Opið bréf til forstjóra TR, frú Sigríðar Lillý Baldursdóttur, varðandi viðskipti mín við Tryggingastofnun Ríkisins

28.ágúst 2019

Virðulegur forstöðumaður Tryggingastofnunar Ríkisins

Frú Sigríður Lillý Baldursdóttir

 

Ég heiti Hulda Björnsdóttir og kt.mín er 220545-7419

Ég sendi þér þetta opna bréf frú forstjóri, til þess að vekja athygli þína á erfiðleikum mínum og oft á tíðum skilningsleysi mínu varðandi starfshætti stofnunarinnar sem þú kæra frú stýrir nú.

Ég hóf að taka ellilífeyrir 67 ára og bjó þá og bý enn og hef búið allan tímann síðan í Portúgal.

Ég hef fengið frískattkort frá RSK á hverju ári þar sem tvísköttunarsamningar á milli Íslands og Portúgals gera ráð fyrir að ég greiði skatta í búsetulandi mínu þar sem ég var ekki opinber starfsmaður á Íslandi.

Á hverju ári, í desember, sendir RSK kort til Tryggingastofnunar ríkisins um að ekki skuli taka af mér skatta á Íslandi

Á hverju ári, í janúar hefur Tryggingastofnun ríkisins dregið af mér staðgreiðslu sem ég hef svo fengið endurgreidda í janúar eftir að hafa hringt til stofnunarinnar og ergt mig yfir gangi mála. Eina undantekningin er þetta ár, árið 2019, þar sem ég hóf að ergja mig við stofnunina í desember árið 2018 og var þá skráning fyrir útborgun í janúar 2019 leiðrétt og ekki dregin af staðgreiðsla á Íslandi. Þetta sýndi mér að það er hægt að leiðrétta ef vilji er fyrir hendi og var þetta gott mál og ég þakklát fyrir.

Nú bregður svo við að ég á nokkrar krónur inni hjá stofnuninni þegar endurreikningur er gerður fyrir árið 2018. Engin risaupphæð, og líklega nokkuð rétt reiknuð þegar ég skoða orlofs og desemberuppbætur.

Auðvitað ætti ég að vera þakklát fyrir að fá nokkrar krónur til baka en þar sem ég er að eðlisfari gefin fyrir að hlutirnir séu réttir þá reiddist ég þegar ég sá dregna staðgreiðslu af krónunum mínum.

Sendi ég nú e-mail til hinnar ágætu stofnunar sem þú stýrir og fékk þetta svar:

Staðgreiðsla var dreginn af endurgreiðslunni vegna uppgjörs 2018 vegna þess að ekki var skráð frískattkort í kerfi okkar fyrir árið 2018. Ef mistök voru gerð munt þú fá endurgreiðslu frá skattinum vegna ofgreiðslu á skatti. Sú endurgreiðsla kemur í ljós á vormánuðum 2020 þegar skattframtal 2019 er birt.

Einkennilegt svar finnst mér svo ekki sé meira sagt þar sem ég hef eftirfarandi e-mail frá RSK varðandi frískattkort fyrir árið 2018:

Tilvísun í mál: 20171203568

Ríkisskattstjóri hefur samþykkt umsókn þína um undanþágu frá greiðslu skatta af lífeyristekjum frá Tryggingastofnun ríkisins og lífeyrissjóði verslunarmanna og hefur tilkynning um það verið send þeim.
Undanþágan gildir fyrir tekjuárið 2018 og fellur úr gildi 31. desember 2018. Hún fellur einnig úr gildi ef þú flytur búferlum til Íslands og ber þér að tilkynna ríkisskattstjóra um flutning, ef það á við.
Tekjurnar eru skattskyldar í Portúgal og berð þú ábyrgð á skattskilum þar. Tekjurnar eru jafnframt framtalsskyldar hér á landi.

 

Eins og glöggt kemur fram í bréfi RSK var frískattkortið sent til Tryggingastofnunar og gildir fyrir árið 2018 og var samkvæmt því ekki dregin af mér staðgreiðsla á Íslandi árið 2018.

Þessi undanþága gildir fyrir árið 2018 og fellur úr gilidi þegar árið 2019 rennur upp og farið er að reikna skatta af tekjum fyrir árið 2019 . Fyrir árið 2019 er svo gefin út önnur tilskipun frá RSK.

 

Fyrir árið 2018 er enn í gildi kortið sem var gefið út fyrir árið 2018!

 

18.desember 2018 fæ ég eftirfarandi staðfestingu frá RSK um árið 2019

Tilvísun í mál: 20181202445

Ríkisskattstjóri hefur samþykkt beiðni þína um undanþágu frá greiðslu skatta af lífeyristekjum frá Tryggingastofnun ríkisins og lífeyrissjóði verslunarmanna og hefur tilkynning þar um verði send þeim.
Undanþágan gildir fyrir tekjuárið 2019. Hún fellur úr gildi ef þú flytur búferlum frá Portúgal og ber þér að tilkynna flutning til ríkisskattstjóra, ef það á við.
Tekjurnar eru skattskyldar í Portúgal og þú berð ábyrgð á skattskilum þar. Tekjurnar eru jafnframt framtalsskyldar hér á landi.

Eins og sést af framangreindum feitletruðum tilvitnunum eru uppslýsingar sendar í desember ár hvert til Tryggingastofnunar ríkisins og eru þær upplýsingar væntanlega skráðar inn í kerfið við kennitölu mína þar sem ég hef ekki verið rukkuð um staðgreiðslu á Íslandi hvorki fyrir árið 2018 eða 2019.

Þessu til staðfestingar set ég hér inn greiðsluáætlun frá TR til mín fyrir árið 2018 og 2019 þar sem fram kemur að ég greiði ekki staðgreiðslu skatta af greiðslum frá TR á Íslandi. Fyrst er áætlunin fyrir árið 2019 og svo fyrir árið 2018.

Skattana greiði ég í Portugal sem er búsetuland mitt og á milli landanna er í gildi tvísköttunarsamningur! Tvísköttunarsamningur kemur í veg fyrir að ég borgi tvöfalda skatta, ef það skildi vefjast fyrir einhverjum!

 

Greiðsluáætlun 2019

Nafn: Hulda Björnsdóttir Kennitala: Dagsetning áætlunar: 08.01.2019 Nr. greiðsluáætlunar: 5/2019

Prentað 29.01.2019 14:55

Laugavegi 114 105 Reykjavík Sími 560 4400 Veffang http://www.tr.is

Greiðslutegundir jan feb mar apr maí jún júl ágú sep okt nóv des Árið 2019

Skattskyldar greiðslutegundir            

Ellilífeyrir 188.445 jan 188.445 feb 188.445 mars 188.445 apríl 188.445 maí 188.445 júní 188.445 júlí 188.445 ágúst 188.445 sept 188.445 október 188.445 nóvember 188.445 desember 2.261.340 samtals

Orlofs- og desemberuppbót á ellilífeyri 0 0 0 0 0 0 24.694 0 0 0 0 37.042 61.736                                                                     Greiðslur alls 188.445 188.445 188.445 188.445 188.445 188.445 213.139 188.445 188.445 188.445 188.445 225.487 2.323.076

Útborgað 188.445 188.445 188.445 188.445 188.445 188.445 213.139 188.445 188.445 188.445 188.445 225.487 2.323.076

Ég nenni ekki að setja inn mánuðina en frú forstjóri þú hlýtur að átta þig á þessu.

Eins og sést að framan er ekki dreginn af skattur árið 2019 samkvæmt greiðsluáætlun þinnar ágætu stofnunar frú forstjóri!

 

Fyrir árið 2018 lítur þetta svona út afritað af mínum síðum á vef stofnunarinnar :

 

Greiðslutegundir jan feb mar apr maí jún júl ágú sep okt nóv des Árið 2018

Skattskyldar greiðslutegundir            

Ellilífeyrir 182.197 182.197 182.197 182.197 182.197 182.197 182.197 182.197 182.197 182.197 182.197 182.197 2.186.364 Orlofs- og desemberuppbót á ellilífeyri 0 0 0 0 0 0 23.900 0 0 0 0 35.851 59.751                                                                      Greiðslur alls 182.197 182.197 182.197 182.197 182.197 182.197 206.097 182.197 182.197 182.197 182.197 218.048 2.246.115

Frádráttur            

Innborgun á kröfur 108 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 108 Staðgreiðsla 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 Samtals 108 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 108             Útborgað 182.089 182.197 182.197 182.197 182.197 182.197 206.097 182.197 182.197 182.197 182.197 218.048 2.246.007

Eins og sést glöggt hér að framan þá er EKKI DREGINN AF SKATTUR árið 2018

Það hlýtur að þíða að frískattkort hafi verið skráð hjá stofnuninni, frú forstjóri árið 2018!

 

Launaseðill stofnunarinnar fyrir desember árið 2018 er svona:

Ellilífeyrir 01.12.2018-31.12.2018 182.197                              Samtals allt árið 2.186.364

Orlofs- og desemberuppbót á ellilífeyri 01.12.2018-31.12.2018 35.851       59.751

Samtals réttindi 218.048 2.246.115  

Frádráttur 0 (Enginn frádráttur, enginn staðgreiðsla dregin frá, hvers vegna? Jú, vegna þess að það var skráð frískattkort hjá hinni háæruverðugu stofnun árið 2018 rétt eins og öll hin árin á undan)

Frú forstóri,

Ég er orðin nokkuð þreytt á því að berjast við kerfi sem ætti að vera dauða einfalt, alla vega sýnist mér það og hef verið kerfisfræðingur í áratugi. Ég hef áhyggjur af því þegar heilsa mín brestur og ég get ekki staðið í stappi á hverju einasta ári við stofnun sem ætti að vera viðskiptavinavingjarnleg.

Ég er orðin áhyggjufull og ég er orðin reið.

Ég trúi því ekki að þú, frú forstjóri gefir fólki þínu fyrirmæli um að gera fólki eins og mér lífið erfitt með röngum upplýsingum og einkennilegum vinnubrögðum oft á tíðum. Ég bara trúi því ekki.

Ég hef nú verið í sambandi við stofnunina frá því að ég varð 67 ára. Stundum hefur skorist í odda og ég reiðst harkalega yfir viðbrögðum sem mér hafa fundist út í Hróa. Stundum, og oftar nú upp á síðkastið, eða undanfarin nokkur ár, hafa komið upp góðar stundir þar sem ég hef fengið góða þjónustu og uppýsingar, rétt eins og gerist hjá sómafyrirtækjum. Ég hef sagt frá því og þakkað fyrir á opinberum vettvangi. Mér finnst það sanngjarnt og hika ekki við að geta þess sem vel er gert.

Þar sem ég hrósa stofnuninni þegar ég fæ góða þjónustu áskil ég mér og nýti mér rétt til að verða reið og gagnrýna stofnunina þegar yfir mig gengur vitleysan og ruglið sem reynt er að troða upp á mig.

Ég er ekki ært gamalmenni.

Ég er klár kona á aldri sem er ekki hár þó ég sé hætt að vinna og komin á eftirlaun. Ég þekki vel til tölvumála og hvernig þær vinna og hvernig hægt er að láta þær vinna. Ég verð að treysta því að þú frú forstjóri hafir sæmilega kláru fólki á að skipa í tölvudeild svo stórs fyrirtækis og sé því ekki hvers vegna allir þessir ótrúlegu vankantar eru ekki sniðnir af kerfinu.

Ég verð að viðurkenna að ég hef áhyggjur af útreikningum vegna laga sem stofnunin braut og hún hefur verið dæmd fyrir og til stendur að leiðrétta 2 mánuði árið 2017 og endurgreiða fólki inneignir sem verða hærri en endurreikningur minn fyrir árið 2018. Þarf ég að staglast í stofnunni þegar endurreikningur vegna tapaða máls stofnunarinnar kemur? Þarf ég þá að ganga enn í gegnum sama ferlið og láta segja mér að ekki sé skráð frískattkort hjá stofnuninni fyrir árið 2017? Gæti það hugsast?

Ég harma það að hafa nú tekið til bragðs að rita opinbert bréf til þín frú forstjóri Tryggingastofnunar Ríkisins en mér er eiginlega nóg boðið í þetta skiptið og ætlast til þess að þurfa ekki að lenda í slíkum viðskiptum, rugl viðskiptum, oftar.

Ég óska þér frú forstjóri, og starfsfólki öllu góðs gengis og vona að þið getið aðstoðað þá sem til stofnunarinnar leita án þess að þeir þurfi að vera sérfræðingar á tölvusviði.

Virðingarfyllst

Hulda Björnsdóttir,

búsett í Portúgal undanfarin 9 ár og hef greitt skatta í Portúgal eins og lög gera ráð fyrir samkvæmt tvísköttunarsamningi landanna.

Kt. 220545-7419

 

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: