Sumir fá meira en aðrir! Ekki tala um það!

14.júlí 2019

Góðan daginn

Hérðasdómur hafnaði beiðni TR um áfrýjun vegna mistakanna í prentun laga um Almannatryggingar.

Eins og ég hef sagt áður kom þessi niðurstaða Héraðsdóms mér á óvart en þóttu mér þetta líka góð tíðindi. Það er alltaf gott þegar mál dragast ekki árum saman.

Það er eitt og annað sem hefur flogið í gegnum hugann varðandi þetta mál allt saman.

Lögin áttu að taka gildi 1.janúar 2017. Tryggingastofnun átti að borga út samkvæmt þeim í janúar 2017 og þar á bæ er greitt fyrirfram en ekki eftirá. Umræða hafði farið fram um málið, reyndar lög sem höfðu verið í endurskoðun í 10 ár, hvorki meira né minna, og í umræðum kom skýrt fram að skerða skyldi ellilífeyri eftir að 25 þúsund krónu tekjumarki væri náð! Þetta vissu allir sem vita vildu á Alþingi en svo má velta því fyrir sér hve vel þingmenn kynna sér mál sem verið er að fjalla um!

Ég hef fylgst með stjórnmálum í rúm 50 ár og man ekki betur en venjan hafi verið sú á hinu háæruverða að keyra mál í gegn á síðustu dögum, bæði fyrir jólafrí og sumarfrí, líklega til þess að ekki gæfist of mikill tími til þess að finna að og reyna að breyta. Ég er nokkuð örugg um að einhverntíma hafi mál farið í gegn með prentvillum sem hafi svo verið leiðréttar hægt og hljótt eins og meiningin var með lögin um Almannatryggingar sem tóku gildi árið 2017 í janúar.

Mér finnst ekkert óeðlilegt við að TR hafi farið eftir frumgagninu því þar þurfti að undirbúa greiðslur, fyrirfram greiðslur, fyrir janúar 2017 og slíkt gerist ekki á einum degi. Þegar villan kemur svo í ljós verður allt vitlaust og nýr flokkur slær sér upp á geyminu og fer í mál og eins og nú er komið í ljós vinnur málið sem er í raun hið besta mál. Nú er uppskerutími til þess að slá sér upp á svona sigri því kosningar koma brátt, gæti ég trúað.

Semsagt, nú á að endurgreiða þeim sem voru hlunnfarnir í janúar og febrúar árið 2017 og þar vakna nokkrar spurningar sem hefur í raun verið svarað en mér finnst vel þess virði að hnykkja á.

Þeir sem hafa fengið minna en 25 þúsund úr lífeyrissjóði þessa 2 mánuði árið 2017 fá enga endurgreiðslu, þeir hafa ekki sætt neinum skerðingum.

Þeir sem hafa fengið meira en 25 þúsund úr lífeyrissjóði þessa 2 mánuði árið 2017 fá skerðinguna bætta, sumir frá nokkrar krónur og aðrir meira og jafnvel eru einhverjir sem að öllum líkindum fá fullan ellilífeyri sem var á þessum tíma krónur 228.734 á mánuði.

Þeir sem fengu minnst úr lífeyrissjóðum fá minnst. Þeir sem fengu meira úr lífeyrissjóðum fá meira. Þetta er bara rökrétt. Þeir sem hafa fengið meira greitt úr lífeyrissjóðum hafa notið þess heiðurs að hljóta meiri skerðingar í krónum talið.

Þá eru það þeir sem mér finnst allra merkilegast að skoða. Árið 2017 máttir þú hafa 533.297 þúsund krónur í tekjur ef þú ætlaðir að fá ellilífeyri frá TR. Ef þú hafðir 533.298 þúsnd krónur í tekjur á mánuði var beiðni þinni um ellilífeyri frá TR hafnað

Samkvæmt því sem forstjóri TR segir í viðtali við Morgunbalðið gætu, og munu líklega, þeir sem voru yfir hámarki tekna en höfðu sótt um lífeyrir og umsókninni hafnað á grundvelli of hárra mánaðartekna, fá greiddan fullan lífeyri þessa mánuði eða krónur 228.734 fyrir hvorn mánuð.

Þetta er staðreynd sem forystu flokks þess sem höfðaði málið var ljóst frá upphafi!

Þetta er staðreynd sem ég hef ekki séð fjallað um þegar flokkurinn brosir út í bæði og hrósar sigri!

Auðvitað er þetta alveg rökrétt niðurstaða, þ.e. að þeir sem hafa tapað mestu fái meira en hinir. Þannig er það bara.

Hins vegar fyllist ég “réttlátri reiði” þegar ég sé flokksforystu hampa sér á gullstól og láta alveg vera að kljúfa málið til mergjar og segja frá því hvernig málið er vaxið frá a til ö!

Hvað er svo hægt að læra af þessum klaufamistökum við innslátt á lögunum sem voru samþykkt á hinu háæruverðuga og áttu að taka gildi og tóku gildi þann 1.janúar 2017?

Jú, þeir þingmenn sem hafa gagnrýnt vinnubrögð hins háæruverðuga, réttilega, ættu nú að taka fram betri buxurnar og beita sér fyrir því að þingmálum sé ekki demt inn á síðustu dögum og klukkutímum fyrir frí. Þetta er nefninlega, og hefur verið, háttur allra flokka allan þann tíma sem ég hef fylgst með stjórnmálum!

Nýstirnin eru auðvitað undanskilin, því þau hafa ekki verið nægilega lengi á hinu háæruverðuga og hafa ekki setið í ríkisstjórnum!

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: