Eldri borgarar verða látnir greiða til baka dráttarvexti vegna unnins máls geng TR. Ætlar enginn þingmaður að sjá til þess að þetta gerist ekki?

23.september 2019

Eins og fram kom í fyrri pistli mínum um öryrkja og hvernig þeir eru látnir borga dráttarvexti vegna unnins máls gegn TR þá er hér annar pistil um hvernig farið verður með eldri borgara þegar þeir fá greitt í þessari viku.

Dæmt var í máli vegna janúar og febrúar 2017 þegar TR skerti greiðslur til þeirra sem fá greitt úr Lífeyrissjóði þrátt fyrir að í lögum stæði að ekki skyldi skerða tekjurnar.

Niðurstaða dómsins í Landsrétti var að TR hefði ekki haft heimilid til að skerða bæturnar þótt um mistök í vélritun endanlegrar útgáfu laganna hafi verið að ræða.

Hafi fólk áhuga á að kynna sér málið þá er númer málsins þetta:

Landsréttur 466/2018

Í niðurstöðu dómsins kemur fram að TR skuli greiða dráttarvexti af þessum 2 mánuðum.

Samkvæmt niðurstöðu vegna dóms í máli öryrkja og leiðréttingu þar sem þeir fá greidda dráttarvexti en eru svo látnir endurgreiða dráttarvextina með lækkun tekna, álykta ég að það sama muni gilda um eftirlaunaþegana.

Öryrkjabandalagið reyndi að tala við Ásmund Daða sem er sá ráðherra sem hefur með þessi mál að gera. Eftir mikinn eftirgang sá ráðherrann loksins ástæðu til þess að svara Öryrkjabandalaginu og var svarið að hann skorti lagaheimild til þess að breyta þessari tekjutengingu!

Öryrkjabandalagið reyndi fyrir hönd öryrkja að fá málið leiðrétt.

Hvað hefur Landssamband eldri borgara gert til þess að eldri borgarar lendi ekki í sömu aðstæðum og fái bakreikning vegna dráttarvaxta vegna unnins máls gegn TR í Landsrétti?

Hefur Landssamband eldri borgara gert eitthvað?

Veit Landssamband eldri borgara eitthvað um málið?

Ég hef ekki séð neina tilkynningu frá félögum eldri borgara um þetta mál! Ekki eitt orð!

Vita félög eldri borgara kannski bara ekkert um þetta? eða er þeim alveg sama?

Ég sem eldri borgari spyr og óska eftir svörum frá Landssambandi eldri borgara: Hvað hafið þið gert til þess að koma í veg fyrir að ég og aðrir eldri borgarar þurfum að sæta enn frekari skerðinga vegna þessa máls gegn TR sem vannst og greiðslur eru væntanlegar í þessum mánuði, greiðslur ásamt dráttarvöxtum?

Þórunn H formaður Landssambands eldri borgara er í öllum nefndum sem ég hef ssettar á laggirnar vegna viðræðna um málefni eldri borgara.

Nú reynir á að frúin svari skýrt og skorinort hvort hún og hennar mikla reynsla hafi kannski bara ekki tekið eftir því sem er að fara að gerast þessa vikuna?

Hvað með Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni: hefur það félag, sem er stærsta félag eldri borgara á landinu, komið auga á hvað er í kortunum varðandi þetta mál?

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: