Öryrkjar! sækið rétt ykkar

24.september 2019

Ég hvet alla öryrkja sem eru í þeirri stöðu að fá bakreikninga frá TR vegna dráttarvaxta til að senda TR bréf og mótmæla!

“Þuríður formaður ÖBÍ seg­ir að all­ir sem hafi fengið þessa drátt­ar­vexti geti óskað niður­fell­ing­ar á kröf­um frá Trygg­inga­stofn­un. Hún hvet­ur þá sem hafa fengið þessa bak­reikn­inga til að gera það en síðast þegar hún vissi voru um 100 bún­ir að óska eft­ir niður­fell­ingu á kröf­um.”

Það er ljóst að dráttarvextir eru, samkvæmt mörgum dómum Hæstaréttar, hvorki fjármagnstekjur né vaxtatekjur og því rangt hjá Ráðherra að ekki sé stoð í lögum til þess að fella niður eða koma í veg fyrir kröfu TR um tekjuskerðingu vegna unnins máls öryrkja.

Eftirfarandi er tekið úr dómi Hæstaréttar, en margir slíkir eru fyrir hendi. Hafi fólk áhuga er hægt að gúggla og kemur þá fjöldinn allur af dómum upp:

„Rökin með greiðslu dráttarvaxta eru þau að slíkir vextir eru lögbundnar bætur vegna tjóns sem almennt má ætla að kröfuhafi verði fyrir vegna greiðsludráttar”

Meira bullið hjá Ráherranum Ásmundi Einari Daðasyni að hann skorti heimild. Slík rök eru úti í móa og ekkert annað.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: