Bara einfalt

3.nóvember 2019

Mig langar til að setja hér inn smá pistil um allt og ekki neitt. Eiginlega bara um hvernig það er að vera ég í dag.

69786692_1414606468691176_3578943724601737216_o

Það rignir í litla þorpinu mínu og í öllu litla landinu mínu þessa dagana. Stundum mikið og svo kemur smá hlé með skúrum. Þetta er frábært og allt ilmar öðruvísi. Ilmur vetrarins er kominn í litla landinu, rjúkandi strompar og viðurinn brennur og heldur hita í litlum og stórum eldhúsum og allt verður einhvernvegin svo ljúft þegar setið er og horft á glæðurnar. Þessar glæður eru velkomnar. Þær eru ekki skógareldar.

Þegar ég ók upp í Semide í morgun til þess að fara í fyrsta söngtímann minn í langan tíma var ég hamingjusöm. Ég er ægilega lofthrædd og vegurinn uppeftir er bæði brattur og snúinn. Núna þegar mikið af brunnum trjánum hefur verið fjarlægður sést niður í botn og hjartað í mér tók angistar kipp. Allt gekk þetta þó rétt eins og vanalega og upp komst ég.

Söngurinn er unaðslegur og bætir heilsuna. Ég er núna að syngja Porgio Amore, og á sú aría vel við dramatíkina í mér. Mig langar að reyna við Costa Diva næst, úps!!!!
Svo er ég að missa lægri nóturnar, og þarf að gera eitthvað mjög rótækt til þess að halda þeim við. Eilífðarverkefni en samt svo skemmtilegt og gott að undirbúa sig undir næstu líf þar sem ég verð, eins og ég hef oft sagt, fræg óperusöngkona!

Veturinn er kominn hjá okkur í Portúgal. Það verður kalt næstu 7 daga samkvæmt spá og ég er komin í vetrarkjól sem nær niður á kálfa og fleiri lög tilbúin til þess að klæða kroppinn þegar þarf

Á morgun er dagurinn þar sem fullt af reikningum verður greiddur. Nóvember er erfiðasti mánuðurinn hjá mér og stundum snúið að ná endum saman. Allt bjargast þetta þó og þegar nýja árið byrjar er hægt að fara að safna aftur og leggja fyrir til þess að greiða skattinn næsta ár. Það væri gott að hafa stöðugt gengi svo hægt væri að gera almennilegar áætlanir en líklega er eina raunhæfa áætlunin að áætla gengið nógu óhagstætt og þá er maður á grænni grein!

Í þessari viku fer ég aftur í líkamsræktina, eftir þó nokkuð langt hlé vegna veikinda. Ég er svo sem ekkert að ergja mig mikið yfir því að ganga ekki heil til skógar en ofboðslega væri samt gott að hafa ekki hjarta sem tikkar eins og því sýnist út um víðann völl og gerir ekki boð á undan sér þegar því dettur í hug að fara í fýlu!

Kæra fólk sem les þetta.

Mig langaði bara til þess að vera einu sinni venjuleg hérna á síðunni okkar og láta gamminn geysa um allt og ekkert, bara hvernig það er að vera ég í einn dag.
Með bestu kveðju frá litla landinu mínu þar sem klukkan er rúmlega fimm og allt að verða dimmt. Kominn vetrartími og þá loga kertaljós og lampar og allt verður svo fallegt aftur, bara aðeins öðruvísi en í sumar.

71884674_1442185012599988_2240843635580993536_oHulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: