21.september 2019
Magnús Þór segir mig vera með orðhengilshátt vegna þess að ég fer fram á að þingmenn fari með rétt mál í yfirlýsingum.
Auðvitað er það frekja og ekkert annað að ætlast til þess að þingmenn fari með réttar upplýsingar á opinberum vettvangi, þetta ætti ég náttúrlega að vita!
Gott og vel.
Svo sá ég Magnús einhvers staðar segja að eftirlaunaþegar gætu hlakkað til næstu viku þegar þeir fá greidda leiðréttingu vegna skerðinganna árið 2017 í janúar og febrúar.
Gleymdi hann að geta þess að verði greiddir vextir vegna skuldar TR í þessu máli, sem er ekki ólíklegt, myndast skuld við TR upp á 45% af vaxtaupphæðinni og verða þeir sem fá leiðréttinguna krafðir um þessi 45%? Eða vissi Magnús þetta kannski ekki?
Það er ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið, því miður.
Þetta er eitt það fáránlegasta sem ég hef séð í bili:
Farið í mál við TR. Eitthvað fæst leiðrétt vegna skerðinga fyrir 2 mánuði í byrjun árs 2017 og svo er greitt út með vöxtum og fíneríi og eftirlaunaþeginn skuldar vegna fjármagnstekna sem vextirnir eru?
Svona hefði tilkynning Magnúsar getað verið?
Leiðréttingin verður greidd eftir helgi en skuld myndast við TR vegna vaxta sem verða til vegna skuldar TR við eftirlaunaþega frá árinu 2017 vegna ólögmætra skerðinga máuðina Janúar og Febrúar. Eftirlaunaþegi sem fær endurgreitt verður krafinn um 45% af vaxtaupphæðinni og að sjálfsögðu verða greiddir skattar af öllu púkkinu.
Þetta er svo dásamlegt að ég næ eiginlega ekki upp í það.
Aldrei sagður nema hálfur sannleikurinn.
Allt lagt í sölurnar til þess að gera mál pólitíkurinnar, hver svo sem hún er, sem allra glæsilegasta.
Mér er skítsama þó Flokkur fólksins sé að leggja fram torfur af nýjum þingmálum. Veit reyndar ekki alveg hvernig þessar torfur líta út en auðvitað er ritarinn fiskifræðingur svo þetta gengur upp og sýnist rökrétt þó að hálfvitinn ég skilji þetta ekki. Það eru allir flokkar að leggja fram fullt af frumvörpum um allt mögulegt og ekkert merkilegra þó FF leggi torfur sem eru óttalegt torf fyrir þingheim. Ekkert af því sem stjórnarandstaðan leggur fram verður samþykkt ef það kostar peninga. Það er allavega reynsla undanfarinna áratuga en kanski eru torfur betri en önnur mál!
Ég hlakka ekkert sérlega til að þurfa að endurgreiða TR tugi þúsunda eða hvað svo sem það verður, á næsta ári vegan máls sem FF vann og stráir um sig blómum endalaust vegan afreksins. Ég er bara andstyggilega fúl!
Er nema von að orðhengilslympa verði pirruð.
Hulda Björnsdóttir