Laun og starfskjör þingmanna sem berjast fyrir bættum kjörum eldri borgara og öryrkja!

Laun og starfskjör þingmanna

Álagsgreiðslur

Í lögum um þingfararkaup, nr. 88/1995, er kveðið á um að þingmenn sem gegna tilteknum embættum skuli fá fastar viðbótargreiðslur (álagsgreiðslur) sem reiknast sem prósenta af föstum launum. Þetta gildir um þá þingmenn sem gegna störfum varaforseta, formanna þingflokka og nefndarformanna, en þeir fá greitt 15% álag á föst laun. Jafnframt fær 1. varaformaður nefndar 10% álag á föst laun og 2. varaformaður fær 5% álag. Þá fær formaður flokks sem ekki er ráðherra greitt 50% álag á laun. Enginn, að undanskildum varaforsetum Alþingis, getur fengið nema eina álagsgreiðslu.

Laun og starfskjör þingmanna

Fastar ferðakostnaðargreiðslur í kjördæmi

Fastur ferðakostnaður í kjördæmi er ætlaður til að standa undir ferðakostnaði í næsta nágrenni heimilis eða starfsstöðvar auk dvalarkostnaðar á ferðalögum í kjördæminu. Með starfsstöð er átt við hvers konar aðstöðu sem þingmaður hefur í kjördæmi sínu, aðra en heimili.

Þingfararkostnaður

Frá 1. febrúar 2017

Húsnæðis- og dvalarkostnaður 134.041 kr.
Álag á húsnæðis- og dvalarkostnað 53.616 kr.
Húsnæðis- og dvalarkostnaður vegna heimanaksturs 44.680 kr.
Ferðakostnaður í kjördæmum 30.000 kr.
Starfskostnaður 40.000 kr.

 

Lífeyrisréttindi

Frá 25. apríl 2009 fer um lífeyrisrétt alþingismanna eftir lögum nr. 1/1997, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Þeir alþingismenn, sem öðluðust eftirlaunarétt skv. lögum nr. 141/2003 fyrir þann tíma, halda þegar áunnum réttindum

Starfskjör þingmanna

Upplýsingar um starfskjör

Allar upplýsingar um starfskjör alþingis­manna eru veittar á fjármála­skrifstofu.

Starfsfólk fjármála­skrifstofu hefur aðsetur í Kirkjustræti 8b (Blöndahlshúsi).

Þingfararkaup og þingfarar­kostnaður alþingismanna

Kveðið er á um laun og önnur kjör alþingis­manna í lögum um þingfararkaup alþingis­manna og þingfarar­kostnað, nr. 88/1995, með síðari breytingum. Samkvæmt 15. grein laganna skal þingfararkaup taka breytingum 1. júlí ár hvert. Hagstofa Íslands reiknar og birtir fyrir 1. júní hlutfallslega breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næstliðið almanaksár. Við launaafgreiðslu fyrir júlí uppfærir Fjársýsla ríkisins krónutölufjárhæð til samræmis við tölur Hagstofunnar.

Forsætisnefnd Alþingis ákveður aðrar greiðslur samkvæmt lögum þessum og setur nánari reglur um þær.

Ferðakostnaður innan lands

Auk fastrar greiðslu fyrir ferðakostnað í kjördæmi eiga þingmenn rétt á að fá endurgreiddan ferðakostnað milli heimilis og Alþingis á eigin bifreið, bílaleigubíl, eða með almenningsfarartækjum. Sérstakt ákvæði er um þingmenn sem búa utan Reykjavíkur og aka daglega til og frá vinnustað. Samanber reglur um þingfararkostnað og vinnureglur um ferðakostnað innanlands.

Húsnæðis- og dvalarkostnaður

Þingmaður fyrir kjördæmi utan Reykjavíkur­kjördæma suður og norður og Suðvestur­kjördæmis fær fasta upphæð mánaðarlega til að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði í Reykjavík. Búi hann í Reykjavík eða nágrenni er fjárhæðin ætluð til að standa undir sams konar kostnaði í kjördæmi. Þá getur þingmaður, sem þarf að halda tvö heimili, sótt um 40% álag. Reglur um álagið er að finna í reglum um þingfarar­kostnað, sbr. 3. mgr. 2. gr. Sérreglur eru um greiðslur til þingmanna er búa utan Reykjavíkur­kjördæma- suður og norður og Suðvestur­kjördæmis og aka daglega milli Alþingis og heimilis, sbr. 3. mgr. 4. gr. reglna um þingfarar­kostnað.

Símkostnaður

Samkvæmt 9. gr. laga um þingfararkaup á alþingismaður rétt á að fá endur­greiddan símakostnað sem tengist þingstörfum hans.

Þingmaður getur fengið endurgreiddan kostnað við kaup á GSM-síma, allt að 80 þús. kr.

Ferðakostnaður erlendis

Almenna reglan er að ferðakostnaður er greiddur í samræmi við reglur um greiðslu ferðakostnaðar á vegum ríkisins sem ferða­kostnaðar­nefnd gefur út og birtar eru opinberlega. Alþingismenn eiga þó rétt á að fá greiddan gistikostnað (hótelherbergi) og 50% fullra dagpeninga til viðbótar. Þá er tekin staðgreiðsla skatta af hluta greiðslunnar samkvæmt ákvörðun ríkisskattstjóra.

Þingmaður skal greiða ferðir til og frá flugvöllum heima og erlendis af dagpeningum. Starfsfólk fjármálaskrifstofu gerir ferðareikning í lok ferðar.

Starfskostnaður

Samkvæmt 9. gr. laga um þingfararkaup eiga alþingismenn rétt á að fá endurgreiddan kostnað sem hlýst af starfi þeirra. Hámark slíkrar greiðslu er nú 480.000 kr. á ári.

Í 8. gr. reglna um þingfararkostnað eru nánari upplýsingar um starfskostnað og hvað fellur þar undir.

Fundir, ráðstefnur, námskeið o.fl. á eigin vegum

Þingmaður getur sótt fundi, ráðstefnur, námskeið o.fl. án þess að slíkt sé beinlínis á vegum Alþingis. Starfskostnaði er m.a. ætlað að standa undir slíkum útgjöldum.

Tryggingar

Allir alþingismenn eru slysatryggðir allan sólarhringinn. Um skilmála trygginga þessara gilda reglur nr. 30/1990 og nr. 31/1990. Um bótafjárhæðir fer samkvæmt sömu reglum og gilda um embættismenn samkvæmt reglum kjararáðs um starfskjör. Nánari upplýsingar eru veittar á fjármálaskrifstofu.

Styrktarsjóður alþingismanna

Alþingismenn skulu eiga rétt á hliðstæðri endurgreiðslu útgjalda og styrkja sem embættismenn njóta samkvæmt ákvörðun kjararáðs um almenn starfskjör embættismanna að því er varðar greiðslur úr fjölskyldu- og styrktarsjóði. Gögnum ber að skila á fjármálaskrifstofu.

Nánari upplýsingar um styrki og upphæðir er að finna á vefsíðu BHM

Starfskjör varaþingmanna

Sjá 12. grein laga um þingfararkaup.

Hvernig er greitt?

Mánaða­rlegar greiðslur þingfararkaups og þingfararkostnaðar eru afgreiddar af fjármála­skrifstofu, Blöndahlshúsi. Þangað skal senda akstursyfirlit og alla reikninga varðandi útlagðan kostnað mánaðarlega. Skrifstofan tekur við greiðslubeiðnum og annast reikningagerð. Að jafnaði er ferðakostnaður innan lands, símakostnaður og annar tilfallandi kostnaður afgreiddur innan þriggja daga eftir að beiðni er lögð fram. Greiðsla er lögð á bankareikning þingmannsins.

Skattskylda

Að frátöldu þingfararkaupi og starfskostnaði eru allar greiðslur til þingmanna fyrir kostnaði sem hlýst af þingsetu undanskildar tekjuskatti. Ef útgjöld, sem tengjast starfskostnaði, eru studd reikningum koma þau til lækkunar á skattstofni.

Biðlaun

Alþingismaður, sem hefur setið á Alþingi eitt kjörtímabil eða lengur, á rétt á biðlaunum er hann hættir þingmennsku. Biðlaun eru jafnhá þingfararkaupi, sem frá 30. október 2016 eru 1.101.194 kr. á mánuði, og greiðast þau í þrjá mánuði en í sex mánuði eftir þingsetu í tvö kjörtímabil eða lengur. Taki þingmaður, sem fær biðlaun, við starfi meðan þeirra nýtur falla þau niður ef launin er starfinu fylgja eru jafnhá en ella skerðast biðlaunin sem laununum nemur.

Lífeyrisréttindi

Frá 25. apríl 2009 fer um lífeyrisrétt alþingismanna eftir lögum nr. 1/1997, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Þeir alþingismenn, sem öðluðust eftirlaunarétt skv. lögum nr. 141/2003 fyrir þann tíma, halda þegar áunnum réttindum.

Ferðapantanir og afgreiðsla dagpeninga

Fjármálaskrifstofa annast ferðapantanir  og umsóknir um ferðaheimildir og  dagpeninga. Ferða­áætlun er ákveðin hverju sinni í samráði við alþjóðaritara með hliðsjón af dagskrá og hagkvæmni. Vilji þingmaður gera breytingar á ferðaáætlun sinni hefur hann samband við skrifstofuna. Hafi breyting samkvæmt persónulegum óskum kostnaðarauka í för með sér er hann borinn af þingmanni.

Dagpeningar eru lagðir inn á bankareikning þingmanns.

Að ferð lokinni afhendir þingmaður viðeigandi gögn, farseðil og hótelreikninga, svo að hægt sé að ljúka uppgjöri. Fjármálaskrifstofa annast uppgjör.

Ekki amalegt það!

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: