Veit fólk yfirleitt hvað kerfi TR er ótrúlegt skrímsli og hvernig það teygir anga sína inn í önnur kerfi?

7.nóvember 2019

Pistil no.2

Gott kvöld

Þá er nú bleik burgðið þegar ég er sest aftur niður við tölvuna mína í ískulda í litla landinu mínu þar sem rignir endalaust eins og lög gera ráð fyrir í nóvember og ekkert nema gott um allt vatnið að segja sem englarnir dæla niður til okkar í Portúgal. Við þurfum svo sannarlega á því að halda, þ.e. vatninu.

Jæja,

Það sem gerðist er að ég hlustaði á Ingu og Ásmund þjarka á Alþingi.

Inga skammaði ráðherrann fyrir að fólk sem fékk leiðréttingu afturvirkt þurfti að borga til baka megnið af leiðréttingunni með því að húsnæðisbætur voru skertar!

Inga skammaði ráðherra fyrir að hafa ekki skoðað málið til enda.

Ráherra skammaði Ingu fyrir að skilja ekki að fleiri en ein lög komu við sögu!

Nú bregður svo einkennilega við að ég er dálítið sammála báðum.

Það sem þau hins vegar fatta ekki er að svona eru vinnubrögðin hjá þeim báðum.

Þau rjúka til og setja ný lög og reglugerðir án þess að skoða málið til enda og athuga hvaða afleiðingar leiðréttingin hefur á líf fólksins sem verið er að gleðja.

Ég efast stórlega um að Inga hafi alltaf skoðað endanlega útkomu þegar hún hefur hlaðið undir “poppúlismann” eins og kom vel fram í máli móður hennar gegn TR fyrir mánuðina jan og feb 2017 og dráttarvextina sem móðirin fékk en við hin fengum vexti sem skertu tekjur okkar og auk þess þurftum við að borga skatt af vöxtunum en móðirin ekki af dráttarvöxtunum.

Inga hefur svarað spurningum um af hverju þetta sé svona (Það er að móðirin hafi fengið dráttarvexti en við hin vexti) með því að upplýsa okkur hinn auðtrúa almúga um að réttarkerfið sé bara svona og málið hafi verið rekið til hins ítrasta fyrir móðurina en ekki fyrir okkur hin.

Guðmundur Ingi er á sama máli og Inga og upplýsti mig um að þetta væri jú allt fjórflokknum að kenna og ef ég og hinir vildum fá leiðréttingu okkar mála þyrftum við að kæra til nefndar sem tekur marga mánuði í að dunda sér við yfirferð á ómerkilegum athugasemdum og kvörtunum og kemur svo með svar þegar kærufrestur er liðinn og ef svo vildi til að málið ynnist þá er fresturinn fyrir aðra útrunninn. Pottþétt að ekki kemur skriða fólks sem vill fá réttlæti! Ég kærði málið til nefndarinnar, það er frekar flókið ferli, og nú bíð ég eftir niðurstöðu sem fæst líklega snemma á næsta ári!

Ásmundur sagði í þjarkinu við Ingu, sem ég hlustaði á, að verið væri að endurskoða lögin um almannatryggingar!

Ásmundur, það tók 10 ár að endurskoða lögin og nokkrum dögum fyrir samþykkt þeirra um áramótin 2016-2017 tók Bjarni sig til og breytti skerðingarákvæðum!

Ég er eiginlega enn eina ferðina komin á þá skoðun að þingheimur, ráðherrar, ríkisstjórn, ráðuneytisstjórar og allir hinir sem véla með líf fólks og kjör á vegum hins opinbera þurfi virkilega að fá LANGT frí og best væri að senda allt liðið til Kína og finna afskekkt hérað þar fyrir hópinn.  Þar gæti hópurinn hugsað sitt mál og kannski hreinlega lært eitthvað af sárafátækum bændum Kínaveldis!

Ráða mætti svo einn hæfann fyrirtækjastjórnenda frá útlöndum til þess að stýra 350 þúsund manna fyrirtækinu og sá færi létt með það.

Ásmundur og Inga geta þráttað endalaust úr ræðupúlti hins æruskerta þings þjóðarinnar. Þau eru bæði jafn saklaus af því að skoða mál sem þau leggja fram til enda og finna út hvar og hvernig málið hefur áhrif og hvort það er þess virðið að leggja það fyrir þingheim sem er upptekinn í símaleikjum og er nokk sama um einhverja öryrkja og eftirlaunafólk,  það er að segja þetta venjulega eftirlaunafólk, því ekki þarf að hafa áhyggjur af elítunni og þeim sem eiga mest allan auð landsins. Það fólk hefur séð um sig.

Sorgin gæti kvatt dyra og sagt mér að svona pistill hafi nákvæmlega ekkert að segja. Landinn er með gullfiskamynni og kýs sama sukkið aftur og aftur og aftur og lætur ljúga sig fullann með gráti og ekki síður með hárauðum varalit á vörum sem brosa blítt eða þá kökugerðameistara sem skreytir kökur af stakri natni, og sér um að hans lið njóti kökunnar og kannski væru til molar sem dyttu á gólfið sem væri hægt að sópa upp fyrir hinn sauðsvarta.

Inga getur hætt að garga á Ásmund.

Ásmundur getur hætt að hvessa sig við Ingu.

Þau eru nefninlega siglandi á nákvæmlega sömu skútunni með sama stýrimanninn og sömu gildin þannig að það er ekkert nema tímasóun að vera að rífa sig úr brúna stólnum þar sem maðurinn situr fyrir aftan og lemur í bjöllu þegar honum er nóg boðið málæðið.

Ef einhver eldri borgari sér sig knúinn til þess að segja mér að hann eða makinn hafi fengið það sem þeim ber vegna málarekstursins fyrir jan og feb 2017 þá bið ég viðkomandi að spara sér ómakið. Það er ekki rétt að allir hafi fengið það sem þeim bar. Margir hæstaréttardómar eru til um að dráttarvextir séu skaðabætur en ekki vextir. Skaðabætur sem móðir Ingu fékk vegna jan og feb breyttust ekki í vexti hjá hinum. Allir áttu að fá dráttarvexti, skaðabætur, því allir voru hlunnfarnir í jan og feb 2017 og TR var dæmd til þess að leiðrétta skerðinguna. Þeir sem hafa fengið vexti vegna málsins hafa líka fengið skerðingu vegna tekna fyrir árið 2017. Þetta er ekkert flókið. Það er hægt að skoða þetta allt á “mínum síðum” hvers og eins hjá TR. Það er að segja þeir sem líta einhverntíman á þessar síður geta séð þetta. Auðvitað er stór hópur sem hefur ekki hugmynd um hvernig á nota fyrirbærið og á því græðir ríkið ekkert lítið.

Hvað ætli það séu margir sem vita hvers vegna nákvæmlega þeir eru látnir endurgreiða ofgreiddar tekjur frá TR?

Hvað ætli það séu margir sem ómaka sig á þvi að ganga eftir svörum frá TR?

Hvað ætli það séu margir sem gerðu athugasemdir við dráttarvexti versus vexti hjá TR vegna jan og feb 2017?

Hvað ætli það séu margir sem vita nákvæmlega hvernig tekjuáætlun er búin til hjá TR fyrir komandi ár?

Hvað ætli það séu margir sem breyta eða hafa einhverntíman breytt tekjuáætlun hjá TR?

Hvað ætli það séu margir sem vita hvað gerist ef þeir breyta tekjuáætlun hjá TR í júní?

Ég ætla ekkert að svara þessum spurningum. Ég hef breytt tekjuáætlun og veit hvað gerist. Ég veit líka hvernig tekjuáætlun er búin til hjá stofnuninni. Ég veit meira að segja að þeir sem frá greitt frá TR eru tékkaðir á hverju ári og keyrðir saman við þjóðskrá til þess að athuga hvort þeir séu komnir til himna. Ég veit líka af hverju við sem erum með heimilisfesti erlendis þurfum að senda lífsvottorð á hverju ári. Ég gæti talið upp allt mögulegt fleira sem ég veit um kerfið en ætla að láta þetta duga. Þið hélduð að kerfi TR væri skrímsli. Þið hafið ekki hugmynd um hversu voðalegt skrímsli það er og þið fattið líklega ekki að þingheimur er ekki í stakk búinn til þess að laga og einfalda viðbjóðinn. Það er ekki hægt að leika sér í síma leikjum og skoða ófreskjuna á sama tíma.

Líklega væri besta tillaga mín í kvöld að banna alla síma í þingsalnum!¨

Það væri ekki amalegt að þingheimur þyrfti að hlusta að allt bullið sem rennur í gegnum hátalarana!

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

2 thoughts on “Veit fólk yfirleitt hvað kerfi TR er ótrúlegt skrímsli og hvernig það teygir anga sína inn í önnur kerfi?”

  1. Fínn pistill. TR réði yfir 20 manns bara til að njosna um lifeyrisþega, ef að ske kynni að einhver væri að fa meira en hann ætti að fá.

    Like

    1. 20 manns! það er sæmilegt. Nú vil ég endilega að þingmenn og pontíusar fái að njóta þess lúxuss að laun þeirra skerðist um 45%. Það er nú það minnsta sem ég get lagt til ef ég vil vera gjóð við þingheim og sanngjörn!

      Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: