9.september 2019
Fullur ellilífeyrir TR jan 2017 krónur 228.734
Fullur ellilífeyrir TR Feb 2017 krónur 228.734
Nýju lögin um almannatryggingar sem tóku gildi 1.janúar 2017 sögðu fyrir um að ellilífeyrir skyldi ekki skertur.
Þrátt fyrir lögin ákvað Tryggingastofnun Ríkisins upp á sitt eindæmi að skerða ellilífeyri frá TR um 25 þúsund krónur vegna tekna frá Lífeyrissjóðum.
Ákvörðun TR byggðist á umræðum og uppkasti af lögunum þar sem þetta stóð og hunsaði stofnunin endanlega útkomu laganna.
Lögunum var síðan breytt afturvirkt og skerðingar látnar gilda frá janúar 2017 en lögin ekki sett fyrr en í mars 2017.
Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að stofnuninni hefði ekki verið heimilt að hunsa lögin og dæmdi rétturinn málshöfðanda í vil. Málið var fordæmis gefandi og gildir úrskurðurinn fyrir alla sem urðu fyrir þessum skerðingum jan og feb 2017 og eiga að fá endurgreitt mismuninn fyrir þessa 2 mánuði.
Tryggingastofnun fór fram á að fá að áfríja til Hæstaréttar en var þeirri beiðni hafnað.
Nú er TR að reikna út leiðréttinguna og ættu allir að fá sína á næstu vikum, skilst mér.
Til glöggvunar fyrir mig settist ég nú niður og skoðaði hvernig mitt dæmi kæmi til með að líta út og jafnframt þótti mér forvitnilegt að sjá hvað ég tapa miklu á ári vegna þessa skerðingarákvæðis og hvernig TR og ríkið nota sparnað minn til þess að niðurgreiða réttindi mín hjá TR sem ættu að vera innifalin í greiðslu minni á sköttum til íslenska ríkisins frá unga aldri. Eftirfarandi eru niðurstöður mínar og koma þær verulega á óvart, og þó ekki!
Allar tölur eru fyrir skatt
Fullur Ellilífeyrir TR í janúar árið 2017 kr. 228.734
Fullur ellilífeyrir TR í febrúar árið 2017 kr. 228.734
Eftirfarandi eru greiðslur til mín í janúar og febrúar 2017
Greitt jan.2017
Líf VR 31.01.2017 vegna janúar 2017 krónur 146.722
TR vegna janúar 2017 kr. 171.616
Fullur ellilífeyrir TR í janúar 2017 kr. 228.734
Mismunur vegna janúar krónur 57.118 vegna skerðingar hjá TR sem orsakast af tekjum frá Lífeyrissjóði
Greitt feb2017
Líf VR 28.02.2017 vegna febrúar 2017 kr. 146.923
TR vegna febrúar 2017 kr. 171.616
Fullur ellilífeyrir TR vegna febrúar 2017 kr. 228.734
Mismunur vegna febrúar krónur 57.118 vegna skerðingar hjá TR sem orsakast af tekjum frá Lífeyrissjóði VR
Samtals inneign vegna lagabreytingar 114.236 fyrir skatt
ATHUGIÐ > Vegna tekjuáætlunar minnar sem var heldur há fyrir árið 2017 fékk ég smá endurgreiðslu við endurútreikning eftir skattaskil árið 2018 en það er ekki upphæð sem skiptir neinu höfuð máli og verður ekki til þess að lækka endurgreiðslu til mín svo orð sé á gerandi.
Mér finnst eiginlega skylda mín að deila þessum hugleiðingum með almenningi og þó sértaklega með þeim sem lesa síðuna “Milli lífs og dauða” á Facebook.
Svívirðan er algjör. Hvað er þingheimur að hugsa? Hvað er það sem réttlætir enn eina ferðina að sparnaður, lögboðinn sparnaður, sé tekinn traustataki til þess að niðurgreiða útgjöld ríkissjóðs á meðan auðmenn geta komist upp með að gefa upp vinnukonulaun og borga 22 prósent af auðæfunum og EKKERT útsvar af fjármagnstekjum?
Enn eina ferðina gæti einhver sagt: Það þarf að stokka upp í kerfinu.
Enn eina ferðina verða svo kosningar og getið nú; sama sukkið verður kosið aftur og ekkert breytist frekar en það hefur gert undanfarna marga áratugi sem ég hef dvalið á þessari jörð og búið á Íslandi og lagt mitt af mörkum til uppbyggingar þjóðfélags sem nú er verið að leggja í rúst fyrir fáa á kostnað fjöldans.
Ótrúlegt en svona er þetta á landi sem svo hæglega gæti, ef græðgi fárra réði ekki, séð fyrir því að ALLIR þegnar þjóðfélagsins hefðu mannsæmandi kjör, sama á hvaða aldri þeir væru.
Hulda Björnsdóttir