Öryrkjum refsað fyrir unnið mál gegn TR og látnir greiða dráttarvexti með tekjutengingum!

23.september 2019

Örykjar fá leiðréttingu aftur í tímann með dráttarvöxtum og eru látnir endurgreiða dráttarvextina með tekjutengingum!

Dráttarvextirnir eru tekjur samkvæmt núverandi lögum um Almannatryggingar.

Öryrkjabandalagið vekur athygli Ásmundar Daða á þessu og þegar hann loksins svarar segist hann ekki hafa heimild í lögum til þess að breyta þessu.

Þetta er svo sorglegt um leið og það er andstyggilegt. Ég skil ekki hvers vegna þingmenn leggja ekki fram frumvarp um að breyta þessu með vextina og tekjur öryrkja. Það er allt á eina bókina lært. Ef þetta væru til dæmis þingmenn sem hefðu fengið leiðréttingu á launum með dráttarvöxtum þá er ég handviss um að þeir hefðu ekki þurft að borga til baka vegna vaxtanna, en þetta er auðvitað ekkert annað en að hún þarf að borga til baka dráttarvextina.

Svona ambögur eru um allt í lögunum um Almannatryggingar.

Það er ekki hugsað til enda þegar farið er að leiðrétta misréttið. Bara hlaupið af stað og svo látið vaða hvernig fer.

Hefði ekki verið eðlilegt að skoða hvernig áhrif dráttarvextir mundu hafa á tekjutengingu öryrkjanna?

Hvar eru þingmenn sem hafa talað hátt um óréttlætið sem öryrkjar og fátækt fólk er beitt?

Hvar eru þingmenn sem hafa flotið inn á þing með loforðum um að berjast fyrir bættum kjörum fátækra og þar á meðal öryrkja?

Hvað þekkja þessir ágætu þingmenn mikið til laga um Almannatryggingar? Þekkja þeir út og inn hvernig tekjutengingar éta upp allt sem telst viðbóð?

Það er fínt að segjast vera að berjast og svo kemur upp svona mál! Þetta er hneyksli og ekkert annað.

Nú spyr ég þingheim:

ÆTLIÐ ÞIÐ AÐ GERA EITTHVAÐ STRAX TIL ÞESS AÐ LEIÐRÉTTA ÞETTA VIÐURSTYGGILEGA ÓRÉTTLÆTI EÐA ÆTLIÐ ÞIÐ BARA AÐ SNÚA YKKUR VIÐ OG ÞYKJAST EKKI HAFA HEYRT UM MÁLIÐ?

HVAÐ ÆTLAR ÞINGHEIMUR AÐ GERA?

EITTHVAÐ EÐA EKKERT?

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: