
September 54.600
Flugferðir og fjargjöld innan lands 2019
Mánuður Upphæð
Janúar 227.937
Febrúar 42.840
Mars 85.275
Apríl 240.338
Maí 128.942
Júní 69.426
Ágúst 146.121
September 189.287
Gisti- og fæðiskostnaður innan lands 2019
Mánuður Upphæð
Febrúar 62.609
September 20.213
Flugferðir utan lands 2019
Mánuður Upphæð
Apríl 37.035
Júní 281.440
Ágúst 76.905
Gisti- og fæðiskostnaður utan lands 2019
Mánuður Upphæð
Apríl 88.241
Dagpeningar 2019
Mánuður Upphæð
Apríl 84.565
Júní 313.339
Ágúst 101.930
Síma- og netkostnaður 2019
Mánuður Upphæð
Janúar 6.060
Febrúar 6.000
Mars 6.000
Apríl 6.000
Maí 6.022
Júní 11.001
Júlí 6.000
Ágúst 6.000
September 6.000
Ekki má gleyma því að frúin fær jólabónus í desember sem er líklega í kringum 180 þúsund eða rúmlega það!
Er mér eitthvað sérstaklega illa við þessa frú?
Nei, eiginlega ekki, hún var að vísu partur af Klaustursævintýrinu en hérna er ég bara að tala um laun þingmanns sem ég valdi af handahófi og ekki er hægt að skamma mig fyrir að taka formann FF á beinið í þessari grein!
Það sem ég er að tala um er hvernig þingmenn mata krókinn og hvernig þeir kæmu út ef þeir þyrftu að sæta sömu skerðingum og við eldri borgarar og að ég tali nú ekki um öryrkjana og hvernig troðið er á þeim og þeirra kjörum alla daga.
Ráðherrar eru á listanum yfir laun þingmanna á vef alþingis en allar aukagreiðslur eru greiddar af ráðuneytunum og eru vel geymt leyndarmál.
Ég tek aftur fram að þetta er uppkast og ef einhver hefur áhuga á að skoða þetta dæmi og gera athugasemdir og leiðrétta þá er það vel þegið. Ég er að velta fyrir mér upplýsingum og reyna að komast að niðurstöðu. Það tekur tíma en ég vildi leyfa ykkur að fylgjast með framvindunni.
Hulda Björnsdóttir