Ríkið lætur mig niðurgreiða eftirlaun frá TR, Í HVERJUM EINASTA MÁNUÐI, um krónur 59.500 og þessi tala er fyrir skatt svo ljóst er að ekki er mikið eftir af sparnaðinum mínum

8.nóvember 2019

Góðan daginn.

Sól og kuldi og snjór í fjöllum fyrir norðan hér í litla landinu mínu í dag.

Ég er að velta fyrir mér hvað Facebook er undursamlegt fyrirbæri. Ef mér líkar ekki það sem skrifað er um mig get ég gert eitt og annað.

Ef ég er til dæmis í grúppu og stjórnanda líkar ekki það sem ég hef deilt með grúppunni þá getur hann eða hún einfaldlega eytt skrifunum og ef vill getur stjórnandinn líka blokkað gemlinginn!

Að biðja mig um að eyða því sem ég skrifa er líklega eins vonlaust og að halda vatni frá manni í eyðimörkinni.

Mér dettur ekki í hug að leggjast svo lágt að standa ekki með því sem ég hef látið fara frá mér. Hafi ég farið með rangfærslur leiðrétti ég þær venjulega og stundum bið ég meira að segja afsökunar á ruglinu í mér.

Ég fæ stundum vinabeiðnir á Facebook frá sama fólkinu aftur og aftur þó ég hafni þeim ítrekað.

Mér finnst einkennilegt að skammast út í skrif mín og á sama tíma leitast eftir vináttu minni! Þetta er eiginlega bara fyndið, finnst mér.

Semsagt, fyrir þá sem ekki vita: ef þið viljið ekki sjá það sem ég er að skrifa er einfaldast að blokka mig og þá er það mál afgreitt.

Ég blokka oft einstakinga sem eru að bögga mig og tek það ekki nærri mér, það er að segja blokkeringuna. Þetta eru bara mannréttindi og ekkert annað.

Þeir sem skrifa eða tala opinberlega geta alltaf átt von á gagnrýni sem þeim líkar ekki. Ég fæ minn skammt alveg óskertann og held samt áfram. Það hefur aldrei hvarflað að mér að biðja einhvern að fella niður skrif sín af því að mér líka þau ekki.

Er þetta ekki eitthvað sjálhverft fyrirbæri?

Jæja,

Það er ljóst að margir af yngri kynslóðinni gera sér ekki grein fyrir hvernig TR og Lífeyrissjóðir áttu og eiga að vinna saman. Þetta er eiginlega bara skiljanlegt og það sem mér finnst gott dæmi um hvernig skoðunin verður svolítið snúin er þetta sem ég sá skrifað í commenti við eitthvað sem ég var að fást við í gær:

Fyrsta commentið var svona:

“en þetta átti að vera lífeyrir minn samkvæmt lögum en lífeyrissjóðir viðbót við fulla framfærslu Tr. “

Og sá sem svarar segir þetta:

“þetta er akurat öfugt. Lífeyrsgreiðslur tr eru til að dekka það sem uppá vantar hja lifeyrissjoð og fyrir þa sem eiga ekki lifeyrissjoð. Þessvegna er folk alltaf beðið um að ath alltaf fyrst rett hja lifeyrissjoði aður en tr byrjar að borga.”

Ég fór að velta fyrir mér hvernig þessi misskilningur varð til.

Ég held að ástæðan gæti verið sú að fólk er beðið um að athuga fyrst réttindi hjá lífeyrissjóðum, þegar það sækir um hjá TR.

Ástæða þess að við erum beðin um að finna út réttindi okkar hjá Lífeyrissjóðum er að sjálfsögðu til þess að TR geti fundið út hvað hún getur haft af okkur með skerðingum og látið okkur niðurgreiða það sem við eigum að fá frá TR.

Þetta eru grunnupplýsingar fyrir stofnunina en eins og ungi maðurinn sýnir í sínu commenti þá er auðvelt að halda að þetta sé öðruvísi.

Þessi athugasemd og fleiri gera það að verkum að við sem þekkjum kerfið þurfum að vera dugleg að kynna hvernig það virkar. Það er ekki nóg að segja frá því einu sinni. Það þarf að hjakka í sporinu endalaust þar til breyting verður.

Fyrsta stoð átti að vera TR

Fyrsta stoð átti ekki að vera Lífeyrisjsóðs sparnaður.

Sparnaður í Lífeyrissjóð var hugsaður sem viðbót við fyrstu stoðina.

Á löngu ferli og í stjórn misvitra stjórnmálamanna hefur þessu verið snúið á hvolf og nú er séð til þess að þeir sem hafa sparað í lífeyrissjóði alla sína starfsæfi standa lítið betur að vígi en þeir sem einhverra hluta vegna hafa aldrei sparað neitt.

Í hverjum einasta mánuði stelur ríkið tugum þúsunda af sparnaði mínum og lætur mig niðurgreiða það sem kemur frá TR til mín.

Ég ætti að fá frá TR krónur 248.105 en fæ 188.605.

Mismunurinn er krónur 59.500 sem ríkið lætur mig niðurgreiða eftirlaun frá TR, Í HVERJUM EINASTA MÁNUÐI, og þessi tala er fyrir skatt svo ljóst er að ekki er mikið eftir en tekjur mínar eftir skatt eru samtals: 274.448

Hjá þeim sem ekki hefur greitt í Lífeyrissjóð eru tekjur eftir skatt krónur 212.902

Og  það sem eftir stendur af greiðslu til mín frá Lífeyrissjóði sem upphaflega voru rétt rúmlega 157.000 eru krónur 61.546 eftir skatt.

Þá er líklega komið að því að fagna því að Grái herinn, Wilhelm og Finnur ásamt Ingibjörgu skuli vera að sigla af stað með lögsókn gegn ríkinu til þess að aflétta þessu hrikalega óréttlæti, og fagna ég því svo sannarlega.

Vonandi tekst þeim að vinna málið.

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

2 thoughts on “Ríkið lætur mig niðurgreiða eftirlaun frá TR, Í HVERJUM EINASTA MÁNUÐI, um krónur 59.500 og þessi tala er fyrir skatt svo ljóst er að ekki er mikið eftir af sparnaðinum mínum”

  1. Thank you for your writings. Iceland seems to be heading to the direction as a country for the well to do and the rich. Many retired people have moved from Iceland because they can´t make ends meet. It´ s hard living on 230 thousand kroners a month, paying rent, utilities, food, etc. We older people have helped build up our country. WHY IN THE WORLD ARE THEY PUNISHING US FOR? We all get to the point where we have to decide what to do in our retiring years, our golden years (we can´t call it that anymore). Why do the elderly have to be put in this situation? I mean it, I ´m anxious about my future, it´s like I don´t have one, not one to look forward to.

    Liked by 1 person

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: