Lögsóknin sem mér finnst mikilvægari en margt annað!

  1. júlí 2019

Góðan daginn

Ég má til með að minnast á væntanlega lögsókn vegna þess hvernig ríkið fer með peningana okkar sem fáum greitt úr lífeyrissjóðum. Peninga sem við höfum safnað alla okkar starfsæfi til þess að eiga áhyggjulaust ævikvöld!

Ævikvöldið er hreint ekki áhyggjulaust hjá líklega 30 prósentum fólks sem komið er á eftirlaun.

Eftir þrældóm og uppbyggingu þjóðfélags sem hinir yngri njóta nú góðs af er þessi hópur skilinn eftir og gleymist þar til rétt fyrir kosningar og flokkar koma hver á fætur öðrum með gylliboð í stað atkvæðis!

Það er alveg sama hvaða flokkur er, þetta er gangurinn fyrir kosningar og kjósendur gleyma sviknu loforðunum fyrir síðustu kosningar og halda að nú verði allt gott!

Ég hef fylgst með gengi krónunnar núna undanfarið og er ekki par hamingjusöm. Þeir sem hafa flúið land eru ekki öfundsverðir af stöðunni. Áætlanir renna út í sandinn. Ekkert óvænt má koma upp á þegar krónan fellur eins og hún hefur gert núna þessa síðustu mánuðina.

Á svona tímum er gott að hafa eitthvað til þess að binda vonir við og mínar vonir, fyrir hönd fólks sem hefur sparað í Lífeyrissjóði, eru bundnar við lögsókn Wilhelms og félaga.

Það hefur verið talað um þennan málarekstur, eða að það þyrfti að hefja málið, í mörg ár. Nú loksins eru komnir ötulir baráttumenn sem ætla að gera alvöru úr þessu og undirbúningur er á fullu.

Það eru ekki stjórnmálaflokkar sem standa að þessu máli. Nei, hér eru á ferðinni einstaklingar sem hafa með miklum baráttuvilja og þreki náð markmiði sínu og sjá nú brátt fyrir endann á undibúningi. Hér eru ekki menn og konur sem berja sér á brjóst og þenja sig yfir eigin ágæti. Nei, þetta ágæta fólk heldur sínu striki, labbar áfram og gefst ekki upp. Margir hafa lofað að styðja við málið, bæði fjárhagslega og á annan hátt. VR hrinti stuðningnum af stað og ég man í bili eftir Rafiðnaðarsambandinu og einhverjum fleiri.

Það sést ekki mikið skrifað um þetta mál og þess vegna ákvað ég að gera það að mínum pistli þennan daginn.

Eins og ég hef sagt áður, verð ég liklega ekki ofanjarðar þegar þessu líkur en á meðan ég tóri mun ég styðja Wilhelm og félaga heilshugar. Mér finnst þetta besta mál sem upp hefur komið í langan tíma og er þakklát fyrir. Ég hvet fólk til þess að flykkja sér um málið þegar það er farið af stað og láta stuðninginn ekki vanta. Ég hvet fólk einnig til þess að hafa í huga að ekki skitpir máli hvar í flokki hver og einn stendur. Þetta mál kemur flokkspólitík ekkert við, nákvæmlega ekkert.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: