Aðeins móðir Ingu fær dráttarvexti vegna jan og feb 2017 – hinir eldri borgararnir fá venjulega vexti!

1.október 2019

Eftirfarandi er svar frá TR til mín vegna athugasemdar við fjármagnstekjuskatt vegna dráttarvaxta sem greiddir voru vegna leiðréttingar fyrir jan og feb 2017 hjá eldri borgurum!

Í svari stofnunarinnar sem fer hér á eftir túlka þau málið þannig að einungis hafi einstaklingurinn sem kærði átt að fá dráttarvexti.

Aðrir sem hafa fengið leiðréttingu fá greidda vexti!

Ég er ekki lögfróð og get ekki svarað því hvort þessi túlkun sé rétt en þætti áhugavert að einhver lögfróður settist niður og útskýrði þetta fyrir mér.

Ég hélt að þetta væri prófmál og niðurstaða dómsins, að undanskildum tölum einstaklingsin, ætti við alla sem þessi lög brutu á.

Ég skil ekki hvernig málshöfðandi fær dráttarvexti en aðrir venjulega vexti.

Hvaða munur er á mér og málshöfðanda?

Við vorum báðar látnar sæta skerðingum vegna lífeyrissjóðstekna fyrir janúar og febrúar 2017 vegna lögleysu.

Við fengum báðar leiðréttingu vegna ólöglegu skerðinganna þessa 2 mánuði.

Hún fékk dráttarvexti og ég fékk vexti.

Hún fékk skaðabætur en ég fékk fjármagnstekjur!

Er þetta bara allt í lagi?

Hvað segir Flokkur fólksins, Félag eldri borgara, Landssamband eldri borgara, Samfylkingin, Formaður Velferðarnefndar og fleiri sem málið kemur við?

Svar TR:

“Góðan dag

Í dómi Landsréttar nr. 466/2018 var einstaklingnum sem kærði dæmdir dráttarvextir.

Vaxtagreiðslur til þeirra lífeyrisþega sem fá greidd leiðrétt réttindi vegna janúar og febrúar 2017 í kjölfar dómsins taka hins vegar mið af 4. mgr. 55. gr. laga um almannatryggingar nr. 100/2007, en þar segir að „Þegar bætur eru vangreiddar skal greiða bótaþega 5,5% ársvexti á þá bótafjárhæð sem vangreidd var…“.

Líkt og fram kemur í tilkynningu Tryggingastofnunar um leiðréttingu á greiðslum vegna janúar og febrúar 2017, dags. 25. september 2019, er hægt er að kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar velferðarmála ef ágreiningur rís um grundvöll, skilyrði eða upphæð bóta eða greiðslna.

Kv”. Tilvitnun lýkur

Mér þætti vænt um ef einhver gæti útskýrt þetta fyrir mér.

Hulda Björnsdóttir

 

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: