Verum stolt af aldri okkar!

30.júní 2019
Góðan daginn
Ég fór inn á vef Íslandsbanka og skoðaði gengi krónunnar nokkur ár aftur í tímann. Mér sýnist árið 2016 og eins 2017 hafi verið óhagstæð. Ekki veit ég hvað veldur stökki krónunnar núna en mér líst hreint ekki á ganginn í henni.

Nú koma mánaðarmót og margir eru búnir að lepja dauðann úr skel síðustu vikuna að minnsta kosti.

Þingmenn komnir í frí og allt að leggjast í sumardvala. Kannski þýðir ekert að vera að rífa sig á þessum tíma og ég ætla held ég að vera spök í dag, alla vega þar til ég sé eitthvað sem ærir mig!

Það kemur líklega tími bráðum þar sem ég skrifa ekki mikið hérna en það þýðir ekki að ég sé búin að gefast upp.
Ég þarf að skreppa á spítala og láta krukka í mig og það er ekki vitað hversu stór aðgerð þetta verður. Ég er núna í biðstöðu og vona að ég verði kölluð inn fljótlega en það er aldrei að vita hvað ég þarf að bíða lengi.

Svo kem ég endurnýjuð eða endurnærð aftur og held áfram að rífa kjaft.

Eldri borgarar þurfa að láta í sér heyra og ættu allir sem vettlingi geta valdið að halda málstaðnum á lofti.
Við megum ekki gera lítið úr okkur. Við erum glæsilegur hópur sem byggðum upp þjóðfélagið sem nú er verið að rífa niður. Tölum ekki niður til okkar göngum háreits og stolt.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: