Ég er þreytt og eiginlega vonsvikin

  1. október 2019

Góðan daginn

Facebook minnir mig á að ég hafi ekki skrifað hér og vill að ég haldi mér við efnið!

Ég verð að viðurkenna að ég er þreytt og pínulítið vonlaus.

Eldri borgarar hafa nú fengið leiðréttingu vegna jan og feb 2017 ásamt rukkun um skatt vegna fjármagnstekna sem dráttarvextir hafa skyndilega breyst í.

Tryggingastofnun túlkar dóm móður Ingu í hag og hún fær dráttarvexti samkvæmt túlkun TR en aðrir frá vexti og borga þar með fjármagnstekjuskatt af góssinu.

Sumir eldri borgarar fá litlar upphæðir og aðrir geta fengið allt upp í tæpa hálfa milljón vegna skerðinga þessa 2 mánuði árið 2017.

Ég skrifaði um hvernig þetta færi og fékk ekki mikil viöbrögð.

Ég skrifaði um hvernig ég ætlaði að bregðast við óréttlætinu og fékk ekki mikil viðbrögð.

Ég skrifaði um að ég væri búin að kæra til Úrskurðarnefndar velferðarmála og fékk enn sáralítil viðbrögð.

Nú spyr ég sjálfa mig enn einu sinni hvort það sé ekki bara ágætt að hætta að skipta mér af málum eldri borgara og láta bara sem ég viti ekki hvernig farið er með þennann hóp þjóðfélagsins.

Þegar flokkar sem þykjast vera að berjast fyrir bættum kjörum þeirra sem hafa það viðbjóðslega skítt á forríku landinu láta ekki svo lítið að benda á óréttlætið sem er núna beitt í garð eldri borgara vegna jan og feb 2017 þá langar mig helst til að æla.

Hræsnin er með ólíkindum.

Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki enn fórnað tíma í að hlusta á þátt RÚV um málefni eldri borgara en verð líklega að gera það fyrr en seinna. Hef þó séð eitt og annað skrifað um fyrirbærið og það skásta sem ég hef séð er frá Viðari þar sem hann talar um eftirlaun frá TR í réttum tölum og er ekki að pússa saman eftirlaunin og heimilisuppbótina sem er jú félagslegur styrkur rétt eins og t.d. húsaleigubætur og fleira sem þeir sem búa á Íslandi njóta.

Það er mikilvægt að ALLIR sem skrifa og tala um tölur eftirlauna frá TR viti að heimilisuppbót er félagslegur styrkur fyrir suma en alls ekki alla.

Það er líka mikilvægt að þeir sem tala um eftirlaun frá TR geri  sér grein fyrir, að þegar fólk flytur úr landi til þess að drepast ekki úr hungri þegar aldurinn er orðinn meira en 67 ára, þá fær það fólk ENGAR aukagreiðslur og enga afslætti. Strípaður ellilífeyrir, sem er svo skertur eins og enginn sé morgundagurinn, er það eina sem flóttafólkið, íslenska flóttafólkið fær.

Það eru ekki bara stjórnmálamenn og sú elíta sem býr í kössum.

Það er þó nokkuð af eldri borgurum, þessum sem kjósa sjálfstæðismafíuna aftur og aftur, sem láta ljós sitt skína á Facebook og dásama alla afslættina og unaðslegu kjörin sem eldri borgurum á Íslandi er boðið upp á, að ég tali nú ekki um dásemdina sem þeim sem flýja landið er úthlutað.

Það er ágætt að hamra á því hvað landið sé ægilega fagurt og náttúran einstök.

Við, eldri borgarar, þessir venjulegu, étum ekki fegurðina. Við sjóðum ekki í potti fjöll og norðurljós. Við þurfum mat til þess að nærast en ekki fjöll. Við getum heldur ekki skýlt okkur fyrir veðri og vindum með norðurljósum þegar við búum í tjöldum í skrúðgörðum hinnar dásamlegu höfuðborgar!

Nei, við þurfum að geta haft almennilegan mat, almennilegt húsaskjól, almennilega heilsugæslu, almennileg eftirlaun þegar við hættum að vinna og það er ekki hægt að henda okkur öllum út á guð og gaddinn bara til þess að fáir geti haft það eins og greifar og þurfi ekki að líta upp úr kössunum sem þeir hafa komið sér fyrir í.

Núverandi ríkisstjórn er mannfjandsamleg.

Komandi ríkisstjórn þykist vera mannúðar stjórn.

Já, ég segi þykist. Ég hef ENGA  trú  á liðinu sem argar um fátæka fólkið og gefur svo skít í óréttlætið sem ég minntist á í upphafi. Dráttarvextir fyrir móður Ingu, fjármagnstekjur fyrir hina. Það er réttlætið sem svo er réttlætt með þvi að segja að svona hafi fjórflokkurinn komið þessu fyrir!

Hah

Skammist ykkar niður í tær, þið sem ÞYKIST og sýnið svo hið rétta andlit þegar á reynir.

Við erum ekki fífl, við erum bara þreytt og flestir búnir að gefast upp á því að argast í vonlausum flottræflum sem skara að eigin köku og láta sem hinir séu ekki til.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: