Bréf til TR – Hvernig ég kem út úr leiðréttingu vegna Janúar og Febrúar 2017

Góðan dag

Ég hef nú fengið frá ykkur uppgjör vegna janúar og febrúar 2017

Í fyrsta lagi ætla ég að þakka ykkur fyrir að hafa ekki dregið af staðgreiðslu og er það mikil framför frá fyrri tíð og er ég fegin og þakklát fyrir að það mál er rétt.

Í öðru lagi geri ég athugasemd við vexti og fjármagnstekjuskatt.

Þessir vextir eru dráttarvextir og þar af leiðandi ekki fjármagnstekjur heldur skaðabætur samkvæmt fjölmörgum dómum Hæstaréttar sem þið getið gúggla og séð.

Í þriðja lagi er ég ekki alveg sammála hvernig útkoman á jan og feb 2017 er samkvæmt ykkar útreikningi.

Ég set hér inn útreikning minn og vænti skýringar ykkar á því hvernig mismunurinn verður til:

Fullurr ellilífeyrir TR jan 2017 krónur 228.734

Fullur  ellilífeyrir TR Feb 2017 krónur 228.734

Nýju lögin um almannatryggingar sem tóku gildi 1.janúar 2017 sögðu fyrir um að ellilífeyrir skyldi ekki skertur.

Þrátt fyrir lögin ákvað Tryggingastofnun Ríkisins upp á sitt eindæmi að skerða ellilífeyri frá TR um 25 þúsund krónur vegna tekna frá Lífeyrissjóðum.

Ákvörðun TR byggðist á umræðum og uppkasti af lögunum þar sem þetta stóð og hunsaði stofnunin endanlega útkomu laganna.

Lögunum var síðan breytt afturvirkt og skerðingar látnar gilda frá janúar 2017 en lögin ekki sett fyrr en í mars 2017.

Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að stofnuninni hefði ekki verið heimilt að hunsa lögin og dæmdi rétturinn málshöfðanda í vil. Málið var fordæmis gefandi og gildir úrskurðurinn fyrir alla sem urðu fyrir þessum skerðingum jan og feb 2017 og eiga að fá endurgreitt mismuninn fyrir þessa 2 mánuði.

Tryggingastofnun fór fram á að fá að áfríja til Hæstaréttar en var þeirri beiðni hafnað.

Til glöggvunar fyrir mig settist ég nú niður og skoðaði hvernig mitt dæmi kæmi til með að líta út og jafnframt þótti mér forvitnilegt að sjá hvað ég tapa miklu á ári vegna þessa skerðingarákvæðis og hvernig TR og ríkið nota sparnað minn til þess að niðurgreiða réttindi mín hjá TR sem ættu að vera innifalin í greiðslu minni á sköttum til íslenska ríkisins frá unga aldri. Eftirfarandi eru niðurstöður mínar og koma þær verulega á óvart, og þó ekki!

Allar tölur eru fyrir skatt þar sem ég er búsett í Portugal og samkvæmt tvísköttunarsamningi milli landanna, skattskyld í búsetulandi mínu og er með frískattkort á Íslandi.

Fullur Ellilífeyrir TR í janúar árið 2017 kr. 228.734

Fullur ellilífeyrir TR í febrúar árið 2017 kr. 228.734

Eftirfarandi eru greiðslur til mín í janúar og febrúar 2017

Greitt jan.2017

Líf VR 31.01.2017 vegna janúar 2017 krónur 146.722

TR vegna janúar 2017  kr. 171.616

Fullur ellilífeyrir TR í janúar 2017 kr. 228.734

Mismunur vegna janúar krónur 57.118 vegna skerðingar hjá TR sem orsakast af tekjum frá Lífeyrissjóði

Greitt feb2017

Líf VR 28.02.2017 vegna febrúar 2017 kr. 146.923

TR vegna febrúar 2017  kr. 171.616

Fullur ellilífeyrir TR vegna febrúar 2017 kr. 228.734

Mismunur vegna febrúar krónur 57.118 vegna skerðingar hjá TR sem orsakast af tekjum frá Lífeyrissjóði VR

Samtals inneign vegna lagabreytingar 114.236 fyrir skatt

Samtals inneign samkvæmt ykkar útreikningi er krónur 110.530 fyrir skatt

Þetta er enginn stórkostlegur munur en ég fer vinsamlega fram á að fá skýringu á útreikningi ykkar.

Einnig ítreka ég mótmæli mín vegna vaxta og tel að ég eigi ekki að greiða fjármagnstekjuskatt af þessum vöxtum sem hljóta að vera dráttarvextir þó svo að þið kallið þá vexti.

Að lokum skil ég ekki hvernig ofgreiðslukrafa verður til upp á ótilgreinda upphæð en gæti þó hugsanlega verið fjármagnstekjuskatturinn sem er 3.782 samkvæmt skilagrein ykkar og sem ég mótmæli harðlega.

Ég óska eftir skýringum ykkar en vil endurtaka þakklæti mitt fyrir að frískattkort mitt og búseta erlendis og skattskylda í Portugal er virt.

Virðingarfyllst

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: