Sest á skólabekk hjá TR !!!! Námsefni: Kjör öryrkja á Íslandi !

5.ágúst 2019

Góðan daginn
þá er ég sest á skólabekk
skólinn eru síður TR
ég veit ekki hvort mér tekst að ná lokaprófinu í kjörum öryrkja og útreikningi þeirra hjá stofnuninni!
Svei mér þá, ég hélt að ég væri sæmilega gefin og hef lært nokkur tungumál án þess að blikna en tungumál TR er ótrúlegt!
Hér kemur ein tilvitnun í útreikning örorkubóta til þeirra sem hafa flúið land:
“Það sem telst félagsleg aðstoð og greiðist ekki úr landi er eftirfarandi:
Barnalífeyrir vegna náms
Dánarbætur
Endurhæfingarlífeyrir (og tengdar bætur)
Heimilisuppbót
Maka- og umönnunarbætur
Mæðra- og feðralaun
Sérstök uppbót til framfærslu
Umönnunargreiðslur
Uppbætur á lífeyri”
Þegar ég skoða hvern flokk fyrir sig fer allt í klessu í heilabúinu mínu!
Hér eru 2 dæmi um eitthvað sem ég þarf að skoða 50 sinnum áður en glufa fæðist í skilningarvitum mínum.
“*1Framfærsluviðmið (Sérstök uppbót til framfærslu): Ef allar tekjur, að meðtöldum skattskyldum tekjum frá Tryggingastofnun, eru undir framfærsluviðmiði er það sem upp á vantar greitt sem sérstök uppbót til framfærslu. Uppbót á lífeyri*2 hefur ekki áhrif á sérstaka uppbót til framfærslu
*2Uppbót á lífeyri getur verið 5 til 140% af lífeyri. Allar tekjur, að meðtöldum skattskyldum tekjum frá Tryggingastofnun öðrum en aldurstengdri örorkuuppbót, hafa áhrif á útreikning
Uppbætur falla niður ef eignir í peningum og/eða verðbréfum fara yfir 4 milljónir hjá einstaklingi en 8 milljónir hjá hjónum.”
Jahérna!
Ekki að furða að þingmenn skilji ekki lögin sem þeir eru að samþykkja, kannski ætti að hækka kaupið þeirra eða gera það árangurstengt !
Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: