Vona bara það besta! Hah, það er lítið gagn í því þegar allt logar!

  1. september 2019

Mér liggur ótal margt á hjarta og ætla sennilega að vaða úr einu í annað.

Það hlakkaði í mér þegar ég frétti fyrir skömmu að lögfræðingur í Lissabon og kúnnar hans hefðu verið dæmdir í himinháar sektir fyrir svindl á bílainnflutningi, það er útlendingur flutti til landsins með bíl og lögfræðingurinn hjálpað útlendingnum að sleppa við lögboðin gjöld! Auðvitað á að refsa svona pakki sem flytur sig inn í fátækt land og byrjar á því að svindla á kerfinu. Ég veit fátt viðurstyggilegra.

Það eru títlur hérna sem ekki borga skatta og þær títlur eiga hvorki upp á pallborðið hjá mér eða löndum mínum. Venjulegir launþegar hér í landi þurfa að borga skatta og gera það. Ég borga skatta hér og á að gera það og er bara glöð með það. Fór í dag og gekk frá því máli vegna þess að við borgum skattinn hér eftirá.

Í næsta mánuði borga ég svo skattinn af bílnum mínum og næsta vor borga ég skatt af íbúðinni minni. Þetta er ekkert flókið ef farið er eftir reglunum.

Það er eitt og annað sem er í gildi hér sem er kannski öðruvísi en í mörgum öðrum löndum. Fólk, sumt hælir sér af því að hafa t.d. aldrei verið stoppað af lögreglu og þar af leiðandi ekki þurft að sýna fullgild ökuskírteini og fylgiskjöl. Sem betur fer eru lögregluþjónar grimmari núna en þeir kannski hafa verið fyrir 10 árum eða meira.

Ég hef 2svar á þessum 9 árum sem ég hef búið hérna verið stoppuð. Annað skiptið var ég á leið heim frá Lissabon og það var í gangi alsherjar tékk og allir stoppaðir.

Í seinna skiptið var ég að koma frá blómasalanum mínum og þar biðu Penela lögreglumenn á hringtorgi og voru aftur í svona alsherjar tékki, þetta var líklega í fyrra eða hitteðfyrra. Auðvitað voru mínir pappirar allir í lagi og ekki málið að spjalla við vini mína frá þorpinu mínu. Þegar fólk er stoppað er allt skoðað. Ég var reyndar ekki látin blása í tæki, það vita ALLIR hér í bænum að ég smakka aldrei áfengi eða bjór!

Ég hitti ameríska kellingu á bílaviðgerðarstaðnum mínum fyrir nokkrum vikum. Hún talaði út í eitt í hálftíma og sagði mér hvernig hún hefði lent í alls konar vandræðum með eitt og annað vegna dásamlegra lögfræðinga í Lissabon sem leiðbeindu henni.

Meðal annars þurfti frúin, þessi ameríska, að taka bílprófið aftur!!!!! En komst í gegnum það og passaði að fara ekki yfir hvíta strikið, það virtist vera aðalmálið hjá henni. Ég hafði ekki hugmynd um hvað hún var að tala um.

Núna logar allt landið. Ekki bara miðjan eða bara norðurparturinn, nei ALLT landið.

Ég get alveg tjúllast þegar fólk segir mér að vera bara bjartsýn og vona það besta og treysta því að rigni. ARRRRRRGGGGGG

Hefur þetta fólk ekið í gegnum logandi skóginn með elda á báða bóga?

Hefur þetta fólk fengið hringingu eldsnemma morguns í október og fengið þær fréttir að heilt bæjarfélag hafi lokast inni og enga hjálp að fá af því að allir slökkviðliðsmenn og konur voru vítt og breitt um allt að slökkva elda og það var bara ekki til fleira fólk?

Hefur þetta fólk heyrt um konuna sem lagði af stað frá þessu brennandi bæjarfélagi gangandi með börnin sín í von um að komast eitthvað í skjól og það sem bjargaði henni og börnunum var að ungur maður fór á bílnum að leita að þeim og keyrði fram á þau og gat komið þeim og sjálfum sér í burtu?

Hefur þetta fólk verið innan um 200 manns í kirkju á jólum og horft upp á fíleflda harnaða karlmenn grátandi eftir að hafa misst allt sitt og vonleysið algjört? Ég söng í kirkju þessi jól og hef aldrei upplifað annað eins. Tár í augum og sumir með ekka þökkuðu þau mér fyrir sönginn og föðmuðu mig. Sorgin í bænum var svo yfirþyrmandi að mér fannst vera hægt að skera hana og út mundi vella blóðugt flóð.

Hefur þetta fólk sem segir okkur að vera bjartsýn nokkurn tímann fengið hringingu þar sem grátandi kona segir að húsið hennar og fjölskyldunnar hafi brunnið til kaldra kola um nóttina og nú 2 árum síðar eru þau viðbúin með slökkvibúnað svo þau geti sjálf slökkt eldana þegar slökklviliðið er upptekið um allt landið?

Hefur þetta fólk hugsað út í það hvað það er að missa tugi fólks á flótta í bílum sínum undan eldum og logarnir ráðast á akandi bifreiðar og heilu fjölskyldurnar deyja í brennandi bifreiðinni? Ekki bara einni bifreið. Tugir bíla urðu eldinum að bráð ásamt farþegum sem margir hverjir voru í sumarfríi.

Ég get haldið áfram endalaust.

Ástandið versnar með hverju árinu.

Sumrin verða þurrari og heitari. Brennuvörgunum fjölgar. Stjórnvöld eru grútmáttlaus og sleppa vitleysingunum eftir ámynningu. Tveir 13 ára voru gripnir núna fyrir örfáum dögum. 80 ára kona var tekin ekki fyrir löngu. Allir aldurshópar fá brennuæði og ganga berserks gang yfir sumarið í litla landinu mínu. Það breytist ekkert til batnaðar. Við verðum reiðari og reiðari og stjórnvöld tala og tala en orðin einskis virði.

Forsetinn heimsækir verst förnu svæðin og tekur utan um fólk. Hann er valdalaus. Hann jafnvel grætur með fólkinu en það slekkur ekki elda.

Núna logar í Miranda og Semide hefur verið lokað. Það er að hvessa. Það er spáð rigningu en hún er ekki komin enn, bara vindurinn. Ég sé logana frá svölun mínum.

Fólkið biður um rigningu. Við erum í rammkaþólsku landi og kirkjurnar fyllast af fólki sem biður til guðs um miskunn og rigningu.

Við skulum bara vona það besta lætur illa í mínum eyrum.!!!!

Nei við skulum ekki vona það besta, við skulum berjast fyrir því að stjórnvöld taki málið traustum tökum og útrými brennuvörgum og hætti að segja að elding, þar sem engin elding var, hafi kveikt í.

Landið er að brenna og fólk er flutt í burtu ef hægt er. Það er ekki alltaf hægt. Stundum deyr fólk í eldunum. Það er bara svoleiðis.

Ég er reið!

Ég vona að vinir mínir og allir sleppi undan ógninni en það er borin von að allir sleppi. Það er bara svoleiðis og þýðir ekkert að tuða “vona það besta”

Arrrrrggggg.

Hulda Björnsdóttir

 

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: